Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015
Ekkert skuggalegt
Þó að nú njótir þín í botn sólar-
megin í lífinu, þá má ekki gleyma
mikilvægi skuggahliða lífsins. Sér-
staklega á milli kl. 12 og 15. Sól-
hlífin er 1,8 metra há og fæst með
bleikum eða grænum brúsk. 6000 kr.
Sólarvörn
Villidýr á verði
tiger.is · facebook.com/tigericeland
Se
n
d
u
m
íp
ó
st
kr
ö
fu
|s
:5
28
82
00
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu þolinmóð/ur og umburð-
arlynd/ur og mundu að öðrum getur liðið
eins gagnvart þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert hugaður/huguð, frakkur/frökk
og full/ur sjálfstrausts í dag. Ekki hika við að
taka áhættu og leita spennu einfaldlega uppi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það eftir þér að skvetta svo-
lítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi.
Slíkt krefst tillitssemi og þú getur hreinlega
ekki horft bara á eigin hagsmuni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Efnislegur ávinningur virðist sífellt
mikilvægari, sem og metnaðarfull sókn eftir
titlum og metorðum. Vertu varkár í umgengni
þinni við aðra í dag.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þeir hlutir sem þú hefur látið þig
dreyma um svo lengi eru ekki eins fjarlægir
og þú vilt vera láta. Vináttan er mikilvæg svo
einbeittu þér að því að styrkja hana og
rækta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Daginn ættir þú að nota í tilrauna-
starfsemi. Vertu ekki of upptekin/n af því
sem aðrir eru að bardúsa. Þú átt nóg með
sjálfa/n þig þessa dagana.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fá markmið verða að veruleika án stuðn-
ings. Ef þú lítur fram hjá eigin þörfum er lítið
gagn í þér fyrir aðra. Passaðu að keyra þig
ekki út.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Óreiða og spenna á heimili er
líkleg vegna flutninga, endurbóta eða ætt-
ingja sem koma í heimsókn. Líttu á þá til-
breytingu jákvæðum augum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú mátt ekki leggja svo hart að
þér við vinnu að þú finnir þér aldrei stund
eða stað til þess að sinna eigin hugðarefnum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu daginn til þess að fara í
gegnum skápa, kjallara, skúmaskot og
þvottakörfuna. Notaðu daginn einnig til að
styrkja fjölskylduböndin og skipuleggðu eitt-
hvað óvænt, einfalt og skemmtilegt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur átt í ákveðnum erfið-
leikum undanfarið sem nú eru að baki. Ekki
láta stoltið ráða för. Einbeittu þér við næsta
verkefni því þá verður þú sátt/ur við útkom-
una.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að gæta þín þegar þú deilir
einhverju með öðrum. Daglegar venjur fara í
taugarnar á þér en hættu að pæla í þeim.
Gættu þess að hugsa ekki allt of mikið um
eitthvað sem skiptir engu máli.
Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson:
Rani fjalls það reynist vera.
Reipis líka spotta finn.
Skott, sem margar meyjar bera.
Á meiði loks er toppurinn.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Í fjallstagli er fé á beit.
Finnst enn reiptagl hér.
Tagl í hári tíðkast veit.
Tagl á meiði er.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Skyttan strítt hár tók í tagl,
taglreip’ í fjalltagli hæfði.
Í eikartagl hélt með sitt hagl,
hagamús ofanfrá svæfði.
Guðmundur svarar sjálfum sér
þannig:
Eftir tagli á fjallið fer.
Finn í skemmu reiptaglið.
Skott er tagl, sem telpan ber.
Tagl er efst á reynivið.
Og bætir síðan við limru:
Svo töfrandi töff var Benni
með taglstúf og hárband um enni,
að jálkar með stert
ei gátu að því gert
að glápa á það stertimenni.
Hér kemur svo ný gáta eftir
Guðmund:
Harla margs er halur vís.
Á hafi mikil alda rís.
Alvott grasið gerir sá.
Gjarnan ver þann kalla má.
