Morgunblaðið - 26.06.2015, Page 27

Morgunblaðið - 26.06.2015, Page 27
stofnun Visis.is, tímaritið Fókus var stofnað og á dagskrá var samruni dagblaða. Ýmsar breytingar á starfs- mannamálum voru í deiglunni og ég var ráðin í nýja stöðu starfsþróunar- stjóra.“ Anna María fór síðan í masters- nám í stjórnun og stefnumótun við HÍ og útskrifaðist í febrúar 2005: „Ég fór aftur af stað haustið 2012 og kláraði fyrri hlutann í master í op- inberri stjórnsýslu. Nú er ég í náms- pásu að skoða næstu námsskref.“ Anna María vann hjá umhverfis- ráðuneytinu 2005-2008: „Stjórnsýsl- an átti vel við mig en mig langaði í bankageirann sem þá var á fljúgandi siglingu. Ég vann hjá Glitni í hálft ár í alþjóðlegri mannauðsdeild þar til nokkuð var ljóst hvert stefndi og al- þjóðadeildin var lögð niður. Haustið 2008 byrjaði ég hjá Listasafni Íslands og er mjög ánægð þar. Við eigum ótrúlegan menningararf og sam- félagið þarf að átta sig á þessum fjár- sjóði. Við eigum að nýta hann betur til þroska og þekkingar fyrir þjóðina og ferðamenn. Við eigum svo margt fleira en fallega náttúru.“ Anna María lærði á píanó í sex ár og var í ballett í nokkur ár: „Eigin- maðurinn semur tónlist og texta og börnin hafa öll lært á hljóðfæri. Það er mikið spilað, hlustað, sungið og farið á tónleika. Við erum veiði- fjölskylda og skíðafólk. Svo erum við FH-ingar. Eiginmaðurinn og börnin hafa öll verið í fótbolta og handbolta og því er vel fylgst með gengi félags- ins. Í sumar verður farið á niðjamót í Austurríki en pabbi á þrjár systur sem búa hver í sínu landinu. Við höld- um niðjamót á fjögurra ára fresti til skiptis á Íslandi, í Austurríki og í Bandaríkjunum. Þá er vel mætt og mikil stemning. Mótin hafa viðhaldið sterkum fjölskylduböndum, þvert á öll landamæri.“ Anna María sat í Unglingaráði FH og var gjaldkeri þess í nokkur ár, sat í Foreldraráði Hafnarfjarðar, í stjórn Foreldrafélags Setbergsskóla, í stjórn Íslensku tónlistar- verðlaunanna og í stjórn Sinfóníu- hljómsveitar Íslands 2007-2014: „Við eigum frábæra Sinfóníuhljómsveit og tónlistarfólk. Það er gott að búa á Ís- landi en okkar frábæra menning er vanmetin og vannýtt auðlind.“ Fjölskylda Eiginmaður Önnu Maríu er Finnur Árnason, f. 12.9. 1961, forstjóri Haga. Foreldrar hans voru Sigríður Oli- versdóttir, f. 18.6. 1935, d. 26.2. 2014, húsfreyja í Hafnarfirði, og Árni Grét- ar Finnsson, f. 3.8. 1934, d. 11.10. 2009, hrl. í Hafnarfirði. Börn Önnu Maríu og Finns eru Árni Grétar, f. 14.5. 1990, meistara- nemi í lögfræði við HÍ, búsettur í Reykjavík en unnusta hans er Mel- korka Þöll Vilhjálmsdóttir, meistara- nemi í lögfræði; Ebba Katrín, f. 7.4. 1992, verkfræðinemi og verðandi leiklistarnemi við LHÍ; Oliver Páll, f. 21.9. 1995, nemi og veiðimeistari, en unnusta hans er Gígja Björg Guð- jónsdóttir framhaldsskólanemi, og Viktor Pétur, f. 26.10. 1999, nemi og snillingur. Systkini Önnu Maríu eru Ásta Me- litta Urbancic, f. 9.10. 1958, landfræð- ingur hjá Hagstofu Íslands í Reykja- vík; Viktor J. Urbancic, f. 24.2. 1961, framkvæmdastjóri Sparibíls í Reykjavík; Linda Katrín Urbancic, f. 21.10. 1966, móttökufulltrúi og versl- unarkona í Reykjavík; Elisabet Sig- ríður Urbancic Lose, f. 1.11. 