Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015
Þegar Landspítalinn, Borgar-
spítalinn og Landakotsspítali voru
sameinaðir um sl. aldamót var vit-
að af hagræði af sameiningu starf-
seminnar á einn stað. Meginkostir
Hringbrautarlóðarinnar, sem varð
fyrir valinu, voru taldir styrking
miðborgarinnar, nálægðin við Há-
skóla Íslands og að það yrði ódýr-
ast.
Það vantaði hins vegar að skoða
hvaða staðsetning kæmi best út
fyrir notendur spítalans og hvort
nýr spítali á nýjum stað væri betri
og hagkvæmari.
Forsendur fyrra staðarvals eru
gjörbreyttar. Vaxandi
ferðamannastraumur, mikil þörf
er fyrir hótel og gistiheimili á
svæðinu, fasteignaverð í miðborg-
inni sem hefur hækkað verulega,
dreifð búseta á höfuðborgarsvæð-
inu út með ströndinni í báðar átti
og lítið rými er á Hringbrautar-
lóðinni til uppbyggingar í framtíð-
inni.
Ef Landspítalinn verður sam-
einaður við Hringbraut mun um-
ferðin í nágrenninu aukast yfir
10%. Ef spítalinn hins vegar
hverfur úr miðborginni mun um-
ferðin á svæðinu minnka um 15%.
Þetta og fleira sýnir að gera verð-
ur nýtt, faglegt staðarval af óháðu
fagfólki. Markmiðið er að við fáum
betri spítala á betri stað, fyrir
minni pening og fyrr en ef byggt
væri við Hringbraut.
Margir málsmetandi
hafa efasemdir
Samkvæmt könnun hefur meiri-
hluti lækna efasemdir, núverandi
forstjóri hefði valið annan stað og
forsætisráðherra telur rétt að
skoða staðsetninguna betur. Sama
á við um fjölmarga eins og stuðn-
ingur við starf samtakanna sýnir.
Fjárhagslegur samanburður
Samanburður á hagkvæmni við-
byggingar við Hringbraut, við
Landspítalann í Fossvogi og bygg-
ingu nýs spítala á „Besta stað“
sem næst búsetumiðju höfuðborg-
arsvæðisins, sem KPMG hefur
rýnt útreikningana og góðkennt,
sýnir mjög mikinn sparnað við að
byggja frá grunni á nýjum og
betri stað.
Ef miðað er við sambærilegt
byggingarmagn mun viðbygging í
Fossvogi kosta um 11 milljörðum
meira en við Hringbraut og bygg-
ing á „Besta stað“ um 12 millj-
örðum meira, sem skýrist af því
að við Hringbraut og í Fossvogi
verður áfram notast við gamla
húsnæðið að hluta, en á „Besta
stað“ verður byggja allt nýtt frá
grunni.
Það sem snýr dæminu við og
gerir nýbyggingu á „Besta stað“
ódýrasta en Fossvog næst-
ódýrastan, er söluandvirði eigna
við Hringbraut og í Fossvogi, sem
má selja þegar nýja byggingin
kemur í gagnið. Hinu sögufræga,
virðulega húsi Landspítalans við
Hringbraut má finna verðugt hlut-
verk tengt heilbrigðismálum.
Ef spítalinn rís við Hringbraut
aukast umferðarteppur og meng-
un á svæðinu. Umferðarvandann
verður að leysa með kostn-
aðarsömum umferðarmann-
virkjum. Ef spítalinn verður í
Fossvogi þarf líka verulegar
gatnaframkvæmdir en minnstar
þarf ef spítalinn rís nálægt stofn-
brautum austar á höfuðborg-
arsvæðinu og sem næst búsetu-
miðju höfuðborgarsvæðisins, t.d.
við voga Elliðaánna, á Keldum eða
á Vífilsstöðum.
Niðurstaðan er að nettó fjár-
útlát eru lægst ef byggt er nýtt
frá grunni á „Besta stað“ eða 19,6
milljörðum lægri en við Hring-
braut og 11,9 milljörðum ódýrara
er að byggja við í Fossvogi. Bón-
usinn er betri spítali á betri stað
og með betri vinnuaðstöðu sem
bætir lækningaárangur og starfs-
ánægju starfsmanna.Nýi Land-
spítalinn reiknar með þriggja
milljarða árlegum sparnaði ef spít-
alinn verður sameinaður á Hring-
braut. Samt verður spítalinn
áfram í mörgum byggingum sem
tengja þarf saman með meira en
10 kílómetrum af göngum og
brúm.
Meira rekstrarhagræði næst ef
spítalinn verður í betur hönnuðu
húsnæði og færri byggingum.
Þetta á við um Fossvog en þó enn
betur um „Besta stað“ þar sem
húsnæðið verður allt sérhannað og
nýtt.
