Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Fæst í apótekum, Hagkaup, Nettó, Fríhöfninni og víðar. ALLT AÐ 6 TÍMA SÓLARVÖRN ÞRÓUÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ Ofnæmisprófuð með sérhæfðum sólarfilterum fyrir húð barna. Börn elska mjúka froðuna sem auðveldar að bera á rétt magn. Vatnsheld vörn í sund, sjó og leik. Teppir ekki húðina. Meðmæli húðlækna - Yfir 90% UVA vörn Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð. Proderm inniheldur engin paraben, ilmefni, litarefni eða nanóefni. ÖRUGG VÖRN www.celsus.is Berið reglulega vel og jafnt á húðina, sti l l ið sólböðum í hóf. YFIR 90% UVA VÖRN Reykjavíkurborg og Samtökin 7́8 hafa endurnýjað samstarf sitt. Í gær voru undirritaðir samningar um greiðslur Reykjavíkurborgar til rekstrar samtakanna og vegna þjónustu þeirra. Borgin greiðir samtals 15 milljónir króna á þrem- ur árum. Samtökin 7́8 munu sinna fræðslu í grunnskólum Reykjavíkurborgar, bæði til nemenda og starfsfólks, um stöðu samkynheigðs fólks, tvíkyn- heigðs, pankynhneigðs, asexual, intersex og transgender-fólks. Fram kemur í fréttatilkynningu að markmið með samningi um fræðslu í grunnskólum sé að sam- tökin skipuleggi og annist fræðslu- fundi fyrir nemendur, kennara og aðra þá sem starfi hjá grunnskólum Reykjavíkurborgar. Lang- tímamarkmið fræðslustarfsins er að gera kennara og aðrar fagstéttir smám saman sjálfbjarga í fræðslu um málefni hinsegin fólks. Markmiðið með samningi um þjónustu við hinsegin fólk er að samtökin sjái um skipulagða fræðslu fyrir starfsstéttir og áhugahópa, sem og sérstaka fræðslu fyrir fagaðila hjá Reykja- víkurborg. Tveir ráðgjafar munu sinna stuðningsviðtölum við hinseg- in fólk á öllum aldri og aðstand- endur þess. Greitt fyrir fræðslu og rekstur  Samtökin 7́8 semja við Reykjavíkurborg Samstarf Hilmar Hildarson Magnúsarson og Líf Magneudóttir. Sigurður Ægisson Siglufirði Þessa dagana er verið að hefja áframhaldandi uppsetningu snjó- flóðavarnarstoðvirkja í Hafnarfjalli ofan við Siglufjarðarkaupstað, en verkið hófst árið 2013. Verktaki er ÍAV hf. Óvenjumikil snjóalög Um er að ræða grindur samskon- ar og eru í Gróuskarðshnjúki, ofan við bæinn norðanverðan, sem settar voru upp haustið 2003, en umfang þessa verks er um það bil þrisvar sinnum meira. Að sögn Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Fjallabyggðar, voru óvenjumikil snjóalög þar uppi í vor og því ekki hægt að byrja fyrr, eins og ráðgert hafði þó verið. Nemur seinkunin 2-4 vikum. Notuðu menn því tímann og settu grindurnar sam- an á og við sunnanverðan flugvöllinn og hafa þær beðið þar tilbúnar síðan. Nú er verið að bora fyrir fest- ingum ofan í bergið uppi í Hafn- arfjalli og fljótlega verða grind- urnar fluttar þangað upp á þyrlum og settar á undirstöðurnar og skrúf- aðar niður. Þessi áfangi mun ekki klárast fyrr en á næsta ári. Köfunarþjónustan ehf. mun taka að sér framhaldið, að setja niður meira af samskonar grindum, halda áfram þar sem ÍAV hf. hætta, og byrjar sú framkvæmd innan skamms. Setja upp snjóflóðagrindur Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Grindur Grindurnar sem eiga að fara upp í Hafnarfjall eru engin smásmíði.  Snjóalög í Hlíðarfjalli hafa tafið verkið í vor Lögreglumenn voru sendir um borð í flugvél Icelandair eftir að hún lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld til þess að handtaka ölvaðan bandarísk- an karlmann sem viðhaft hafði ógn- andi framkomu í garð starfsmanna vélarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum var Banda- ríkjamaðurinn handtekinn og hand- járnaður af öryggisástæðum og síðan fjarlægður úr flugvélinni. Maðurinn gisti fangaklefa þar til hann varð viðræðuhæfur. Að því loknu var reiknað með að honum yrði frjálst að halda ferð sinni áfram. Flugdólgur handtekinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.