1972, verkfræðingur í Beirút í Líbanon. Foreldrar Önnu Maríu: Pétur M.P. Urbancic, f. 4.7. 1931, fyrrv. banka- fulltrúi, hljóðfæraleikari, skjalaþýð- andi og leiðsögumaður í Reykjavík, og Ebba Ingibjörg E. Urbancic, f. 10.7. 1933, d. 31.3. 2015, kennari í Reykjavík. Úr frændgarði Önnu Maríu Urbancic Anna María Urbancic Ernst Urbancic læknir í Vín Hilda Urbancic húsfr. í Vín Dr. Victor J. Urbancic hljómsveitarstj. og tónskáld í Vín og í Rvík Dr. Melitta Urbancic myndhöggvari og skáld í Vín og í Rvík Pétur M.P. Urbancic bankafulltr., hljóðfæraleikari, leiðsögum. og skjalaþýð. í Rvík Alfred Grünbaum lögm. í Vín Ilma Grünbaum húsfr. í Vín Sigurgeir Þórðarson sjóm. í Rvík Egill Sigurgeirsson hrl. í Rvík Ásta Jóhanna Dahlmann húsfr. í Rvík Ebba Ingibjörg E. Urbancic kennari í Rvík Jón Dahlmann ljósmyndari í Rvík Ingibjörg Dahlmann húsfr. í Rvík Jón Axel Egilsson kvikmynda- gerðarm. Davíð Þór Jónsson héraðspr. í Austur- landsprófastsdæmi Ásta Melitta Urbancic margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis Sigurður Dahlmann umdæmisstj. Pósts og síma á Ísafirði Jóhanna Dahlmann fyrrv. banka- og skrif- stofum. í Garðabæ Gunnar Karl Guðmundsson fyrrv. forstj. Skeljungs Sigurður Bragi Guðmundsson rallkappi Guðrún Nikulásd. húsfr. í Rvík Sigríður Júlíusd. húsfr. í Rvík Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir prófessor emeritus, fyrrv. sendi- herra og fyrrv. alþk. í Rvík Sigríður Erlendsdóttir bústýra í Rvík Sibyl Urbancic kórstjóri Ruth Ólafsdóttir leikkona í Bandaríkjunum Rudolph Urbancic í Vín Elisabet Urbancic búningahönnuður í Þýskalandi Christoph Waltz leikari og tvöfaldur óskarsverðlaunahafi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Halldóra fæddist á Sandi íAðaldal 26.6. 1905. For-eldrar hennar voru Sigurjón Friðjónsson, bóndi á Litlulaugum, og k.h., Kristín Jónsdóttir. Sigurjón var sonur Friðjóns Jóns- sonar, bónda á Sandi, og k.h., Sigur- bjargar Guðmundsdóttur, en Kristín var dóttir Jóns Ólafssonar, bónda á Rifkelsstöðum í Eyjafirði og k.h., Halldóru Ásmundsdóttur. Bróðir Sigurjóns var Guðmundur Friðjóns- son, skáld frá Sandi. Níu af systkinum Halldóru komust til fullorðinsára en meðal þeirra voru Arnór, skólastjóri Alþýðuskólans á Laugum; Dagur, skólastjóri barna- skólans á Litlulaugum; Fríður, ljós- móðir; Ásrún, hjúkrunarkona í Reykjavík, og Bragi, alþingismaður. Halldóra giftist 1933 Halldóri Víg- lundssyni, síðar vitaverði, en þau slitu sam vistir 1942. Börn þeirra eru Halldór, fyrrv. yfirlæknir á Kristnes- spítala; Svanhildur, fyrrv. starfs- maður BSRB, og Kristín, fyrrv. al- þingiskona. Halldóra þótti rösk til vinnu og náms. Hún lærði við Alþýðuskólann á Laugum 1926-27, stundaði nám í hús- stjórnarfræðum við húsmæðraskól- ann Helsingegården í Svíþjóð 1927- 28, lauk húsmæðrakennaraprófi í Rimforsa 1930 og fór námsferð til Norðurlanda 1950 og tók m.a. þátt í kennaranámskeiði í uppeldis- hagfræði í Uppsölum. Halldóra kenndi við Húsmæðra- skólann á Laugum frá 1930, varð skólastjóri skólans 1946 og gegndi því starfi í 20 ár. Úlfur Bragason, bróðursonur Halldóru, lýsir henni svo í minning- argrein: „Halldóra var fremur hlé- dræg, fámælt og orðvör þótt hún væri alveg feimnislaus og ákveðin í framkomu. Hún var meðalkona á hæð, beinvaxin og grannholda, and- litsdrættirnir skarpir og festa í svipn- um, dökkhærð en hærðist snemma. Hreyfingar hennar voru kvikar og í fullu samræmi við röskleika hennar. Hún var fremur alvörugefin en hress í tali við kunnuga. Ræktarleg var hún við þá sem henni voru hollir og hlý þeim sem henni geðjaðist að.