Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015
Verslunareigendur!
Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is
Ítalskir pappírspokar
í úrvali
Flottar lausnir
til innpökkunar
allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja
Stórmeistarinn Hannes Hlíf-ar Stefánsson vann glæsi-legan sigur á opna skák-mótinu í Treplica í
Tékklandi, sem lauk um síðustu
helgi. Hannes kom fyrstur í mark
ásamt Ísraelsmanninum Evgení
Postny en báðir hlutu þeir 7 ½ vinn-
ing af níu mögulegum. Hannesar var
úrskurðaður sigurvegari mótsins
eftir stigaútreikning. Árangur hans
reiknast upp á 2687 elo-stig og
hækkar hann um 13 elo-stig fyrir
frammistöðu sína. Hannes tefldi síð-
ast í landsliðsflokki á Skákþingi Ís-
lands og varð þar í 3. sæti. Mönnum
fannst vanta einhvern kraft í tafl-
mennsku hans þar, sem skýrist
kannski af því að hann hefur unnið
Íslandsmótið oftar en nokkur annar.
Í Treplica var þessu öðruvísi farið og
tefldi Hannes af miklum þrótti.
Keppendur voru alls 165 talsins og
var Hannes sá fimmti í styrk-
leikaröðinni.
Lenka Ptacnikova var einnig með-
al þátttakenda og varð hún í 57. sæti
með 5 vinninga.
Góður endasprettur lagði grunn-
inn að árangri Hannesar sem vann
tvær síðustu skákir sínar á sannfær-
andi hátt. Hann var einnig sterkur
um miðbik mótsins og vann þá Pól-
verjann Lukacz í eftirfarandi við-
ureign:
Treplica 2015; 5. umferð
Butkiewicz Lukacz – Hannes
Hlífar Stefánsson
Skoskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7.
De2 Rd5 8. c4 Ba6 9. b3 g6 10. f4
Þó að Kasparov hafi teflt svona í
árdaga þessa afbrigðis og unnið höf-
uðandstæðing sinn Karpov í Tilburg
1991 er leikurinn talinn fremur slak-
ur og að betra sé 10. g3 eða 10. Bb2.
Karpov lék nú 10. … f6 en Hannes
hefur annað í huga.
10. … d6! 11. g3
11. exd6 er hæpið vegna 11. …
Dxe2+ 12. Kxe2 Bg7 og hrókurinn á
a1 fellur.
11. … dxe5 12. Ba3 Rb4 13. fxe5
Bg7 14. Rc3 O-O 15. O-O-O Rd3+!
Öflugur leikur. Hvítur má alls ekki
við því að missa svartreita bisk-
upinn.
16. Hxd3 Dxa3 17. Kc2 Hae8 18.
He3 Bh6! 19. Bh3
Eftir byrjun sem ekki hefur geng-
ið upp er hvítur í vandræðum með
hrókinn sem getur sig hvergi hrært
vegna … Dc1+. Hann á einhverja
möguleika eftir 19. … Bxe3 20. Dxe3
vegna veikleika á svörtu reitunum,
einkum þó f6-reitnum.
19. … Bxc4!
Slagkraftur mikill.
20. bxc4 Hb8! 21. Hb1 Hxb1 22.
Kxb1 Hb8+ 23. Kc2 Hb2+ 24. Kd3
Hxe2 25. Hxe2 Bg7 26. Bg2 Dc5 27.
Ra4 Dg1 28. Bxc6 Db1+ 29. Kc3
Dd1 30. Hd2 Bxe5+ 31. Kd3 Db1+
32. Ke2 Dg1
- og hvítur gafst upp.
Magnús Carlsen með neðstu
mönnum
Tap Magnúsar Carlsen í fyrstu
umferð norska skákmótsins sem
lauk í Stavangri á fimmtudaginn og
birt var í síðasta pistli átti eftir að
draga dilk á eftir sér. Heimsmeist-
arinn var óvenju lengi að hrista
ólundina úr sér; eftir fjórar umferð-
ir sat hann í neðsta sæti með ½
vinning. Hann náði aftur vopnum
sínum og virtist ætla að enda mótið
á sómasamlegan hátt en í loka-
umferðinni tefldi hann hörmulega
illa gegn vini sínum og aðstoðar-
manni, Jon Ludwig Hammer, og
tapaði. Sigurvegarinn Topalov fékk
vind í seglin í byrjun og fylgdi því
eftir með frábærri taflmennsku.
Lokastaðan: 1. Topalov 6 ½ v.
2.- 3. Anand og Nakamura 6 v.
4. Giri 5 ½ v. 5.- 6. Crauana og
Vachier-Lagrave 4 v. 7.- 8. Carlsen
og Grischuk 3 ½ v. 9.-10. Hammer
og Aronjan 3 v.
