Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Óvissa ríkir um hvort Jöfn-unarsjóður sveitarfélagamuni njóta góðs af stöð-ugleikaskattinum sem fyr-
irhugað er að leggja á kröfuhafa
föllnu bankanna, en sjóðurinn fær
2,12% af innheimtum skatttekjum
ríkissjóðs. Er það vegna þess að
óvissa er um hvort stöðugleikaskatt-
urinn muni í raun skila tekjum í rík-
issjóð. Hann mun ekki gera það ef
kröfuhafar undirgangast skilyrði um
greiðslu stöðugleikaframlags til ís-
lenska ríkisins.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga (SÍS) vekur athygli á þessu í um-
sögn sinni um stöðugleikaskatts-
frumvarpið. Karl Björnsson,
framkvæmdastjóri SÍS, segist
treysta á að sveitarfélögin fái hluta af
þeim tekjum sem ríkissjóður fær úr
stöðugleikaframlaginu. Skuldir sveit-
arfélaga hafi snarhækkað í kjölfar
hrunsins, en farið lækkandi frá árinu
2011.
500 milljarðar til skiptanna
Í stöðugleikaskattsfrumvarpinu
kemur fram að skatttekjunum verði í
fyrsta lagi varið til að mæta lækkun
tekna af bankaskattinum sem leiðir
af frumvarpinu og uppgjöri slitabú-
anna. Í öðru lagi verður þeim varið til
uppgreiðslu skuldabréfs sem ríkis-
sjóður gaf út til endurfjármögnunar
Seðlabanka Íslands. Þeim fjár-
munum sem eftir standa verður ráð-
stafað á sérstakan innlánsreikning
ríkissjóðs í Seðlabankanum og gætu
þeir numið tæplega 500 milljörðum
króna eða 25% af vergri landsfram-
leiðslu. „Verður þessum fjármunum,
eftir því sem tækifæri gefast, varið til
lækkunar skulda hins opinbera, enda
hefur ríkissjóður borið mikinn kostn-
að af hruni fjármálakerfisins,“ segir í
frumvarpinu.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
hefur haft tekjur af bankaskattinum
og ef hann fellur niður í ársbyrjun
2016 verður sjóðurinn af tekjum sem
nema um 1,1 milljarði króna. Í um-
sögn SÍS segir að þar sem fram komi
í skýringum frumvarpsins að það eigi
fyrst að nota tekjurnar til að mæta
lækkun tekna af bankaskatti geti það
gefið til kynna að eitt af markmiðum
frumvarpsins væri að áætlaðar
tekjur jöfnunarsjóðs af bankaskatt-
inum yrðu óbreyttar.
Skuldir sveitarfélaga þreföld-
uðust á árunum 2007-2011
Karl Björnsson leggur áherslu á
að hið opinbera samanstandi bæði af
ríkinu og sveitarfélögum. „Eins og
fram kemur í frumvarpinu er hug-
myndin að lækka skuldir hins opin-
bera. Hið opinbera er auðvitað bæði
ríki og sveitarfélög, þannig að við
treystum á að það sé verið að hugsa
til sveitarfélaganna líka. Langtima-
skuldir þeirra nærri því þrefölduðust
á árunum 2007 til 2011 og hækkuðu
um rúma 100 milljarða króna. Þau
urðu fyrir áfalli eins og ríkissjóður.
Við fögnum því að það sé talað um hið
opinbera í frumvarpinu,“ segir Karl,
en sambandið viðurkennir í umsögn
sinni að e.t.v. sé um að ræða ríkissjóð
í frumvarpinu, þegar fjallað er um að
lækka skuldir hins opinbera, því
kostnaður ríkissjóðs af hruni fjár-
málakerfisins er sérstaklega til-
greindur.
Karl er búinn að kynna sjónar-
mið sambandsins á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis þar sem
sambandið bauð fram aðstoð sína við
að útfæra hvernig hægt sé að skipta
tekjunum. Hann segir þó algjörlega
óútfært hvaða sveitarfélög myndu fá
mest. Fyrst þurfi að finna út úr því
hvað hugsanlega komi til sveitar-
félaganna til lækkunar skulda og síð-
an þarf að finna út sanngjarna aðferð
við að dreifa því til sveitarfélaganna.
SÍS vill sneið af stöð-
ugleikaframlaginu
Morgunblaðið/Kristinn
Skólaakstur Jöfnunarsjóður niðurgreiðir skólaakstur í dreifbýli.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það dró til tíð-inda áfimmtudag
þegar Hæstiréttur
Bandaríkjanna úr-
skurðaði að mikil-
vægur hluti lög-
gjafar Baracks Obama
Bandaríkjaforseta um sjúkra-
tryggingar stæðist stjórnar-
skrá landsins. Andstæðingar
laganna töldu að ákvæði þeirra
stönguðust á við rétt hinna ein-
stöku ríkja til þess að ráða sín-
um málum. Var þetta í annað
sinn sem umdeild ákvæði lag-
anna fóru fyrir réttinn, og hef-
ur hæstirétturinn nú í tvígang
talið lögin standast skoðun.
