Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Holm Johannesen, gerðist brotlegur við lög með því að veita færeyska þinginu rangar upplýsingar. Þetta er niður- staða skýrslu sem fyrrverandi um- boðsmaður danska þingsins, Hans Gammeltoft-Hansen, útbjó að beiðni þingsins. Er Johannesen talinn hafa gerst brotlegur við lög sem eru færeysk út- gáfa af dönskum lögum um ráðherra- ábyrgð. Snýst málið um neðansjávargöng sem bora átti á milli Þórshafnar og Austureyjar. Áttu göngin að vera einkaframkvæmd sem danska fyrir- tækið Copenhagen Infrastructure K/S ætlaði að taka þátt í. Sagði Johannesen endurtekið á færeyska þinginu að ekkert sam- komulag hefði verið gert við Copen- hagen Infrastructure K/S um að fyrirtækið fengi greiðslur frá ríkinu færi svo að þingið saþykkti ekki gerð ganganna. Landsstjórnin hafði samið Í ljós kom að þvert á móti hafði landsstjórnin samið við fyrirtækið um að ef göngin yrðu ekki samþykkt á þinginu myndi landsstjórnin greiða fyrirtækinu eina milljón danskra króna. Er það niðurstaða skýrslunnar að Johannesen og landsstjórnarmaður- inn Kári P. Højgaard hafi gerst brot- legir við lög, en Højgaard var yfir- maður samgöngumála hjá færeysku landsstjórninni. Er Højgaard enn fremur talinn hafa gerst brotlegur við lög með því að hafa leynt endur- skoðaðri kostnaðaráætlun við göngin. 800 þúsund að milljörðum Upprunalega sagði Højgaard að kostnaðurinn við göngin fyrir fær- eyska ríkið yrði aðeins 800 þúsund danskrar krónur. Hann greindi þinginu hins vegar ekki frá því þegar endurskoðuð kostnaðaráætlun sýndi að kostnaður ríkisins yrði 1,9-3 millj- arðar danskra króna. Færeyska þingið mun í framhald- inu ákveða hverjar lyktir málsins verða. Er mælst til þess í skýrslunni að þingið samþykki ályktun þar sem háttsemin er fordæmd, en að menn- irnir tveir verði ekki ákærðir fyrir landsdómi (d. rigsret). Johannesen baðst í gær afsökunar á háttseminni. bmo@mbl.is Lögmaðurinn braut lögin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þórshöfn Lögmaðurinn gaf þinginu rangar upplýsingar um samninga.  Gæti farið fyrir landsdóm Færeyja Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa sagt að þeir vilji ekki koma í fram- kvæmd áætlunum um kvótakerfi fyrir farandfólk sem kemur til álf- unnar frá Líbíu og Mið-Austurlönd- um. Sérfræðingur breska dagblaðsins The Guardian segir að í raun hafi leiðtogar aðildarríkja ESB, á fundi sínum í Brussel í gær, sagt samband- inu að vera ekki með nefið ofan í þeirra eigin málum, enda séu málefni innflytjenda eldfim í stjórnmála- umræðu margra landanna. „Við höfum engan samhljóm með- al ríkjanna um skyldukvóta fyrir far- andfólk sem knýr á dyr ríkja sam- bandsins,“ hefur blaðið eftir Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu- sambandsins. „Það mun taka langan tíma að ná nýjum samhljómi hvað varðar innflytjendur.“ Áformað var að umræðan á fund- inum myndi snúast um skipuleg úr- ræði til að taka á móti farandfólki, en leiðtogarnir einbeittu sér heldur að því að finna leiðir til að halda fólki úti og flytja á brott þá sem komast inn. „Fyrst og fremst þurfum við að halda ólöglegum innflutningi fólks í skefjum og það ætti að vera okkar forgangsatriði. Allir þeir sem eru ekki lögmætir hælisleitendur munu ekki eiga vísan samastað í Evrópu,“ sagði Tusk. Skammt er síðan framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins kynnti róttækar áætlanir þar sem kallað var eftir kvótakerfi til að dreifa inn- flytjendum á aðildarríkin. Leiðtog- arnir höfnuðu þessum áformum á fundinum í gær. Hvetja upprunalönd til viðtöku Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá landamæragæslu ESB, Frontex, hefur fjöldi