Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 178. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Sjö Kaupþingsmenn sakfelldir 2. „Þau stunduðu kynlíf 4 sinnum í viku“ 3. Að minnsta kosti 27 látnir 4. Ásdís Rán kosin kynþokkafyllst…  Fley tríó, tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar, heldur tónleika í dag kl. 15 á Jómfrúartorgi veitingastað- arins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Auk Egils skipa tríóið Gunnar Hrafns- son á kontrabassa og Kjartan Guðna- son á trommur og sérstakur gestur verður sonur Egils, söngvarinn Högni Egilsson, sem þekktastur er sem liðs- maður hljómsveitanna Hjaltalín og Gus Gus. Högni mun syngja klass- ískar djassperlur, m.a. eftir Billy Strayhorn og Duke Ellington. Morgunblaðið/Eggert Feðgarnir Högni og Egill á Jómfrúnni  Helena Guttormsdóttir myndlistar- maður stýrir tveimur listasmiðjum á lóð Listasafns Árnesinga í dag kl. 10- 12 og 14-16. Þátttaka er ókeypis og eru smiðjurnar hugsaðar fyrir börn á öllum aldri og gjarnan fjölskyldur þar sem unnið verður með efnivið sem er á staðnum og fenginn úr náttúrunni í og við Hveragerði. Á morgun kl. 15 mun Inga Jóns- dóttir safnstjóri ganga með gestum um sýningarnar Geymar og Flassbakk þar sem sjá má hvernig Sirra Sigrún Sigurðardóttir veltir fyrir sér ólíkum viðfangsefnum sem snerta mannlega tilvist og þróar verk sín út frá því. Á sýningunni Flassbakk fékk Sirra að velja saman verk úr safneign Lista- safns Árnesinga, sem kalla fram endurminn- ingar frá Selfossi þar sem hún ólst upp og safnið var fyrst stað- sett ásamt Byggðasafni Árnesinga og nátt- úrugripadeild þess. Smiðjur og leiðsögn í Listasafni Árnesinga FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-10 m/s en 13-18 syðst. Yfirleitt bjart veður nyrðra og vestra en súld eða rigning um landið suðaustanvert. Hiti 8 til 20 stig. Á sunnudag Austan og norðaustan 5-10 m/s en 10-15 með suðausturströndinni og allra syðst á landinu. Bjart með köflum á Vestur- og Norðurlandi og hiti 12-19 stig en rigning eða súld suðaustan- og austantil og hiti 8-12 stig. Á mánudag Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðri suðvestan- og vestanlands, annars skýjað og rigning með köflum eystra. „Á Íslandi endurheimti ég ástríðuna fyr- ir fótboltanum. Þegar ég kom þangað var ég ekki viss hvort ég vildi leggja fót- boltann fyrir mig eða ekki, svo ég þurfti hálfpartinn að finna sjálfan mig. Ég gerði það svo sannarlega og ég hugsa alltaf um dvölina á Íslandi sem eina af mínum bestu stundum,“ segir danski knattspyrnumaðurinn Alexander Scholz í viðtali við Morgunblaðið. »4 Ég endurheimti ástríðuna á Íslandi Eftir þrjá tapleiki á heima- velli í röð innbyrtu Fylkis- menn loks sigur þegar þeir lögðu Víkinga, 1:0, í fyrsta leik 10. umferðar í Pepsi- deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Allt stefndi í markalaust jafntefli en í uppbótartíma skoraði varamaðurinn Ásgeir Örn Arnþórs- son sigurmark leiks- ins. »3 Dýrmæt þrjú stig í safnið hjá Fylki Japan er með skemmtilegasta liðið á heimsmeistaramóti kvenna í fót- bolta. Ástralir hafa ekki látið mikið fara fyrir sér. Kanada og England eru með keimlík lið sem spila einfaldan fótbolta. Edda Garðars- dóttir spáir í spilin fyrir tvo seinni leikina í átta liða úrslit- unum sem fram fara í Kanada í kvöld. »2 Japan er með skemmti- legasta liðið