Við lauslega athugun finnast ekki
önnur dæmi um að ríkjandi og ótví-
ræður heimsmeistari hafi fengið
lægra en 50% vinningshlutfall á
móti sem þessu.
Hannes Hlífar vann
opna mótið í Treplica
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Nýlegur dómur ÍSÍ í
lyfjamáli þar sem við-
urlög/óhlutgengi við
steraneyslu eru eins og
kvefmeðal hafi verið
tekið óvart, hefur vakið
umtal sem fyrr. Ríkið
veitir ÍSÍ 11,6 milljónir
ári til lyfjaeftirlits og er
það tilefni til að fara yf-
ir sögu lyfjaeftirlits á
Íslandi
Eftirlit og viðurlög við töku „ár-
angursbætandi lyfja“ í íþróttum hóf-
ust 1967 eftir dauðsföll íþróttamanna
sem höfðu tekið lyf í margföldum
meðferðarskömmtun. Alþjóðaólymp-
íunefndin (AÓN) skilgreindi upp-
haflega bönnuðu lyfin vegna þekktrar
misnotkunar og áhrifa, en síðar
Heimsstofnun gegn lyfjamisnotkun
WADA. Nánast öll lyf á bannlist-
anum eru nauðsynleg lyf við skil-
greindum sjúkdómum svo sem
hjartalyf, insúlín, astmalyf, sterar
bæði nýrnahettu og kynhormóna,
jafnvel amfetamín. Lyfin geta verið
íþróttamanni nauðsynleg og eru leyfð
ef réttmætar forsendur eru við-
urkenndar. Undanþágubeiðni er send
til viðkomandi læknanefndar með ít-
arlegum upplýsingum. Mikil sérhæfð
vinna er í þessu mati hjá lækna-
nefndum. Undirritaður fjallaði um
meira en 1200 umsóknir á 12 ára
tímabili í Læknanefnd Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins (IAAF).
Taka árangursbætandi lyfja á
bannlista getur verið íþróttamanni
hættuleg en er fyrst og fremst svindl
gagnvart öðrum keppendum og því
refsiverð. Fundur lyfs í sýni án fyr-
irfram samþykkis er brot, hvort sem
eru hjartalyf, insúlín, astmalyf eða
sterar. Afsakanir svo sem; „tók
óvart“, „gleymdi að ég væri á lyfinu“,
eru útslitnar skýringar, sem auðtrúa
eða hliðhollir dómendur nota enn til
refsiminnkunar eða sýknunar. Meist-
ara- og bikartitlar hafa unnist þannig.
Lyfjaeftirlit hófst hér á landi árið
1982 með samningi milli Íþrótta-
sambanda Norðurlanda og voru regl-
urnar þá þær ströngustu í heiminum.
Lyfjamisnotkun í einni einstakri
íþróttagrein olli útilokun í öllum
greinum íþrótta á Norðurlöndum.
Lyfjaeftirlit fór fram
átakalaust þar til ein-
staklingur í félagsliði
forseta ÍSÍ fannst já-
kvæður og varðaði
tveggja ára banni og
tapi meistaratitils. Þá
varð bókstaflega allt
vitlaust. Forseta fannst
að viðkomandi ein-
stakling ætti ekki að
kæra, studdur af nokkr-
um stjórnarmönnum
ÍSÍ, formanni viðkom-
andi sérsambands og
síðast en ekki síst tengdaföður og for-
stjóra fyrirtækis sem mikið bar á og
ætlaði að greina og lækna alla sjúk-
dóma og gera alla ríka!
Skriflegt álit Alþjóða
ólympíunefndarinnar (AÓN) og við-
komandi alþjóðasérsambands voru
virt að vettugi en málatilbúnaður fyr-
irtækis tengdaföðurins réð. Skjald-
armerki fyrirtækisins á málskjölum
vó þyngra en Ólympíuhringirnir. Orð
undirritaðs sem var stjórnarmaður
ÍSÍ, formaður Heilbrigðis(og lyfja)
ráðs ÍSÍ, hafði setið mörg lækna- og
lyfjaþing AÓN, var í læknanefnd Al-
þjóðafrjálsíþróttasambandsins (IA-
AF), fyrirlesari á námskeiðum IAAF
um lyfjamál, höfundur greina í bók
IAAF um íþróttalæknisfræði og
tímariti þess um lyfjamál, þýðandi
lyfjareglna, hafði margoft skipulagt
læknaþjónustu og lyfjaeftirlit á al-
þjóðamótum og heimsmeistara-
mótum, þ. á m. í handbolta hér á landi
og smáþjóðaleikum hér 1997, sam-
tímis formaður laganefnda ÍSÍ, FRÍ
og FSÍ, voru aukaatriði í málinu og
varaforseti taldi hann sýna vanþekk-
ingu!
Niðurstaða var algjör sýknun.