farandfólks sem kemur til landamæra sambandsins 2,5-fald- ast á þessu ári miðað við síðasta ár, en þá sóttu rúmlega 600 þúsund manns um hæli í aðildarríkjunum. Til að hvetja ríkisstjórnir í upp- runalöndum farandfólksins til að taka aftur við fólkinu áætlar sam- bandið að koma á fót þróunarsjóði og deila úr honum til ríkjanna, auk þess sem það mun leitast við að koma á gagnkvæmum viðskiptasamningum. Hafna áformum ESB  Leiðtogar ESB-ríkja hafna áætlunum um kvótakerfi á fundi um málefni farandfólks sem kemur til Evrópu „Þeir sem ekki eru lögmætir hælisleit- endur munu ekki eiga vísan sama- stað í Evrópu.“ Donald Tusk Liðsmenn Ríkis íslams, samtaka ísl- amista, réðust í gær inn í sýrlensku borgina Kobane, nokkrum mánuðum eftir að þeir voru reknir þaðan á brott í kjölfar síendurtekinna loft- árása og bardaga við Kúrda. Þykir innrásin vera bakslag fyrir þann árangur sem náðst hefur undanfarn- ar vikur í baráttunni gegn samtök- unum. Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins í Mið-Austurlöndum segir innrás- ina sýna að missir borgarinnar hafi verið sár fyrir samtökin, þrátt fyrir lítið hernaðarlegt mikilvægi. Þá segir hann spurningar hafa vaknað um hvort samtökin hafi komist inn í borgina frá Tyrklandi, en borgin liggur við landamæri Sýrlands og Tyrklands, og ef sú var raunin, af hverju Tyrkir stöðvuðu ekki sókn þeirra. Virk og fullfær um gagnárásir Að lokum nefnir fréttaritarinn að innrásin sé til áminningar um að þrátt fyrir ósigra undanfarinna vikna séu samtökin ennþá virk og fullfær um gagnárásir. Enn fremur gerðu þau innrás í borgina Hassakeh, í norðausturhluta Sýrlands, og náðu hluta hennar á vald sitt, en það hafa þau reynt mánuðum saman án ár- angurs. Þykir það fela í sér töluverð- an sigur fyrir samtökin, en borgin er sú stærsta í Norðaustur-Sýrlandi og þar býr rúmlega hálf milljón manna. Meira en 200 þúsund Sýrlendingar hafa látið lífið síðan átök hófust í landinu fyrir fjórum árum. Á sama tíma hafa 11 milljónir manna neyðst til að yfirgefa heimili sín. Réðust aftur inn í Kobane  Bakslag í baráttunni gegn samtökum íslamista í Sýrlandi Ríkismiðlar Norður-Kóreu hafa gefið út myndir af glæ- nýjum flugvelli í höfuðborg lands- ins, Pjongjang. Sýna myndirnar leiðtogann Kim Jong-un ásamt eiginkonu sinni skoða veitingastaði og búðir á flugvellinum. Áætlað er að flugvöllurinn verði opnaður 1. júlí, en hann mun aðeins þjónusta nokkrar flugleiðir. Fyrr í mánuðinum kom fram að íbúar landsins glíma við versta þurrk í heila öld og óttast er að matur verði brátt af skornum skammti eins og á tíunda áratugn- um. NORÐUR-KÓREA Vígja nýjan flugvöll í mesta þurrki í 100 ár Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir ákvörðun breskra stjórn- valda um að handtaka yfir- mann leyniþjón- ustu Rúanda, Karenzi Karake, til marks um hroka og andúð Breta í garð Afr- íkubúa. Þá sagði hann handtökuna vera framhald á gamaldags ný- lendustefnu. Karake var handtekinn á Heath- row-flugvelli á laugardag í kjölfar handtökuskipunar frá ESB og er sakaður um að hafa tekið þátt í þjóðarmorðunum í Rúanda 1994. RÚANDA Forsetinn fordæmir stjórnvöld Bretlands SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 17.06.15 - 23.06.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi Hamingjuvegur Liza Marklund Vegvísir um jarðfræði Íslands Snæbjörn Guðmundsson Leynigarður Johanna Basford Blóð í snjónum Jo Nesbø Konan í lestinni Paula Hawkins Tapað fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Rótlaus Dorothy Koomson Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn Mindfulness Colouring Book Emma Farrarons

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.