Morgunblaðið - 26.06.2015, Page 20

Morgunblaðið - 26.06.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Um miðjan síðasta áratug fól Alþingi for- sætisráðherra að láta gera tillögur um að- gerðir til að auka heilbrigði þjóðarinnar með aukinni hreyf- ingu og bættu mat- aræði. Frumkvæðið átti aðalfundur Læknafélags Íslands 2004, sem ályktaði um þetta efni. Fóru fulltrúar félagsins á fund heil- brigðis- og trygginganefndar þingsins og töluðu fyrir málefninu. Nefnd sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skip- aði í þessum tilgangi skilaði ít- arlegum tillögum árið 2006, þ.e. skýrslunni „Léttara líf“, um að- gerðir til að bæta heilsu lands- manna. Þá hafði Halldór vikið fyr- ir Geir Haarde í stóli forsætisráðherra. Af einhverjum ástæðum dagaði skýrslan uppi í ráðuneyti hans og var ekki skilað til þingsins fyrr en degi fyrir þing- lausnir og alþingiskosningar vorið 2007. Fékk hún enga tilhlýðilega umfjöllun við þessar aðstæður eins og við var að búast. Á þeim áratug sem liðinn er frá því að ofangreindar tillögur litu dagsins ljós hefur skilningur fólks dýpkað á tengslum heilbrigði, ofeldis, offitu og hreyfingar. Rann- sóknum á þessu sviði hefur fleygt fram og þær gefa nú gleggri mynd af neikvæðum afleiðingum fyrirhafnarlausrar öflunar nauð- synja og meðfæddrar tilhneigingar okkar til að draga úr hreyfingu og hversdagslegri áreynslu. Eins og nafn skýrslunnar „Léttara líf“ ber með sér var höfuðerindi hennar að bæta mataræði þjóðarinnar og vinna gegn ofeldi með góðu að- gengi að hollum mat- vælum og kunnáttu í matreiðslu þeirra og hófsömum mat- arvenjum. Vissulega hefur skýrslan líka að geyma margvíslegar tillögur um breyttar áherslur í skipulags- málum og aðra þætti sem geta orðið til þess að auðvelda fólki þátt- töku í almenn- ingsíþróttum og ann- arri hreyfingu sem hugur þess kann að standa til. Á þeim tíma var brenni- punkturinn á ofeldi og offitu, atriði sem vissulega skipta miklu um af- drif okkar hvað heilsuna varðar. Vísindi síðari ára benda hins vegar í æ ríkari mæli til mikilvægis hreyfingar við fyrirbyggjandi heilsuvernd. Fyrir rúmu ári vakti niðurstaða ástralskrar rannsóknar mikla at- hygli hérlendis sem erlendis, en þar var sýnt fram á að hreyfing- arleysi væri stærsti áhættuþáttur kvenna eldri en 30 ára hvað varð- ar hjarta- og æðasjúkdóma. Sænskar rannsóknir í lífeðlisfræði, sem m.a. Ingibjörg Jónsdóttir líf- eðlisfræðingur og félagar hafa tek- ið þátt í, styðja þessa niðurstöður. Þær benda einnig til mikilvægis hreyfingar til að bæta geðheilsu með áhrifum á boðefni í mið- taugakerfinu. Jón Steinar Jónsson læknir, sem barist hefur fyrir hreyfingu sem læknisfræðilegu úr- ræði, segir í 3. tbl. Læknablaðsins 2015: „Það hefur lengi verið þekkt að hreyfingarleysi er mikilvægur áhættuþáttur ýmissa sjúkdóma. Og að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á horfur þeirra sem glíma við þessa sjúkdóma. Margar faraldsfræðilegar rann- sóknir þar sem þol eða upplýs- ingar um hreyfingu er ein af breytunum gefa þetta til kynna. Þrátt fyrir þessa vitneskju höfum við Íslendingar látið það eiga sig að byggja upp hreyfingu sem markvisst meðferðarúrræði í lík- ingu við það sem grannar okkar á Norðurlöndum hafa gert á undan- förnum árum.