Tilgangur laganna sem slík-
ur er góður, að tryggja sem
flestum Bandaríkjamönnum
heilbrigðisþjónustu óháð efna-
hag, en tilhögun tryggingamála
þar í landi hefur verið mjög frá-
brugðin því sem þekkist annars
staðar í hinum vestræna heimi
og hafa annmarkar þess kerfis
oft stungið í augu. Er ljóst að
mörgum þykir skjóta skökku
við að í ríkasta landi veraldar sé
ekki hægt að haga heilbrigðis-
málum með öðrum hætti, þó
ekki væri nema fyrir hina verst
stöddu í samfélaginu, sem ekki
eiga þess kost að kaupa sér
dýra tryggingu.
Hitt er síðan annað mál að
útfærsla kerfisins hefur verið
miklum erfiðleikum háð. Má
þar til dæmis nefna vandræðin í
upphafi við að opna heimasíðu
þess, þar sem ætlast var til að
fólk skráði sig fyrir
tryggingum. Þá
þótti orðspor for-
setans bíða nokk-
urn hnekki þegar
fréttir fóru að ber-
ast af því að fólk
sem þegar hafði heilbrigðis-
tryggingu sem því líkaði missti
hana beinlínis vegna tilkomu
Obamacare, eins og lögin eru
kölluð, þvert á það sem Obama
hafði lofað á eftirminnilegan
hátt.
Niðurstaða Hæstaréttar nú
er því kærkominn sigur fyrir
Obama, þar sem það hefði verið
enn eitt áfallið fyrir hann ef
rétturinn hefði tekið undir með
andstæðingum frumvarpsins
og sagt að lögin stæðust ekki
stjórnarskrána. Sjálfur sagði
Obama eftir dóminn að hið nýja
heilbrigðiskerfi væri nú
órjúfanlegur hluti af banda-
rísku samfélagi.
Hugsanlega er þar þó full
djúpt í árinni tekið. Dómurinn
sem slíkur er mikilvægur fyrir
Obama en hann hefur með engu
móti sefað óánægju pólitískra
andstæðinga forsetans með
lögin.
Barátta repúblikana gegn
lögunum mun því eflaust halda
áfram og þeir munu reyna allt
hvað þeir geta til þess að snúa
lögunum við og fá þau afnumin.
Heilbrigðiskerfi Obama er því
engan veginn komið í örugga
höfn jafnvel þó að hæstiréttur-
inn hafi nú skotið skjólshúsi
yfir það.
Hæstiréttur Banda-
ríkjanna staðfesti
lög Obama um
sjúkratryggingar}
Lög látin standa
Þegar bankarnirféllu vaknaði
ótti um að viðvar-
andi atvinnuleysi
myndi grípa um sig
á Íslandi. Heyrðust
sérstaklega áhyggjur af því að
ástandið myndi bitna illa á
ungu fólki og hætta væri á að
heil kynslóð myndi týnast líkt
og dæmi væru um að gerst
hefði í efnahagshremmingum
annars staðar.
Í Morgunblaðinu í gær birt-
ist fréttaskýring undir fyrir-
sögninni „Unga kynslóðin týnd-
ist ekki á Íslandi“. Þar kemur
fram að vel hafi gengið hjá
ungu fólki hér á landi að fá at-
vinnu á árunum eftir banka-
hrunið og langtímaatvinnuleysi
fólks undir 25 ára aldri sé lítið á
Íslandi í samanburði við önnur
Evrópulönd.
Í greininni segir Tryggvi
Haraldsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun, að úrræði á
vegum stofnunarinnar á borð
við Ungt fólk til athafna og At-
vinnutorg hafi skipt sköpum í
þessum efnum.
Það er erfitt að gera of mikið
úr afleiðingum atvinnuleysis.
Atvinnuleysi meðal
ungs fólks er um
20% í Evrópusam-
bandinu. Það er há
tala. Ástandið er
sérstaklega dökkt í
þeim löndum sem gengið hafa í
gegnum mestan efnahags-
vanda. Í Grikklandi var at-
vinnuleysi ungs fólks rúmlega
50% í apríl, rétt undir 50% á
Spáni og rúm 40% á Ítalíu. Í
þessum löndum hefur atvinnu-
lífið verið drepið í dróma. -
Evran á stóran þátt í þessum
vanda. Gengi hennar miðast
ekki við jaðarinn heldur miðj-
una.
Það þykir fínt að tala niður til
krónunnar en hún á ekki síður
þátt í litlu atvinnuleysi en úr-
ræði Vinnumálastofnunar. Hún
veitir sveigjanleika sem evran
hefði útilokað. Með því að hafa
mynt sem sveiflast í takti við ís-
lenskan efnahag fremur en að
stjórnast af fjarlægum hags-
munum var auðveldara að tak-
ast á við efnahagsvandann og
koma í veg fyrir að eitur at-
vinnuleysis flæddi um æðar at-
vinnulífsins.