á HM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hvað haft er í öndvegi í hverju byggðasafni ræðst mikið af stað- háttum í hverri byggð og svo áhuga- sviði þeirra sem munum safna og halda sögunni til haga,“ segir Inga Hlín Valdimarsdóttir. Nú á vordögum tók Inga Hlín við forstöðu Minjasafns Egils Ólafs- sonar á Hnjóti í Örlygshöfn við Pat- reksfjörð. Starfsemin þar er reist á gömlum merg; starfi Egils sem fæddist 1925 og lést 1999. Aðeins tólf ára gamall fór hann að safna gömlum og góðum gripum, sem urðu efniviðurinn í því merkilega safni sem hann kom upp. Dhoon og Sargon „Hér er því sögð saga héraðsins en ekki síður endurspeglar þetta hugmyndir Egils, sem sjálfur setti safnið upp. Því er mikilvægt að það fái að halda sínum svip, þó svo að ný- ir þættir bætist við starfsemina hér,“ segir Inga Hlín. Hún er forn- leifafræðingur að mennt og stundar nú meistaranám í safnafræðum við Háskóla Íslands. Þau Óskar Leifur Arnarsson, sambýlismaður hennar, sem einnig er fornleifafræðingur, hikuðu því ekki þegar starf safn- varðar á Hnjóti var auglýst. Sögulegir atburðir urðu fyrir vestan í desember 1947 þegar breski togarinn Dhoon strandaði undir Látrabjargi. Mönnum á svæðinu tókst að bjarga meginþorra skip- verja, tólf af fimmtán. Ári seinna strandaði togarinn Sargon undir Hafnarmúla við Pat- reksfjörð. Þar björguðust fimm menn en ellefu fórust. Þegar það gerðist var Óskar Gíslason ljós- myndari einmitt fyrir vestan að afla efnis í kvikmynd um björgunar- afrekið árið áður – og gat hann því myndað einstæðan atburð – nánast endurtekinn. Hann tók einnig ljós- myndir af björgunarmönnum sem verða sýndar á Hnjóti í sumar. „At- burður þessi og frásagnir af honum vekja alltaf mikla athygli, til dæmis meðal breskra ferðamanna sem hingað koma, sem sumir hafa heyrt um þennan atburð. Hér er mikil um- ferð á sumrin enda liggur leiðin út á Látrabjarg hér um bæjarhlaðið.“ Áhuginn vaknaði fljótt Inga Hlín Valdimarsdóttir er frá Selfossi. „Áhugi á sögu og gömlum minjum vaknaði fljótt,“ segir safn- vörðurinn, sem vann um tíma í Byggðasafni Árnesinga á Eyrar- bakka. Þar eru verslunarsaga og sveitalífið í öndvegi – allt aðrir þætt- ir en á Hnjóti, þar sem sjósókn og saga hennar eru áberandi. „Þetta er eðlilegt. Söfn eiga alltaf að endur- spegla nærumhverfið og sögu þess,“ segir Inga Hlín. Söfnin endurspegli umhverfið  Sest að á sögu- setrinu í Örlygs- höfninni vestra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestfirðir Inga Hlín Valdimarsdóttir og Óskar Leifur Arnarsson. Í baksýn er mynd frá miklu björgunarafreki. Á Hnjóti er flugminjasafn sem Egill Ólafsson stofnaði til, en hann var lengi umsjónarmaður á Patreksfjarðarflugvelli og leið- beindi flugmönnum sem þar komu inn til lendingar við oft erf- ið skilyrði. Minjasafnið og flug- safnið eru aðskildar stofnanir, en hinu síðarnefnda hafa áskotnast margir merkir munir, svo sem gömul flugvallarhús, rússnesk flugvél og undir vegg er í geymslu gamall Douglas DC-3 kominn frá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli og merktur Banda- ríkjaher. Allt vitnar þetta um merka sögu, en margir hafa ein- mitt lagt sig eftir því að safna munum tengdum flugi og eru söfn því tengd á nokkrum stöð- um á landinu. Flugminjar sýndar á Hnjóti BREIÐFIRSK GOLA OG BANDARÍSK FLUGVÉL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.