Helgi R. Einarsson skrifaði og
sagðist hafa verið lítið heima upp
á síðkastið og því ekki sinnt vísna-
gátunum. – „Um helgina vorum
við hjónin í Jónsmessunæt-
urgöngu með Útivist frá Básum í
Þórsmörk. Á laugardagskvöldið
var varðeldur, söngur, glens og
gaman og tilfinningar æskunnar
leyndu sér ekki. Þá urðu til þessar
vísur:
Rómantíkin ríkir hér,
rauðu sprekin braka.
Nú er lag að leika sér
og leggja drög að maka.
Rjómalöguð rómantík
með rembingskossı́ hann valdi.
Hann vaknaði upp í engri flík
í ókunnugu tjaldi.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af taglstúf, hárbandi
og rómantík
Í klípu
„EF ÉG GÆTI FARIÐ TIL BAKA OG BREYTT
HLUTUM, ÞÁ MYNDI ÉG GERA ÞAÐ - EN ÉG GET ÞAÐ
EKKI ÞVÍ ÞEIR ERU BÚNIR AÐ LÆSA MIG INNI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HRISTIR ÞÚ FLÖSKUNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera hrifin upp
fyrir haus.
VEISTU, JÓN, GRETTIR
ER NÆSTUM ÞVÍ EINS
OG BARNIÐ ÞITT.
GEF MÉR
MAT, PABBI!
ÉG VILDI AÐ ÞÚ GÆFIR
HONUM ENGAR HUGMYNDIR.
OPN!
ÉG FÆRI ÞÉR
GÓÐAR FRÉTTIR,
HRÓLFUR!
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ KLÆÐAST
AUKAFYLLINGU TIL AÐ LEIKA
JÓLASVEININN ÞETTA ÁRIÐ!
HVERJAR ERU
ÞÆR, DR. SAXI?
UPPBOÐ
HÁR ENDUR-
BYGGING.
NÝTTÓTR
ÚLE
GT
Hlátrasköll í blankalogni, þar semsólin var hátt á himni og steikj-
andi hiti í gróðursælum lundi á höf-
uðborgarsvæðinu gerðist ævintýrið.
Það var þegar Leikhópurinn Lotta
flutti leikritið um Litlu gulu hænuna.
Enn og aftur nær þessi skemmtilegi
leikhópur að töfra fram einstaklega
flott og skemmtilegt leikrit og það í
náttúrunni.
x x x
Leikhópurinn nýtir náttúruna íallri sinni einstöku dýrð. Það
býður upp á öðruvísi nálgun en ef
það væri sett upp á leikhúsfjölunum.
Það er nefnilega falleg hugsun og
mikil kúnst að færa leikhúsið til
barnanna. Með þessum hætti þá
kynnast fleiri börn undraheimi leik-
hússins og þeim töfrum sem leikritið
nær að kalla fram.
x x x
Það er óhætt að segja að mikilgróska hefur verið síðustu ár í
leikhúslífinu sem miðar að yngstu
kynslóðinni. Sjálfstæðir leikhópar
hafa samið og sett upp hvert leik-
verkið á fætur öðru svo foreldrar
hafa oft á tíðum marga skemmtilega
möguleika á að velja vandað og
skemmtilegt leikrit fyrir börnin.
x x x
Það eru ekki endilega alltaf for-eldrarnir sem fara með börnin
sín í leikhús heldur eru það skólarnir
og þá oft foreldrasamtökin í leik- og
grunnskólunum sem fá listamenn í
skólana og bjóða börnunm upp á
það. Það er einstaklega gott og
skemmtilegt framtak sem verður til
þess að fleiri kynnist listinni.
x x x
Leikritið sjálft, Litla gula hænan,er einstaklega vel upp byggt og
skemmtilegt leikrit. Það er sam-
bræðingur ævintýra sem leikhóp-
urinn er þekktur fyrir í leikritum
sínum. Það gefur leikritunum nýja
vídd að blanda saman þekktum æv-
intýrum svo úr verður eitthvað nýtt.
Eins og flest öll verk sem miða að
börnum þá er alltaf einhver boð-
skapur og er það vel. Góð vísa er
aldrei of oft kveðin þegar kemur að
því að boða gott innræti.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú
eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður
eins og börn ljóssins.
(Efes. 5:8.)