Svindl gerist ekki stærra. Á sama
tíma leyfðist erlendum leikmönnum í
leikbanni vegna töku ólöglegra lyfja
að koma hingað til keppni með ís-
lenskum liðum.
Hjá AÓN og alþjóðasérsambönd-
um eru lyfjamál og heilbrigðismál hjá
einni nefnd til heildaryfirsýnar og eft-
irlits. Eftir ofanskráð atvik var þessu
starfi skipt í þrjá hópa án nokkurs
samráðs við reyndustu aðilana. Þetta
var sennilega gert til að auðvelda
íhlutun!
Tveir reyndustu læknar íþrótta-
hreyfingarinnar í heilbrigðis- og
lyfjamálum töldu sig þá knúna til að
segja af sér. Eftir sat hlýðin stjórn og
lyfjanefnd, sem tók við fyrirmælum
um hverjum ætti að leyfa svindl og
hverjum ekki. Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur
síðan ekki verið marktækt.
Árið 1992 kallaði Gísli Halldórsson,
forseti Ólympíunefndar Íslands, okk-
ur Sigurjón Sigurðsson á sinn fund og
bað okkur að hefja námskeiðahald
um íþróttalæknisfræði að hvatningu
og með styrk frá AÓN. Námskeiðið
átti að standa í þrjá daga með einum
erlendum fyrirlesara en annars stað-
armönnum. Þessi námskeið voru
haldin fimm sinnum á tveggja ára
fresti eða í 10 ár og voru sótt af um
400 manns – læknum, sjúkraþjálf-
urum og þjálfurum. Á þeim var m.a.
fjallað um forskoðun ungra íþrótta-
manna, helstu slys, meðferð, end-
urhæfingu, þjálfun, næringarfræði,
lyfjamál o.fl. Þessu sjálfboðastarfi
lauk með brotthvarfi okkar tveggja.
Slík fræðsla um heilsuvernd íþrótta-
manna hefur ekki verið síðan.
Arfleifð forsetans og forstjórans er
því nokkur.
Stjórnvöld eru endanlega ábyrg
fyrir lyfjaeftirliti. Frá þessu of-
annefnda atviki ætti ÍSÍ að hafa feng-
ið hátt á annað hundrað milljónir
króna frá skattborgurum til lyfjaeft-
irlits. Það hlýtur að vera kominn tími
til að kanna hvernig þessu fé hefur
verið varið, hversu margir hafa ekki
verið prófaðir, ekki kærðir eða ekki
dæmdir.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI,
hefur hafið rannsókn á spillingu og
fjármálum Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins FIFA. Væri ekki hægt
að biðja þá að líta við í Laug-
ardalnum?
Lyfjaspilling ÍSÍ?
Eftir Birgi
Guðjónsson »Dómar ÍSÍ í lyfja-
málum hafa þótt
undarlegir. Tugir millj-
óna af skattfé hafa verið
veittir til lyfjaeftirlits.
Endurskoðun hlýtur að
vera nauðsynleg.
Birgir Guðjónsson
Höfundur er sérfræðingur í lyflækn-
ingum og meltingarsjúkdómum og
hefur starfað í íþróttahreyfingunni í
um 60 ár.
Eftir að hafa horft á kjánalegar en
sjálfsagt dýrar auglýsingar Pósts-
ins í sjónvarpinu um árabil eru
væntingar til þessarar mikilvægu
stofnunar ekki miklar en þó tók
steininn úr þegar nýlega fréttist að
póstur hefði fundizt í kirkjugarði!
Ég hef nokkrum sinnum áður
lent í vandræðum með biðpóst, sem
hafði verið blandað saman við póst
annarra manna, en þetta hefur
yfirleitt verið leiðrétt með aðstoð
lipurs starfsfólks. Síðasta uppá-
koman með biðpóstinn er sú að
mikilvægur póstur skilaði sér ekki
þrátt fyrir ítrekaðar hringingar til
sendanda og Póstsins. Hringt var í
Póstinn aftur vegna þess að ég
hafði verið með biðpóst í aprílmán-
uði (21.-29.) og eitthvað gæti hafa
ruglazt við skráningu, en því var
algjörlega hafnað af Póstinum.
Fékk ég reyndar ekki allan bið-
póstinn 30. apríl eins og seinna
kom í ljós!
Nú hringir Pósturinn 11. júní og
tilkynnir að allar sendingar séu
loksins fundnar! Mistök höfðu
gerzt og biðpóstur verið skráður
hjá mér til 29. apríl 2016, en ekki
2015 eins og segir á kvittunni!
Er þetta boðlegt í nútíma þjóð-
félagi?
Steinar B. Jakobsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Er Póstinum treystandi?
Póstflokkun Mikilvægt er að pósturinn
skili sér til viðtakenda.
Morgunblaðið/Ásdís