Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þarna er farið í gegnum Íslandssög- una frá landnámi til nútímans með sérstaka áherslu á Eyfirðinga. Titill verksins vísar til Grímeyjar á norð- urheimskautsbaug, því Grímsey er hluti af Ak- ureyri,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, höf- undur einleiksins Let’s talk Arctic sem frumsýndur verður í Hofi í kvöld kl. 20. Leik- stjóri sýning- arinnar er Jón Páll Eyjólfsson en Benedikt Karl Gröndal fer með öll hlutverkin. „Benedikt bregður sér í allra kvik- inda líki og leikur bæði menn og dýr, því hann skellir sér í smástund í hlut- verk svíns. Hann leikur bæði Íslend- inga og útlendinga, því bæði Dana- konungur og Noregskonungur koma mikið við sögu í forsögu okkar, þann- ig að hann þarf að setja upp kórónu nokkrum sinnum,“ segir Anna Berg- ljót, en meðal annarra lykilpersóna verksins eru Jón Sigurðsson, Þórunn hyrna og Helgi magri. „Við leikum okkur með þá hugmynd að Helgi hafi flúið foreldra sína og farið til Íslands vegna uppnefnisins sem þau gáfu honum,“ segir Anna Bergljót og við- urkennir fúslega að hún leyfi sér að fara býsna frjálslega með söguna og skálda í eyðurnar, þó engu sé beinlín- is logið. „Í upphafi verksins tökum við skýrt fram að allt sem fyrir augu beri sé satt eða a.m.k. ekki lygi. Við erum því ekki að ljúga neinu þó við skreytum söguna örlítið!“ Varð óvart leikskáld Spurð hvort sýningin sé aðeins ætluð útlendingum í ljósi þess að hún sé leikin á ensku svarar Anna Berg- ljót því neitandi. „Ég held að heima- menn hafi mjög gaman af því að heyra söguna sína í nýjum búningi. Sýningin er fyrir alla sem skilja ensku, hvort heldur það eru Íslend- ingar eða útlendingar.“ Aðspurð segist Anna Bergljót ekki hafa nákvæma tölu á þeim leik- verkum sem hún hafi skrifað í gegn- um tíðina. „Let’s talk Arctic er þriðja leikritið sem ég skrifa á ensku í Let’s talk-seríunni. Litla gula hænan, sem leikhópurinn Lotta sýnir um þessar mundir, er fimmta leikritið sem ég skrifa fyrir Lottu og þess utan hef ég skrifað fjöldann allan af styttri verk- um fyrir leikskóla,“ segir Anna Berg- ljót og ljóstrar því upp að hún hafi eiginlega óvart orðið leikskáld. „Mjallhvít, sem Lotta setti upp sum- arið 2011, var fyrsta leikritið sem ég skrifaði ein. Ætlunin var að skrifa það í samvinnu við annan mann, en fyrr en varði var ég búin með allt handritið,“ segir Anna Bergljót og rifjar upp að hún hafi þó byrjað snemma að skrifa. „Ég var ekki nema sex ára þegar ég byrjaði að skrifa bækur fyrir sjálfa mig.“ Þess má að lokum geta að Let’s talk Arctic verður sýnt í sumar alla þriðju-, miðviku- og fimmtudaga kl. 14 og á föstu- og laugardögum kl. 20. Fjölhæfur Benedikt Karl Gröndal. „Skreytum söguna örlítið!“  Let’s talk Arctic frumsýnt í Hofi Anna Bergljót Thorarensen Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Fyrsta ástin var í raun myndavélin og ljósmyndir,“ segir Dagur Gunn- arsson, ljósmyndari, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður, en hann opnar í dag sýninguna Á förnum vegi í Kubbnum, sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Þar mun hann sýna portrettljósmyndir af fólki sem hefur orðið á vegi hans. Tilfinningaþrungið verk „Ég hef mestan áhuga á fólki. Ég tek mikið viðtöl við fólk og bý til að mynda til eins konar portrett af því í útvarpinu. Verkefnið Á förnum vegi byrjaði sem einhvers konar dagbók, ég tók myndir af fólki sem ég rakst á eins oft og ég mögulega gat og setti í möppu á facebook. Þegar ég var kominn upp í fimm hundruð port- rettmyndir lokaði ég þeirri möppu en hef haldið verkefninu áfram. Nú, fimm árum síðar, fékk ég myndlist- armanninn og grafíska hönnuðinn Harra Gylfason til að vera sýning- arstjóri þessarar sýningar. Hann valdi úr og setti