“ Örlög skýrslunnar góðu um létt- ara líf eru vissulega ekki uppörv- andi fyrir þá sem áhuga hafa á bættri heilsu þjóðarinnar með breyttum lífsstíl. Sinnuleysi stjórnmálamanna, fjölmiðla og þorra þjóðarinnar var átakanlegt. Tækifæri gafst til að bæta venjur okkar í átt til heilbrigðara lífernis en það var ekki nýtt að þessu sinni. Á því má þó gera bragarbót. Það er alltaf tilefni til að taka upp það sem gott þykir og ekki er að sönnu úrelt og bæta um betur, þannig að almenningur hafi gagn af. Hagsmunir almennings krefjast þess raunar að ný þekking sé virt í hans þágu og látin ráða um að- gerðir hins opinbera til að bæta lýðheilsu. Ég tel það fyllilega tímabært að Alþingi og ríkisstjórn taki upp þráðinn þar sem frá var horfið með skýrslunni „Léttara líf“. Hún skilaði í raun minna en vonir stóðu til. Stjórnmálaöflin ættu að hafa frumkvæði að nýrri og raunhæfri stefnumótun um að- gerðir til að hafa áhrif á lífsstíl Ís- lendinga til heilsubótar samkvæmt nýjustu þekkingu. Þjóð á hreyfingu Eftir Sigurbjörn Sveinsson » Vísindi síðari ára benda hins vegar í æ ríkara mæli til mikilvægis hreyfingar við fyrirbyggjandi heilsuvernd. Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er læknir. Garðar Páll Jóns- son, ábúandi að Mel- stað í Hofshreppi í Skagafirði, ritar grein í Morgunblaðið 2. júní sl. þar sem hann velt- ir upp þeirri spurn- ingu hvort við höfum efni á að hita upp hús með rafmagni. Eðli- lega leggur hann út frá eigin reynslu og niðurstaða hans er sú að hann hafi ekki efni á því. Gall- inn við hans niðurstöðu er hins- vegar sá að hann dregur hana á röngum forsendum. Það verður ekki á móti því mælt að raforkuverð hefur hækkað, sér- staklega í dreifbýli. Dreifi- og flutningskostnaður hefur hækkað um 90% frá 2007 og raforkusala um 56%. Þá hefur mik- ið verið hringlað með virð- isaukaskattinn á þessu tímabili, bæði í formi endurgreiðslna og prósentuhlutfalls. Í upphafi ársins 2007 var hann 2,59% að teknu til- liti til endurgreiðslna, fór síðan í 14%, þá í 7% en er í dag 11%. Á móti kemur að ríkissjóður nið- urgreiðir, annars vegar alla dreif- ingu á orku í dreifbýli og hins veg- ar flutnings- og dreifikostnað vegna húshitunar að 40.000 kWst/ ári. Frá 2007 til maí 2015 hefur dreifbýlisframlagið hækkað um 182% og niðurgreiðslur til húshit- unar hafa hækkað um 66% á með- an vísitala neysluverð hefur hækk- að um 60%. Þegar upp er staðið og að teknu tilliti til ofangreindra þátta þá hef- ur raforkuverð í dreif- býli til húshitunar hækkað um 5% um- fram þróun vísitölu neysluverðs frá 2007. Það verður að teljast ásættanlegt að teknu tilliti til þess að fjár- hagur þjóðarinnar fór á hliðina á þessu tíma- bili, notendum á bak við dreifbýlis- dreifikerfið hefur fækkað og þar af leið- ir færri sem standa undir endurnýjun þess sem eðlilega gerir það dýrara. Notandi getur þess að hann hafi flutt að Melstað vorið 2007 og seg- ist vera með svipaða notkun í dag og hann var með árið 2007. Sam- kvæmt skrám Fasteignamats rík- isins var 162 m² íbúðarhús á jörð- inni árið 2007. Samkvæmt útreikningum Orkustofnunar er orkuþörf fyrir hús af þessari stærð um 36.000 kWst/ári. Reiknuð notk- un byggist á aldri hússins, reynslutölum fyrir hús af sambæri- legri stærð, gerð og ástandi. Árið 2008 er viðbygging tekin í notkun, 57,4 m² og 151,4 m³ sem samanstendur af eldhúsi, holi og anddyri þannig að húseignin er nú samtals 219,4 m² (upplýsingar frá FMR). Áætluð orkunotkun fyrir nýbyggingu af þessari stærð er á bilinu 9 til 10.000 kWst/ári til hit- unar. Samtals því 45 til 46.000 kwst/ári fyrir allt húsið. Fram kemur í grein Garðars Páls í Morgunblaðinu að húsið sé allt ný- uppgert, vel einangrað og gólfhiti í húsinu. Það eitt og sér gefur tilefni til að ætla að orkunotkun ætti að vera töluvert minni en hér er reiknað með eða jafnvel 38.000 til 39.000 kWst/ári. Þarna virðist hafa verið lagt í mikla fjárfestingu til að ná niður orkukostnaði sem ekki kemur fram í minni orkunotkun. Garðar Páll segir: „Síðan við flutt- um hingað í sveitina vorið 2007 hefur rafmagnsreikningurinn hækkað úr þrjátíu og fjögur þús- und í u.þ.b. áttatíu þúsund.