Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 19

Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Á sólarströnd Það var sumarlegt í Nauthólsvíkinni í gær, hlýtt og bjart, og þessum snotru stúlkum þótti það öldungis tilvalið að fá sér hressandi ís þegar þær nutu langþráðrar veðurblíðunnar. Eggert Íslenska þjóðin varð fyrir stóráfalli haustið 2008. Það viðskipta- umhverfi sem skapaðist með aðild Íslendinga að Evrópska efnahags- svæðinu, þar sem fjár- magnsflutningar milli landa voru algjörlega frjálsir, varð meðal annars til þess að ís- lenska bankakerfið stækkaði mjög ört og efnahagsreikn- ingar bankanna samsvöruðu tífaldri landsframleiðslu. Ljóst var að stjórn- völd gátu ekki bjargað bankakerfinu vegna stærðar þess og þeirrar áhættu sem í því fólst fyrir ríkissjóð Íslands. Aðvaranir, meðal annars seðlabankastjóra, voru hafðar að engu og því fór sem fór og heimilunum í land- inu, fyrirtækjunum og ríkissjóði var steypt í botnlausar skuldir. Í framhaldi beitti for- sætisráðherra sér fyrir setningu neyðarlaganna sem öðluðust gildi 6. október 2008. Neyð- arlögin gerðu ríkinu kleift að ráðast í aðgerð- ir og gæta hagsmuna ís- lensku þjóðarinnar. Icesave, skref tvö Bretar skelltu hins vegar á okkur hryðjuverkalögum og ásamt Hollend- ingum kröfðu okkur um of fjár vegna skuldbindinga sem til var stofnað af einkabönkum. Ef orðið hefði verið við kröfu þeirra hefðu Íslendingum verið bundnar óbærilegar byrðar til fram- tíðar. Ógæfu Íslands varð þó ekki allt að vopni. Hópur Íslendinga í Bret- landi snerist til varnar og hélt á lofti rétti og hagsmunum Íslands. Rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna reyndi ítrekað að verða við kröfum Breta og Hollendinga og samþykktu lög þar að lútandi, þrátt fyrir eindregna andstöðu framsókn- armanna undir einbeittri forystu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Forseti Íslands vísaði í tvígang lögum um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þjóðin felldi, í framhaldinu unnu Íslendingar fullan sigur fyrir erlend- um dómstól. Skuldalækkun heimilanna, þriðja skrefið Framsóknarmenn gengu til kosn- inga 2013 með það fyrirheit að vinna á veðskuldum heimila sem stofnað var til vegna fasteignakaupa. Góður sigur vannst og Sigmundur Davíð myndaði ríkisstjórn. Í samstarfi við sjálfstæðismenn voru fasteignaveð- skuldir heimilanna færðar niður, um- fram 4,8% árlega verðbólgu. Lækk- unin er varanleg og árleg greiðslubyrði léttist sem því nemur. Þetta var gert þrátt fyrir hávær mót- mæli stjórnarandstöðu, en framsókn- armenn standa við orð sín. Afnám gjaldeyrishafta, fjórða skrefið Fjármagnshöft voru sett á í fram- haldi af neyðarlögunum 2008 vegna þess fjármálaútstreymis sem var mögulega í vændum í kjölfar fjár- málaáfallsins. Það var fyrirheit fram- sóknarmanna að leysa þann vanda á þann hátt að hagsmunir íslensku þjóðarinnar yrðu varðir við losun fjármagnshafta. Efst á blaði var að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Sigmundur Davíð stóð í lappirnar eins og hann er vanur og í góðri sam- vinnu við formann samstarfsflokks- ins, Bjarna Benediktsson, hefur þeim tekist, ásamt hópi snjallra samstarfs- manna, að búa svo um hnútana að all- ar horfur eru á því að með skipulögð- um