Krónan átti þátt í að
bægja frá hremm-
ingum atvinnuleysis}
Atvinna og ungt fólk
Þ
að vakti athygli í Bretlandi á dög-
unum þegar upp komst að starfs-
menn BBC höfðu auglýst nema-
stöður hjá ríkismiðlinum í
skiptum fyrir nemastöður hjá öðr-
um fyrirtækjum á síðunni MyIntern-
Swap.com. Einn starfsmaður BBC auglýsti til
dæmis fjölbreytta starfsreynslu í fjölmiðlun
og óskaði í staðinn eftir starfsreynslu fyrir 17
ára gamlan son sinn í lögmennsku eða listum,
en þá mátti einnig á vefsíðunni finna auglýs-
ingu þar sem nemastaða á lögfræðisviði BBC
var boðin í skiptum fyrir stöðu hjá öðru fyr-
irtæki.
BBC staðfesti í kjölfarið að viðkomandi
hefðu brotið gegn innanhússreglum, sem
kveða á um jafnan aðgang að tækifærum inn-
an fyrirtækisins. Vefsíður á borð við My-
InternSwap.com hafa verið gagnrýndar fyrir að útiloka
þá frá starfsreynslutækifærum sem eiga ekki foreldra
sem eru í þeirri stöðu að geta boðið nemastöður í skipt-
um fyrir stöður fyrir afkvæmi sín, og þá þykir tilvist vef-
síðanna varpa ljósi á aukna erfiðleika við að brúa bilið
milli náms og vinnumarkaðar.
Þetta dæmi endurspeglar vaxandi vandamál í Bret-
landi og víðar, þar sem börn sem erfa auðæfi og háa
stöðu í samfélaginu hafa allt frá fæðingu mun fleiri tæki-
færi til að blómstra en þau börn sem þurfa sjálf að
byggja frá grunni. Ein birtingarmynd vandans var í um-
ræðunni fyrr á þessu ári, þegar leikkonan Julie Walters
og fleiri vöktu athygli á því hversu margir
breskir leikarar úr forréttindastétt hefðu náð
miklum frama, á meðan lítið færi fyrir leik-
urum úr verkamannastétt. Walters gekk svo
langt að halda því fram að fólk úr verka-
mannastétt ætti sér vart lengur málsvara
meðal leikara og höfunda.
Í Bandaríkjunum virðist almenningsálitið
hallast að því að „bandaríski draumurinn“
heyri sögunni til. Nýleg könnun sem gerð var
fyrir New York Times og CBS News leiddi í
ljós að 61% þátttakenda taldi að einungis fá-
mennur hópur í efstu stigum samfélagsins
ætti möguleika á því að ná frama (get ahead)
og 66% töldu að dreifing fjármagns ætti að
vera jafnari. Þá sögðu 67% svarenda að bilið
milli ríkra og fátækra færi vaxandi og 65%
sögðu vandamálið aðkallandi.
Þegar maður setur niðurstöður og umræðu af þessu
tagi í samhengi við þær fréttir sem fjölmiðlar flytja dag
hvern, af tekjum viðskiptajöfra, Hollywoodleikara og
íþróttastjarna annars vegar og af örbirgð og lífsbaráttu
þeirra sem minnst mega sín hins vegar, sækir að manni
sú hugsun hversu lengi hinar undarlegu og viðkvæmu
þjóðfélagsaðstæður sem leyfa þetta ástand munu vara.
Misskiptingin er reyndar rótgróin og kerfisbundin og
erfitt að sjá fyrir endann á henni nema upp úr sjóði, en
maður hlýtur að ætla að það sé ráðamönnum hugleikið
þessa dagana að finna bremsuna frekar en gefa í.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Misskiptingin sýnir sig víða
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga er að veita sveitar-
félögum framlög til jöfnunar á
mismunandi tekjumöguleikum
þeirra og útgjaldaþörf ásamt
því að greiða lögbundin framlög
til samtaka og stofnana sveitar-
félaga.
Áætlað er að í ár nemi út-
hlutun útgjaldajöfnunarfram-
laga 6,050 milljörðum króna.
Þar af nema framlög vegna
skólaaksturs úr dreifbýli 575
milljónum. Mest fær Ísafjarð-
arbær úr sjóðnum, 301 milljón.
Átta sveitarfélög fá ekki krónu
úr sjóðnum, öll fámenn sveit-
arfélög á landsbyggðinni.
Reykjavík fær rúmar 11 millj-
ónir úr sjóðnum á árinu, þar af
1,6 milljónir fyrir skólaakstur úr
dreifbýli. Þrjú sveitarfélög skera
sig úr hvað varðar framlög
vegna skólaaksturs úr dreifbýli;
Borgarbyggð (50 m.kr.), Sveit-
arfélagið Skagafjörður (45
m.kr.), Húnaþing vestra (56
m.kr.) og Fljótsdalshérað (45 m.
kr.).
Sveitarfélög
niðurgreidd
JÖFNUNARSJÓÐUR