Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Þriðjungur úrgangs Landspítalans fer til endurvinnslu, en sá áfangi náðist nú í maí síðastliðnum. Jafn- gildir það um 25 tonnum á mánuði, eða um 300 tonnum á ári, og munar um minna að því er kemur fram á heimasíðu sjúkrahússins. „Þetta er einn stærsti vinnu- staður landsins, hefur mikil áhrif út í samfélagið og við viljum vera til fyrirmyndar í þessum málum,“ seg- ir Hulda Steingrímsdóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og sam- göngumála hjá Landspítala. Landspítali heldur utan um tölur sem tengjast umhverfisþáttum í grænu bókhaldi, þar sem unnið er að því að auka flokkun úrgangs, draga úr notkun á einnota vörum, minnka matarsóun og auka vistvæn innkaup ásamt því að hvetja starfs- menn til að nota vist- og heilsu- væna ferðamáta til og frá vinnu. Markmiðinu náð Sjúkrahúsið hafði það að mark- miði á grundvelli umhverfisstefnu sinnar, sem samþykkt var árið 2012, að ná að flokka 30% af úr- gangi spítalans. Til samanburðar var endurvinnsluhlutfall 15% árið 2012. „Mikill áhugi og skilningur var á meðal starfsmanna spítalans á mikilvægi þess að flokka sem mest þann úrgang sem til fellur á þess- um stærsta vinnustað landsins,“ segir Hulda, en mikil vinna fór í undirbúning til að auðvelda starfs- mönnum að ná tökum á flokkuninni hratt og örugglega. Vitundarvakning „Fyrirtæki eru almennt að ná góðum árangri í flokkun úrgangs og sýna í senn samfélagslega ábyrgð á umhverfinu,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri um- hverfis- og fræðslusviðs hjá Sorpu. „Það hefur þó tekið sinn tíma að koma þessari vitundarvakningu af stað, þannig að fyirtækjunum verði ljós ávinningurinn af því að flokka og setja í endurvinnslu,“ segir hún. Það er einnig ódýrara að losa flokkaðan úrgang og er ávinningur- inn því aðallega fjárhagslegur. Sorpa innheimtir lægra gjald fyr- ir losun á flokkuðum úrgangi sam- kvæmt gjaldskrá sem gefin er út ár hvert. „Blandaður úrgangur er dýr- asti úrgangsflokkurinn, en þá þarf að greiða um 20 krónur á kílóið.“ laufey@mbl.is 30% úrgangs Landspítala fara í endurvinnslu  Markmiðum umhverfisstefnu náð  Grænt bókhald til að auka flokkun Morgunblaðið/Ómar Spítali Einn stærsti vinnustaður landsins flokkar vel úrgang. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Sumarskór í úrvali! Sandalar, strigaskór og ballerínuskór St. 36–42,5 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Bolir 4.900 kr. 40–56Str: Fleiri litir · Opið kl. 10–15 í dag · gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Laugavegi 63 • S: 551 4422 GERRYWEBER - TAIFUN SUMAR- SALAN HAFIN 20-30% AFSL Húsið Vindhæli, sem stóð við Vesturgötu á Akranesi, er á leið til nýrra heimkynna. Það er raunar komið langleiðina en á eftir nokkur hundruð metra. Vindhæli er reisulegt hús, byggt á Vesturgötu 51 á Akranesi af Jóni Sigurðssyni smið úr tilhöggnum viði frá Noregi. Jón var fyrsti eigandi hússins og þekktur smiður á Akra- nesi. Svipuð hús standa í fjölda byggðarlaga hér á landi. Jón Friðrik Jónsson á Hvítár- bakka keypti húsið og flutti að Hvít- árbakka á síðasta ári. Hann er nú að steypa sökkla og á eftir að steypa upp eina hæð, í skógarlundi á eignar- landi sínu á Hvítárbakka sem kallað er Vindheimar. Þar ætlar hann að setja húsið upp í sumar og búa í því. „Þetta er fínasta hús. Það voru slæmar minningar sem tengdust því á Akranesi síðustu árin og allir vildu það í burtu en hér mun það sóma sér vel,“ segir Jón Friðrik. Húsið stóð í rúm 100 ár á Akranesi og getur átt eftir mörg góð ár á Hvítárbakka. Íbúðarhús hefur ekki áður verið á þeim hluta Hvítárbakkajarðarinnar sem Magnús Guðmundsson, föður- bróðir Jóns Friðriks, nefndi Vind- heima. Afi Jóns Friðriks, Guðmund- ur Jónsson bóndi á Hvítárbakka, og síðar Magnús sonur hans plöntuðu trjánum í lundinum. helgi@mbl.is Vindhæli á Akranesi flyst í Vindheima í sveitinni  Sögufrægu húsi komið fyrir í fal- legum trjálundi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hvíld Ríflega hundrað ára gamalt hús hefur viðdvöl við Hvítárbakkaveg þar til grunnur þess verður tilbúinn í trjálundi í Vindheimum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er vegna þess að ekki hafa verið gerðar endurbætur á veginum og hann hefur versnað ef eitthvað er. Vegurinn er bara heflaður einu sinni á ári og oft illa,“ segir Jón Friðrik Jóns- son á Hvítárbakka. Hann hefur lengi varað við hættu á Hvítárbakkavegi vegna lélegs slitlags. Fyrir mörgum árum setti Jón Frið- rik upp skilti við veginn með svofelld- um skilaboðum: „Vegna viljaleysis og fjárskorts hefur Vegagerð ríkisins ekki getað viðhaldið Hvítárbakkavegi 513 (514) seinustu áratugi og er það verkefni ekki á áætlun næstu ára. Þess vegna eru vegfarendur beðnir að fara varlega til að lágmarka það tjón sem verða kann á ökutækjum (á veg- slóðanum).“ Skiltið var sett upp í kjöl- far þess að lögð var klæðing á veginn heim að Bæ og býlum á þeim afleggj- ara en Hvítárbakkavegur, sem var mest notaði vegurinn á þessum slóð- um, var skilinn eftir. Þessi skilaboð Jóns Friðriks hafa vonandi skilað sér til vegfarenda en vegagerðarmenn hafa ekki tekið mark á þeim. Vegurinn liggur heim að þremur bæjum, auk Hvítárbakka. Að vísu hefur íbúum fækkað mjög en þó eru tvö gistiheimili rekin á Hvít- árbakka og jörðin er nytjuð og bú- skapur er í Stafholtsey. Hann gerir þá kröfu að lagt verði malarslitlag á veginn. Mölin úr Hvítá sem á að vera slitlagið er fljót að spænast upp eftir að heflað er og lausamölin skapar hættu fyrir öku- menn sem eru óvanir að aka við slík- ar aðstæður og grjótið getur skemmt bíla. Mótmæli vegna vegar hafa ekki borið árangur  Einn af eigendum Hvítárbakka varar við slæmum vegi Varúð Aðvörun Jóns Friðriks hefur ekki náð til vegagerðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.