saman sýninguna. Hann kom inn með svolítið aðra sýn í þetta og valdi til að mynda ljós- myndir sem ég hefði ekki valið; myndir sem eru kannski ekki tæknilega fullkomnar en hafa ein- hverja ákveðna tilfinningu sem hann sá. Hann fékk því frjálsar hendur og úr varð hálftíma skyggnulýsing,“ segir Dagur. Þess má geta að frumsamin tónlist Jó- hanns Jóhannssonar verður spiluð undir verkinu en Dagur segir verk- ið nokkuð tilfinningaþrungið. „Þetta eru allt svarthvítar mynd- ir. Þessi andlit eru víða að, ég hef ferðast svolítið um heiminn. Þarna eru einnig kunnugleg andlit við- mælenda minna úr útvarpinu auk fjölmiðlafólks sem hefur lent fyrir linsunni hjá mér,“ segir hann og bætir við að auk þess sé fjöldinn allur af fólki sem hann hefur ein- faldlega rekist á úti á götu. Ljósmyndunin er kjölfesta Sýningin sem verður opnuð í dag er aðeins fyrri hluti sýningarinnar Á förnum vegi en eftir um það bil þrjár vikur verður síðari hlutinn opnaður í sal, á jarðhæð sama húss, sem tilheyrir Borgarbókasafni. Þá segir Dagur portrettmyndir einkar heillandi auk þess sem þær liggi vel fyrir sér. „Sumir myndast auðveldlega og einfaldlega, aðrir eru tregir til að láta mynda sig. Það er áskorun sem ég hef gaman af, það er að segja að ná góðri mynd af fólki sem segist ekki myndast vel. Það er bara þetta blik í auganu sem skiptir öllu máli,“ segir Dagur en eins og áður segir hefur hann starfað við ýmislegt annað en ljósmyndun í gegnum tíð- ina. „Ég sökkti mér í ljósmyndun sem unglingur. Síðan hafa komið aðrir hlutir eins og lífsbaráttan og önnur áhugamál. Þegar ég fór að vinna sem ljósmyndari fóru einnig að koma upp beiðnir um texta með, ég fór þá smám saman að skrifa meira. Það er togað í mann úr ýmsum átt- um. Ljósmyndunin er þó kjölfestan í mínu lífi fyrir utan eiginkonu og barn,“ segir hann að lokum en þess skal getið að sýningin Á förnum vegi mun standa til 13. september. Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Portrett Ingunn Ásdísardóttir er meðal þeirra sem hafa setið fyrir hjá Degi. Blik í auga skiptir mestu  Ljósmyndasýningin Á förnum vegi opnuð í Kubbnum í dag  Portrettmyndum Dags verður gert hátt undir höfði Dagur Gunnarsson Stjórn Bandalags íslenskra lista- manna, BÍL, hefur sent mennta- og menningar- málaráðherra, Ill- uga Gunnarssyni, og utanrík- isráðherra, Gunn- ari Braga Sveins- syni, ályktun þar sem þeir eru hvatt- ir til að bregðast við lokun íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum. Í ályktuninni er talað um nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld bregðist við og fái skálann opnaðan á ný hið allra fyrsta. Þar segir meðal annars: „Stjórn BÍL telur að lögreglu- yfirvöld í Feneyjum hafi farið út fyr- ir valdsvið sitt þegar skálanum var lokað og að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðist við til að fá skálann opn- aðan að nýju. Þar þarf að koma til sameiginlegt átak utanríkisráð- herra, Gunnars Braga Sveinssonar, og mennta- og menningarmála- ráðherra, Illuga Gunnarssonar, enda varðar málið samskipti milli ríkja og því nauðsynlegt að utan- ríkisráðuneytið beiti sér í málinu.“ Vegið sé að tjáningarfrelsi lista- mannsins Christophs Büchel og í ljósi þess að tjáningarfrelsið er verndað samkvæmt stjórnarskrá og í alþjóðlegum mannréttinda- samningum, sé það hlutverk ís- lenskra stjórnvalda að bregðast við þegar að því sé vegið. BÍL ályktar um Feneyjaskálann Úr íslenska sýn- ingarskálanum. Sumarheftið 2015 komið út Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og menningu — hefur nú komið út í tíu ár í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári — vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr. Áskriftarsími: 698-9140. Ugla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.