Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Söfn • Setur • Sýningar Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár Ný sýning í Bogasal I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Fólkið í bænum á Veggnum Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horninu Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Að lesa blóm á þessum undarlega stað á Torgi Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Nesstofa við Seltjörn: Sýningin Nesstofa-Hús og saga er opin þriðjudaga-sunnudaga frá 13-17 Listasafn Reykjanesbæjar Huldufley, skipa- og bátamyndir Kjarvals „Klaustursaumur og Filmuprjón“ Textíll í höndum kvenna. Byggðasafn Reykjanesbæjar Konur í sögum bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar. Bátasafn Gríms Karlssonar 6. júní – 23. ágúst Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðings Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Enginn staður – íslenskt landslag Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen, Stuart Richardson Listamannaspjall Sunnudag 28. júní kl. 15 Ingvar Högni Ragnarsson og Stuart Richardson Keramik –úr safneign Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands SAFNAHÚSIÐ Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 NÝ SÝNING GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Vestanáttin sendi í mánuðinum frá sér sína fyrstu plötu, samnefnda hljómsveitinni. Stofnandi sveitarinnar er Guð- mundur Jónsson; lagasmiður, gít- arleikari og söngvari sem þekkt- astur er fyrir störf sín með Sálinni hans Jóns míns þó víða hafi hann komið við í tónlist á ferli sínum. Vestanáttin leikur frumsamin lög eftir Guðmund í sveitatónlistar- popprokkstíl og semur Guð- mundur jafn- framt alla laga- texta. Í hljómsveitinni eru auk Guðmundar söngkonan Alma Rut, Sigurgeir Sigmundsson sem leikur á gítar og þá bæði úr tré og stáli, Eysteinn Eysteinsson sem leikur á trommur og raddar og Pét- ur Kolbeinsson á bassa. Á plötunni koma við sögu tveir gestatónlist- armenn, söngkonan Guðrún Árný og Matthías Stefánsson fiðluleikari. Kántríáhrif Guðmundur segir tónlist Vestan- áttarinnar ekki hreint og klárt kántrí, hún sé meira undir áhrifum frá kántríi. „Ég hef alltaf haft gam- an af því þegar rokktónlistarmenn taka kántrímúsík, eins og Rolling Stones, Eagles og Bruce Spring- steen, það er sá vinkill sem ég hef verið hrifnastur af. Svo langaði mig bara að prófa að syngja þessi lög sjálfur, eigin lög sem ég hef gefið út á sólóplötum o.fl. í þessum fíling og bjó til lítið band í kringum þetta sem stækkaði. Þegar ég er kominn af stað með eitthvað sem ég hef gaman af langar mig að fara að semja og það var hrært í eina plötu og hér er maður staddur, enn og aftur,“ segir Guðmundur, hokinn af reynslu. Hvað lagaútsetningar varðar og hvort Vestanáttin hafi litið til ákveðinna hljómsveita í þeim bendir Guðmundur á fyrrnefndar hljóm- sveitir og Zac Brown Band, banda- ríska hljómsveit sem Guðmundur segir fáa eflaust þekkja á Íslandi. „Svo eru það hljómsveitir hérna á Íslandi eins og Mannakorn, Bubbi og Björgvin og svona sem hafa ver- ið að fikta í þessu og maður er svo- lítið alinn upp við þetta. Þetta er svo sem ekkert nýtt en það sem er sérstakt við Vestanáttina er að Sig- urgeir Sigmundsson spilar á „pedal steel“ gítar sem fáir spila á hérna á Íslandi. Við Alma Rut skiptum söngnum á milli okkar og við leyfð- um okkur að fara í þennan stíl alla leið.