aðgerðum verði hægt að minnka verulega skuldir þjóðarbúsins og lækka þar með árlega vaxtabyrði um marga tugi milljarða. Afnám fjár- magnshafta er mikilvægasta hags- munamál þjóðarinnar. Það hagsmunamál er að leysast farsællega. Eftir Sigrúnu Magnúsdóttur » Íslenska þjóðin varð fyrir stóráfalli haustið 2008. Sigrún Magnúsdóttir Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Fjögur skref til farsældar Þeir sem utan standa verða að átta sig á hve mikið ráða- menn innan Evrópu- sambandsins og valda- ríkja þess hafa lagt undir vegna evrunnar til að skilja allt erfiði þeirra í þágu evru- samstarfsins. Sann- færingin um að ESB- þjóðunum sé fyrir bestu að lítið vald sé í höndum kjör- inna fulltrúa á þjóðþingum en mikið miðstjórnarvald hjá embættis- mönnum í Brussel, ESB-þinginu og ESB-dómstólnum ræður einnig för margra. Ráðamenn ESB blása á óvild í garð miðstjórnarvaldsins. Þeir geta þó ekki aukið það án þess að kjósendur samþykki minna ákvörðunarvald ein- stakra ríkja. Þá skortir nú þung rök fyrir málstað sínum. Kenningin um að frið og farsæld sé ekki unnt að tryggja í Evrópu nema með stefnu á Bandaríki Evrópu höfðar ekki lengur til almennings. Samrunakenningin, sjálft Evrópuverkefnið, á undir högg að sækja í ESB-ríkjunum. Fyrir skömmu kusu Pólverjar hinn 43 ára Andrzej Duda sem forseta. Þeir sem líta á sig sem víðsýna ESB- sinna telja Duda heimóttarlegan íhaldsgaur. Hann er ekki aðeins and- vígur upptöku evru í Póllandi heldur efast hann um að ESB sé á réttri braut. Að hann skyldi ná kjöri kom Brusselmönnum og öðr- um í opna skjöldu. Sigur hans má rekja til stuðn- ings 62% kjósenda á aldrinum 19 til 29 ára. Jochen Bittner, stjórn- málaritstjóri þýska vikublaðsins Die Zeit, telur þetta mikla fylgi ungs fólks við Duda „vá- boða“ fyrir ESB í aust- urhluta Evrópu og segir ekki betra taka við í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal þar sem at- vinnuleysi meðal ungs fólks sé 45% og meira. Leiðtogar evru-ríkjanna hittust mánudaginn 22. júní til að fjalla um skuldavanda Grikklands í leit að leið til að leysa hann innan evru- svæðisins. Í þýskum blöðum segir að fundurinn hafi breyst úr „ákvarð- anafundi“ í „samráðsfund“ af því að enn einu sinni bárust tillögur Grikkja alltof skömmu fyrir fundinn. Leiðtog- arnir fóru í fýluferð til Brussel þótt þeir segðu almennt annað opinber- lega. Nú ætla þeir að höggva á hnút- inn á fundi ESB-leiðtogaráðsins sem hófst í gær og lýkur í dag (26. júní). Bráðabirgðalausnir David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur farið milli höfuðborga ESB-ríkjanna til að kynna óskir sínar um aukið vald Breta í eigin málum innan ESB. Á spýtunni hangir að verði menn ekki við óskum hans muni hann mæla gegn ESB-aðild í þjóð- aratkvæðagreiðslunni sem hann hef- ur boðað ekki síðar en 2017. Enginn trúir því að Cameron láti sverfa til stáls innan ESB heldur hagi kröfu- gerð eða „samningsmarkmiðum“ sín- um þannig að til uppgjörs komi ekki. Grikkir hafa árum saman rætt þjóðarhag sinn innan ESB. Þrengt hefur verið að þeim án þess að snúa þá alveg niður. Þetta verður gert áfram. Í vikunni var klifað á að fyrir lægi grundvöllur að samkomulagi. Málið er sagt ráðast af afstöðu Ang- elu Merkel Þýskalandskanslara og