Mesta hagræði verður vegna
greiðari og styttri ferða notenda á
spítalann ef hann verður vel stað-
settur nær þungamiðju byggð-
arinnar á höfuðborgarsvæðinu. Sú
miðja er nú nálægt Víkingsvell-
inum í Fossvogi.
Ferðir að og frá sameinuðum
spítala verða um 18.000 á sólar-
hring og þar af 100 sjúkrabílar á
dag og 200 í toppum. Ef hver ferð
styttist um þrjá kílómetra sparast
notendum um 3 milljarðar á ári og
dregur úr mengun og sliti á göt-
um. Árlegt hagræði er þannig
samtals 2,6 milljarðar króna í
Fossvogi og 4,1 á „Besta stað“.
Í heild er núvirtur hagur um-
fram Hringbraut 63 milljarðar
króna ef spítalinn rís í Fossvogi
og 102 milljarðar ef hann verður
byggður á „Besta stað“.
Nýr spítali á besta
stað getur risið fyrr
Margir óttast að ef skipt verður
um kúrs núna muni það tefja
verkefnið úr hömlu. En fyrirliggj-
andi þarfagreining og hönn-
unarvinna nýtist. Svigrúm til
framkvæmda verður betra.
Byggja má í samfelldum áföngum,
bjóða allt út í einu, sem tryggir
meiri hagkvæmni og aukinn fram-
kvæmdahraða. Viðbótarkostnaður
vinnst upp með auknu hagræði.
Boltinn er hjá Alþingi
og borgarstjórn
Það lítur sem sagt út fyrir að
við getum fengið betri spítala á
betri stað, sem taka má í notkun
fyrr og fyrir lægra fé.
Þetta eru allt veigamikil rök
sem þeir sem höndla með skattfé
landsmanna þurfa að velta alvar-
lega fyrir sér áður en ráðist er í
byggingu óhagkvæms spítala við
Hringbraut.
Betri spítali á betri stað,
fyrr og fyrir minna fé
Eftir Guðjón Sigurbjartsson,
Egil Jóhannsson, Gest Ólafsson,
Eymund Svein Leifsson,
Vilhjálm Ara Arason og
Sigurgeir Kjartansson
» Þetta og fleira til
sýnir að gera verður
nýtt, faglegt staðarval
af óháðu fagfólki. Mark-
miðið er að við fáum
nýjan og betri spítala
fyrir minna fé.
Guðjón og Egill eru viðskiptafræð-
ingar, Gestur er arkitekt, Eymundur
er iðnaðarverkfræðingur, Sigurgeir
er fv. læknir og Vilhjálmur er læknir.
Fjárfesting, sambærileg stærð húsnæðis
Tölur í milljörðum króna
Hringbraut Fossvogur „Besti staður“
Byggingarkostnaður 65,9 76,6 78,3
Söluandvirði eigna nettó -8,5 -21,0 -25,5
Kostnaður við umferðarmannvirki 20,0 10,0 5,0
Heildarfjárfesting, nettó 77,4 65,6 57,8
Mismunur miðað við Hringbraut 0,0 11,8 19,6
Árlegur sparnaður miðað við Hringbraut
Tölur í milljörðum króna
Hringbraut Fossvogur „Besti staður“
Árlegur rekstrarkostnaður lægri 0,0 0,5 1,0
Sparnaður vegna
styttri ferða á spítalann 0,0 2,1 3,1
Árlegur sparnaður 2,6 4,1
Guðjón
Sigurbjartsson
Eymundur Sveinn
Leifsson
Sigurgeir
Kjartansson
Egill
Jóhannsson
Gestur
Ólafsson
Meginstofnvegir
Útfærslur til skoðunar
Alþjóðaflugvöllur
Vöruflutningahöfn
Borgarbyggð (2012)
Vaxtarmörk
Vegir
Lega stofnvega Kort úr Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040.
Það sýnir fyrirhugaða legu megin stofnvega á höfðborgarsvæðinu til þess
tíma. „Besti staður“ fyrir spítalann er greinilega þar sem þessir aðal stofn-
vegir mætast.
Vilhjálmur Ari
Arason
fi p y j g p
C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa
mauki Bruchetta íreymeð tv
ðlatu hangikjöti, bal- samrau
og piparrótarsósu heBruc
ta með hráskinku, balsam
rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g
meti Krabba a- s a l
ðboferskum kryddjurtum í brau
Bruchetta rðameð Miðja
hafs-tapende aRisa- rækj
spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes
nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með
grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry
taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill
tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli
satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Möndlu Mix og Kasjú Kurl
er ekki bara hollt snakk. Líka
gott í salatið. Hollt og gott
frá Yndisauka.
Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum,
Melabúðinni, Fjarðarkaup,
Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni,
Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi
og Bakaríinu við brúna Akureyri.
– með morgunkaffinu