“ Guðmundur segir textana per- sónulega og einlæga, lausa við kald- hæðni og stæla þó ákveðinn brodd- ur sé í þeim. „Eitt lagið heitir „Þar sem ástin í hjörtum býr“ og fjallar um togstreitu söngvara eða söng- konu, að fara frá börnunum sínum og syngja fyrir fólk úti á landi eða einhvers staðar. Að vilja vera uppi á sviðinu og fá þannig ást,“ nefnir Guðmundur sem dæmi um umfjöll- unarefni sín. Í laginu „Eina pró- sentið (það sér um sig)“ sé fjallað um par sem berst á í góðærinu en lendir svo í hruninu og í öðru skrifi hann um ungan son sinn. Það sé því víða komið við í textum. Þrjár plötur og hátíðarlag Guðmundur hefur nóg að gera því auk þess að vera í Vestanáttinni er hann í Sálinni hans Jóns míns, Trúboðunum sem voru að gefa út plötuna Óskalög sjúklinga og svo er hann að vinna að plötu með rokk- sveitinni Nykur, sem kemur út í haust. „Þetta verða þrjár stórar plötur plús þjóðhátíðarlag þetta ár- ið,“ segir Guðmundur en Sálin hans Jóns míns flytur lag Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í ár, „Haltu fast í höndina á mér“. Vestanáttin hefur verið dugleg við tónleikahald í Reykjavík en leik- ur næst 17. júlí á Háaloftinu í Höll- inni í Vestmannaeyjum. Engin kaldhæðni eða stælar  Guðmundur Jónsson stofnaði Vestanáttina fyrir rúmu ári og fyrsta platan hefur nú litið dagsins ljós, samnefnd hljómsveitinni  Kántrískotið popprokk með persónulegum og einlægum textum Vestanáttin Hljómsveitin leikur lög eftir Guðmund Jónsson í sveitatónlistar-popprokkstíl. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst þetta skemmtilegt orð og hef heillast af því alveg frá því ég var lítill í landafræði,“ segir Helgi Þórsson um titil einkasýn- ingar sinnar sem hann opnar í Kling & Bang í dag kl. 17. Sýningin, sem nefnist Benelúx-verkstæðið eða Benelux Werkstatte, er fyrsta einkasýning Helga í lengri tíma. „Sýningin samanstendur af mál- verkum, prentum og skúlptúrum þar sem gömul sígild verk sjást í nýju ljósi og ný verk í gömlu ljósi,“ eins og segir í tilkynningu. Að- spurður segist Helgi ekki hafa ná- kvæma tölu yfir fjölda verka, en tel- ur að þau séu sennilega í kringum hundrað talsins. „Auk þess mun ég bæta við verkum meðan á sýning- unni stendur, því ég mun sjálfur að mestu sitja yfir sýningunni og þá gefst tækifæri til að vinna á með- an,“ segir Helgi og tekur fram að verkin á sýningunni hafi verið unnin á tiltölulega skömmum tíma. „Eftir að búið var að plana sýninguna var hún slegin af sökum þess að Kling & Bang er að missa húsnæðið sitt við Hverfisgötuna. En þegar í ljós kom að þau fengu að vera örlítið lengur í húsnæðinu var sýningin aftur sett á kortið,“ segir Helgi og viðurkennir að þá hafi hann þurft að bretta upp ermarnar. Að sögn Helga líður sennilega nokkur tími þar til hann sýnir næst hérlendis, því hann leggur senn land undir fót. „Ég er að flytja til Hollands ásamt kærustu minni þar sem hún er að fara í nám,“ segir Helgi sem sjálfur hlaut BFA-gráðu í myndlist frá Gerrit Rietfeld- akademíunni í Amsterdam árið 2002 og MFA-gráðu frá Sandberg- stofnuninni í Amsterdam 2004. „Ég er með ákveðin sambönd í Hollandi sem ég ætla að láta reyna á, en hugsanlega liggur leið mín einnig til Belgíu þar sem vinahópur minn dvelur nú um stundir. Mig dreymir jafnvel um að stofna Bene- lúx-myndlistarhreyfinguna í sam- starfi við samstarfsfélaga úr Kunst- schlager og æskuvini sem nú búa í Belgíu,“ segir Helgi og segir spenn- andi að senda með titlinum vissa orku út í framtíðina með von um að hlutirnir rætist. Sýningin stendur til 26. júlí. Morgunblaðið/Eggert Leggur land undir fót Helgi Þórsson heldur síðustu einkasýningu sína hér- lendis í bili í Kling & Bang því hann hyggst flytja búferlum til Hollands. Sendir orku út í framtíðina  Helgi Þórsson sýnir í Kling & Bang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.