hvort Alexis Tsipras, forsætisráð- herra Grikklands, njóti stuðnings heima fyrir til að herða enn aðhaldið þrátt fyrir kosningaloforð um annað. Pólitískir hagsmunir stóru aðildar- ríkjanna, Þýskalands og Frakklands, felast í að halda Grikkjum innan dyra. Á pólitíkina reynir á leiðtogafund- inum nú eftir að þrefað hefur verið um tæknihlið skuldamálanna fram og til baka. Það er til marks um að ákveðið hafi verið að finna pólitíska lausn að spunameistarar François Hollandes Frakklandsforseta láta berast að hann sé í raun brúarsmið- urinn á milli Merkel og Tsipras. Cameron veit að pólitísk staða Breta innan Evrópusambandsins er sterk, fari þeir yrði stórt skarð fyrir skildi. Honum er jafnframt ljóst að hann má ekki verða afturreka með kröfur sínar. Hann fikrar sig nú til niðurstöðu sem hvorki sprengir hans eigin flokk né litið verði á sem úr- slitakosti innan leiðtogaráðs ESB. Fyrir Tsipras og Cameron finnst að lokum bráðabirgðalausn sem felur óleystan grundvallarágreining. Það er aðferð Brusselmanna. Kynntumst við Íslendingar henni í hinum mis- heppnuðu aðildarviðræðum. Látið var í veðri vaka að allt léki í lyndi og finna mætti tímabundna sérlausn þótt við blasti grundvallarágrein- ingur um sjávarútvegsmál. Kalt mat Grundvallarvanda ESB vegna evr- unnar er lýst í yfirgripsmikilli nýrri skýrslu, Breyting eða brottför, um ESB-aðild Breta og horfur á komandi árum. Sérfræðingar ECU Group, ráðgjafarfyrirtækis um fjármál og markaði, segja þar að frá upphafi hafi kerfisgalli einkennt evru-samstarfið. Yfirburðaaðilinn innan þess, Þjóð- verjar, vilji ekki bregðast við þessum galla með aðstoð við þá sem hafa orð- ið illa úti vegna hans, þvert á móti hafi vanda þjóða vegna ríkissjóðs- halla eða ofurskulda verið svarað með kröfu um „refsingu sem felst í innri gengisfellingu og hafnað hefur verið öllum óskum um afskriftir sem kynnu að leiða af sér kostnað fyrir þýska bankakerfið“. Í skýrslunni segir einn- ig: „Á einhverju stigi gerist annað tveggja. Annaðhvort verður gripið til umbóta innan evru-svæðisins til að bæta úr þessum ágöllum (með því að leggja að lokum byrðar á þýska skatt- greiðendur og stofna til miklu nánara stjórnmálasambands sem raskar valdajafnvæginu innan ESB jafnvel enn frekar) eða einstakar evru-þjóðir munu fara að fordæmi Breta sem sögðu sig frá myntsamstarfinu (ERM) árið 1992, þær sjá að erf- iðleikarnir eru meiri en ávinning- urinn og segja sig frá samstarfinu (sem fræðilega jafngildir úrsögn úr ESB sjálfu samkvæmt gildandi sátt- málum). [] Með öðrum orðum mun samruni aukast innan evru-svæðisins eða það liðast í sundur.“ Með tímabundinni lausn á skulda- vanda Grikkja er siglt hjá þessum grundvallavanda. Á það er veðjað að samrunasmiðunum takist að sann- færa evru-þjóðirnar um að sætta sig við aukið miðstjórnarvald þótt ný kynslóð fólks, full efasemda um ágæti evru og ESB, láti að sér kveða. Þá mun samruni í þágu evru aðeins auka bilið milli Breta og Brusselmanna. Eftir Björn Bjarnason » Fyrir Tsipras og Cameron finnst að lokum bráðabirgðalausn sem felur óleystan grundvallarágreining. Það er aðferð Brussel- manna. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. ESB tjaldar til einnar nætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.