“ Halldóra lést 10.4. 1994. Merkir Íslendingar Halldóra Sigurjónsdóttir 95 ára Rannveig Sigurðardóttir 90 ára Gísli Gíslason 85 ára Jón Sigurðsson Rita Vilh. Þorvaldsson Svala Björgvinsdóttir 80 ára Jensa Kitty Petersen Jóhann Emil Björnsson 75 ára Ingunn Pálsdóttir 70 ára Agnes Jónsdóttir Guðleif Guðlaugsdóttir Jens Guðmundsson Pálmey Ottósdóttir Sigrún Davíðsdóttir Sven Þórarinn Sigurðsson Vilmundur Þór Jónasson 60 ára Einar Þórir Magnússon Guðmundur Gísli Björnsson Inga Mjöll Harðardóttir Kristín Benediktsdóttir Kristín Helgadóttir Lára Marelsdóttir Páll Guðnason Pálmi Jónsson Ragnar Geir Hilmarsson Sigurður Ólafsson Þórður Þórðarson 50 ára Anna Margrét Tómasdóttir Ásdís Gísladóttir Eiður Eiríkur Baldvinsson Emilia Anna Leper Gunnar Páll Kristinsson Hafdís Halldóra Steinarsdóttir Ingibjörg Hólm Einarsdóttir Jón Garðar Hreiðarsson Magnús Halldór Frostason Margrét Þorsteinsdóttir Pálína R. Sigurðardóttir Rúnar Reynisson Sigrún Guðmundsdóttir Sigurður Arnar Árnason Valdimar Jónsson Þröstur Ólafsson Þuríður Saga Guðmundsdóttir 40 ára Ásta Sól Kristjánsdóttir Halla Björg Þórhallsdóttir Jadwiga Zofia Adamczyk Kolbrún Stígsdóttir Sigrún Eiríksdóttir Steingrímur Þór Gunnarsson Steinn Símonarson Vibeke Svala Kristinsdóttir Þórólfur Sveinsson 30 ára Andri Ólafsson Anna Guðrún Hallsdóttir Arna Ómarsdóttir Arnar Már Magnússon Daníel Jón Guðjónsson Elísa Sigríður Guðmundsdóttir Fernando Sazatornil Juarez Guttormur Arnar Ingvason Heiða Lind Baldvinsdóttir Jelena Avramovic Bibic Loic Björn de la Forest Ómar Karl Sigurjónsson Pawel Pierzga Til hamingju með daginn 30 ára Sólrún ólst upp í Boston, býr í Hafnarfirði og stundar nám í sál- fræði. Maki: Ólafur Már Jóns- son, f. 1985, útsendinga- stjóri hjá RÚV. Börn: Jón Þór, f. 2008; Súsan Klara, f. 2010, og Sonja Lillý, f. 2013. Foreldrar: Hafþór Ingv- arsson, f. 1957, safnstjóri við Listasafn Reykjavíkur, og Sarah Brownsberges, f. 1959, rithöfundur. Sólrún Hafþórsdóttir 30 ára Hanna Guðný ólst upp í Vogum, býr í Kópa- vogi, er veitingastjóri á Nam og söngkona. Maki: Roland Þór Fair- weather, f. 1981, véla- og orkutæknifræðingur og málari. Börn: Emma Lind, f. 2009; Emilía, f. 2012, og Natan Myrkvi, f. 2013. Foreldrar: Hallgrímur Kristinn Hilmarsson, f. 1954, og Sólveig Guðna- dóttir, f. 1964. Hanna Guðný Fairweather 30 ára Kolfinna ólst upp í Breiðholtinu, býr í Kópa- vogi, lauk BS-prófi í ferða- málafræði og markaðs- fræði frá HÍ og er hótel- stjóri á Center Hotels Arnarhvoli. Börn: Tristan, f. 2009, og Amelía, f. 2011. Foreldrar: Hildur Ingv- arsdóttir, f. 1960, banka- starfsmaður, og Arn- grímur Jónsson, f. 1957, sjómaður. Þau búa í Kópavogi. Kolfinna Birgisdóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.