Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Tvíburasysturnar Anna Guðrún og Guðrún Elísabet Stefánsdætureru fertugar í dag. Anna Gunna er umferðar- og skipulagsverk-fræðingur hjá Verkís. Maki hennar er Þröstur Þorkelsson, verk- fræðingur hjá Tern Systems, og börn þeirra eru Tinna 13 ára, Þor- steinn 6 ára og Andri sem er nýorðinn eins árs. Anna Gunna stundar tvisvar til þrisvar í viku blak ásamt systur sinni hjá HK. „Svo finnst mér gaman í golfi þótt ég spili það ekki mikið.“ Hún ætlar að halda sig sem mest í bænum í sumar. „Við förum þó eina viku í sumarbústað.“ Gunna Beta er fæðingarorlofi en hefur í tíu ár verið tölvunarfræð- ingur hjá Vodafone og á von á því að snúa aftur til starfa í haust. Maki hennar er Hilmar Veigar Pétursson, tölvunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri CCP. Börn þeirra eru Eva Sólveig 11 ára, Matthías Rökkvi 4 ára og Harpa Dagný nýorðin 1 árs. Gunnu Betu finnst gaman að föndra, býr til sín eigin jólakort og af- mæliskort og svo hefur hún einnig verið í kökuskreytingum. „Við fjöl- skyldan stefnum á að gera eitthvað í sumar en það er ekki búið að bóka neitt. Eina leiðin til að fá Hilmar í frí er að taka hann í frí til útlanda.“ Foreldrar Önnu Gunnu og Gunnu Betu eru Hólmfríður Árnadóttir viðskiptafræðingur og Stefán Pálsson, lögmaður hjá Samgöngustofu. Bróðir þeirra er Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og hálf- systir er Helga Þórdís Guðmundsdóttir organisti. Tvíburasysturnar ætla að halda sameiginlegt afmæli uppi í Skorradal á laugardaginn. Systurnar Gunna Beta og Anna Gunna eftir miðnæturhlaup Suzuki. Halda afmæli í Skorradal á morgun Anna Guðrún og Guðrún Elísabet eru 40 ára A nna María fæddist í Reykjavík 26.6. 1965 og ólst upp í Álfheimum og Goðheimum. Hún var í Vogaskóla, síðar í Lang- holtsskóla til 12 ára aldurs og í Kvennaskólanum á meðan hann var enn grunnskóli: „Við fórum þrjár vin- konur í Kvennó og þar kynntumst við hinum 7 saumaklúbbssystrum okkar sem eru mínar bestu vinkonur. Þetta eru allt skeleggar stelpur sem móta samfélagið hver á sinn hátt. En það fer frekar lítið fyrir handavinnunni.“ Anna María lauk stúdentsprófi frá MS 1985, fór síðan á æskuslóðir föður síns í Vínarborg, bjó þar í eitt ár, lærði þýsku í háskólanum og passaði börn: „Vinkona mín kom líka til Vínar í sömu erindagjörðum og við áttum frábært ár. Ég mæli með því að ungt fólk hleypi heimdraganum og reyni á eigin getu og áræði. Ég hóf svo nám í viðskiptafræði við HÍ 1986 og útskrif- aðist í júní 1990.“ Anna María var í unglingavinn- unni, starfaði hjá SS í Glæsibæ, í fisk- verkun á Kirkjusandi og hjá Bjarna í Brauðbæ frá 16 ára aldri, í sum- arvinnu og með skóla. Hún vann í Seðlabankanum eitt sumar og var síðan flugfreyja hjá Flugleiðum á sumrin á háskólaárunum. Anna María vann hjá Frjálsri fjöl- miðlun við markaðsmál 1991-2000: „Frjáls fjölmiðlun var þá í uppgangi með skemmtilega þróunarvinnu. Hugað var að viðskiptavinum út frá lýðfræðilegum breytum. Ég tók þátt í Anna María Urbancic framkvæmdastjóri – 50 ára Fjölskyldan Á myndinni eru, talið frá vinstri: Finnur og Anna María, Oliver Páll, Viktor Pétur, Ebba Katrín, Árni Grétar og Melkorka Þöll tengdadóttir. Á myndina vantar Gígju Björg, tengdadóttur þeirra Finns og Önnu Maríu. Menningin er auðlind Í gönguferð Eftir göngu á Síldarmannagötu. Skorradalsvatn í baksýn. Reykjanesbær Sigurþór Adrían Haraldsson fæddist 26. júní 2014 kl. 11.24. Hann vó 3.504 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Fanney Guðrún Sigurþórsdóttir og Óskar Haraldsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Glæsileg armbandsúr Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is 29.200 32.500 36.990 27.300 33.800 24.700 39.900 31.500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.