Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015
Heimsmeistarakeppnin í fótboltakvenna fer um þessar mundir
fram í Kanada. Augljóst er að kon-
urnar eru miklir eftirbátar karlanna
og virðast engan skilning hafa á
íþróttinni.
Kvennafótbolti virðist fara framán allra stæla, leikmenn engj-
ast ekki um í grasinu heldur hlaupa
af stað eins og ekkert hafi í skorist
þegar blásið er til leiks á ný.
Konurnar virðast halda að fót-bolti snúist bara um að spila
fótbolta og gera sér ekki grein fyrir
því að enginn verður stjarna án
stjörnustæla.
Um leið og konurnar spila umheimsmeistaratitilinn fer í Síle
fram keppni karlalandsliða um Suð-
ur-Ameríkumeistaratitilinn.
Þar kemur sérstaða karlaboltansskýrt fram. Gott dæmi er leikur
Síle og Úrúgvæ. Þar potaði Gonzalo
Jara, leikmaður Síle, fingri í aftur-
enda Edinsons Cavani, sem spilar
með Úrúgvæ. Greip Jara síðan um
andlit sér og lét sig detta eins og
hann hefði verið sleginn niður. Dóm-
arinn féll í gildruna, rak Cavani út af
og tíu mínútum síðar skoraði Síle
sigurmarkið. Nú hefur Jara reyndar
verið settur í leikbann út keppnina,
en liðið hans komst áfram.
Þessa vídd virðist alveg vanta íkvennaboltann. Á HM í Kanada
er bara spilaður fótbolti án stæla og
leikaraskapar. Stjörnurnar í karla-
boltanum gætu lært sitthvað af því
að fylgjast með konunum í Kanada.
Þjóðverjar og Frakkar eigast við í gærkvöldi.
Hvar eru stælarnir?
STAKSTEINAR
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjar-
fulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnar-
firði, forseti bæjarstjórnar og for-
maður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar,
segist ekki óttast það að ekki sé rými
á Sólvangsreitnum fyrir 60 rýma
hjúkrunarheimili.
Minnihlutinn í bæjarstjórn, þ.e.
fulltrúar Samfylkingar og VG, hafa
gagnrýnt staðarval meirihlutans fyrir
nýtt hjúkrunarheimili og haldið því
fram að ekki sé rými á reitnum til
þess að reisa hjúkrunarheimili sem
uppfylli nútímakröfur.
„Væntanlega er minnihlutinn að
vísa til þess hvort
byggt verði á einni
hæð, en ég tel að
nýtt hjúkrunar-
heimili á Sólvangs-
reitnum muni að
öllu leyti uppfylla
nútímakröfur til
slíkra heimila,“
sagði Guðlaug í
samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Þetta val okkar byggist fyrst og
fremst á faglegri greiningu sem
Capacent vann fyrir okkur. Almennt
höfum við fengið mjög jákvæð við-
brögð við þessari ákvörðun, bæði frá
bæjarbúum, ekki síst eldri borgurum
og hagsmunaaðilum, enda hefur verið
uppi sterk krafa um það hér í bænum
að horft sé á þetta svæði,“ segir Guð-
laug.
Hún bendir á að þessi ákvörðun
rími mjög vel við annað verkefni sem
sé í vinnslu hjá skipulags- og bygg-
ingaráði Hafnarfjarðar um þéttingu
byggðar.
„Við erum að hugsa inn á við og
nýta þá innviði sem þegar eru til stað-
ar á Sólvangsreitnum, sem býður upp
á fjölmörg tækifæri til að styrkja
starfsemina með tengdri þjónustu í
nánasta nágrenni,“ sagði Guðlaug.
Hún segir að stefnan í öldrunar-
þjónustu Hafnarfjarðarbæjar til
næstu áratuga tilgreini að horfa eigi
til þriggja staða hvað varðar frekari
uppbyggingu fyrir öldrunarþjónustu.
Það séu Sólvangur, Skarðshlíð og
Hrafnista. „Þessi ákvörðun núna úti-
lokar alls ekki að í náinni framtíð
komi að slíkri uppbyggingu í Skarðs-
hlíð.“
Vilja nýta innviði og þétta byggð
Morgunblaðið/Júlíus
Sólvangur Bæjarstjórnin ætlar að
þétta byggðina og nýta innviðina
sem eru á Sólvangsreitnum.Guðlaug
Kristjánsdóttir
Nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangsreitnum muni uppfylla nútímakröfur
Veður víða um heim 26.6., kl. 18.00
Reykjavík 18 skýjað
Bolungarvík 15 heiðskírt
Akureyri 20 heiðskírt
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 16 léttskýjað
Helsinki 13 skýjað
Lúxemborg 25 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 21 léttskýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 22 heiðskírt
París 30 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 22 léttskýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 23 léttskýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 23 skýjað
Chicago 20 alskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:59 24:03
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:15 23:47
3.-16. nóvember 2015
Sími 588 8900
transatlantic.is
Verð kr. 549.900
á mann í tveggja manna herbergi
Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel,
skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir
m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn.
Einstök ferð
Hrífandi náttúra, einstök menning og
fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan,
ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi.
Við förum m.a. í Safaríferð á jeppum
og skoðum villt dýr í sínu náttúrulega
umhverfi. Sri lanka er eyjan sem Sinbað
sæfari og Marco Polo heimsóttu á
ferðum sínum. Við kynntumst fram-
andi og heillandi heimi sem tekur á móti
ferðalöngum með opnum örmum.
Verð kr. 568.320
á mann í tveggja manna herbergi
Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar
og íslenskur fararstjóri
4.-19. október 2015
Einstök
ævintýraferð
Við kynntumst stórkostlegri náttúru, dýralífi
og hinum forna menningarheimi Maya
indiána. Skoðum m.a. hin þekkta píramída
Tulum, gamlar menningaborgir, syndum
í sjónum við næst stærsta kóralrif heims
og upplifum regnskóginn. Við tökum svo
nokkra daga á lúxus hóteli við Karabíska
hafið þar sem allt er innifalið.
Á slóðir Maya Indiána
Mexíkó, Guatemala
og Belize
Paradísareyjan
Sri lanka