“ Ástæðan hlýtur þá að vera önnur en húshitunarkostnaður sem sam- kvæmt ofanskráðu ætti ekki að fara yfir 40.000 kWst/ári og ekki hækka rafmagnsreikninginn meira en 5% að teknu tilliti til þeirra þátta sem hér voru nefndir. Ef gengið er út frá því að hús- hitunin sé 40.000 kWst/ári og það séu 85% af heildarnotkun hljóðar reikningurinn upp á 443.000 kr. eða 37.000 kr./mán. (35.800 kr./ mán. m.v. lægsta mögulega sölu- verð). Garðar Páll nefnir hins veg- ar töluna 80.000 kr./mán. sem seg- ir mér að heildarraforkunotkunin sé um 85.000 kWst/ári sem er langt umfram húshitunarþörfina ef endurbæturnar hafa skilað sér, eins og maður rétt vonar. Þessi umframraforkunotkun hlýtur því að tengjast öðru en húshitun. Hann skyldi þó aldrei vera í bú- skap eða með einhverja atvinnu- starfsemi á jörðinni sem hann nefnir ekki og kemur ekki hús- hitun við? Höfum við efni á að hita upp hús með rafmagni? Eftir Benedikt Guðmundsson »Dreifi- og flutnings- kostnaður hefur hækkað um 90% frá 2007 og raforkusala um 56%. Benedikt Guðmundsson Höfundur er verkefnastjóri hjá Orkustofnun. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ VINNINGASKRÁ 8. útdráttur 25. júní 2015 198 8586 21189 31090 41735 51446 61720 70492 245 9562 21403 31118 42521 51535 62104 70723 532 9760 21591 31488 43050 51637 62342 70822 546 10622 21791 31775 43538 52017 62754 71756 610 10869 21975 31832 44078 52524 62774 72571 749 11442 21988 31903 44825 53938 63095 72698 1024 11537 22208 32247 44913 54140 63458 72845 1028 11709 22485 32626 45024 54197 63665 73333 1445 11715 22638 32831 45454 54708 63710 73383 1548 12296 23047 32863 46102 54743 64240 73424 1645 12380 23483 33784 46217 54851 64249 74045 1728 12445 23560 33948 46548 54906 64364 74319 2236 12634 25310 34058 46593 55652 64543 74321 2252 12786 25581 34075 46772 55885 64688 74457 2473 12960 25684 34672 47055 55929 65029 74541 2594 13096 25730 34808 47492 56114 65349 74667 2626 13482 25818 34916 47770 56667 65636 75079 3247 13544 25881 35079 47824 57061 65711 75429 3312 13934 26065 35737 48079 57823 66090 75699 3442 13973 26164 35898 48293 58206 66374 76190 3965 14033 26367 36183 49482 58936 67353 76274 4090 14202 26797 36471 49527 59087 67802 76819 4168 14401 26895 36589 49610 59107 67845 77318 4658 14975 27273 36872 49716 59440 67919 77908 4678 15075 27292 37058 50044 59777 68354 78006 4706 15915 27883 37545 50200 59864 68620 78089 5316 16227 28758 37847 50261 59996 68634 78827 5368 16768 28876 38260 50353 60217 69013 78902 5372 16888 28982 38327 50494 60244 69041 79461 5576 17086 29175 38949 50505 60267 69057 79626 6481 18451 29177 39971 50521 60525 69314 79630 6975 19158 29798 40149 50656 60811 69591 8084 19357 29897 40936 50701 61335 69699 8234 20615 29997 41104 50723 61381 69769 8307 20729 30483 41134 50826 61405 69833 8571 21036 30917 41223 51014 61421 69930 8577 21067 31047 41606 51194 61479 70275 1261 10252 21066 30811 41340 51990 63185 72099 2060 12492 21905 31862 42401 52011 63605 72886 4013 12776 22281 32342 43934 53419 65192 73751 4279 12845 22629 33119 44520 53785 66282 74146 4294 12890 22681 33234 45793 55640 66544 75855 4687 13195 24051 34932 47609 55643 68309 76250 4886 13367 25571 36484 48719 57758 68554 77476 5203 15034 26585 37493 48807 60741 68559 78705 5735 16701 27824 39605 49026 61454 69800 79129 6506 18302 28159 39728 49603 61783 70410 8818 18497 28565 40541 49823 61934 70519 9459 20368 29424 40623 49965 62797 71202 9901 21009 30522 40988 51894 62984 71474 Næsti útdráttur fer fram 2. júlí 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 14310 18230 51149 62008 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1183 14457 24495 38223 53857 63145 2727 19165 27977 38685 54810 69496 6402 20503 31626 45922 58660 72476 9284 21285 32508 52652 62099 76411 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 1 4 9 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.