Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Ljósmyndir/Skotganga Fegurð Mikið er um dýrðir þegar leiðin West Highland Way er gengin. Gangan tekur sjö daga og er 153 km. tignarlegum fjöllum, um skóga, dali og heiðar,“ segir Inga en á meðan gengið er fer hún einnig yfir sögu svæðisins. „Kvöldið áður en haldið er af stað í gönguna þá held ég partý heima hjá mér fyrir gestina,“ segir Inga kát. Þá fá allir góðan mat og drykk í boði hjónanna. „Það hristast allir vel saman og eru verulega vel stemmdir þegar lagt er af stað næsta dag.“ Yfirleitt eru um tíu til tuttugu manns í hverri ferð og segir Inga að hóparnir tengist ótrúlega vel í ferð- unum. „Það myndast öðruvísi stemning þegar fólk er svona saman í útlöndum. Samkenndin verður öfl- ug og allir hugsa hver um annan.“ Aldrei fellt niður Inga hefur sannarlega yndi af ferðunum sem þau hjónin bjóða upp á hjá Skotgöngu en það sést best á því að hún hefur aldrei fellt niður ferð, óháð því hve margir hafa verið skráðir. „Þegar kreppan kom þá var bú- ið að uppbóka allt sumarið en svo féll það allt eins og spilaborg. Þá var bara að gefast ekki upp og halda áfram,“ segir Inga sem fór í tvær sjö daga göngur, sína með hvorum hjón- um, það sumar. „Ég felli aldrei niður ferðir. Þó ég þurfi að borga með sjálfri mér þá fer ég samt, því það er ekki það sem skiptir máli,“ segir Inga. Hjónin dóu ekki ráðalaus þegar umsvifin minnkuðu í kringum efna- hagshrunið heldur beindu sjónum sínum að Skandinavíu. „Það reynd- ist mjög vinsælt þar,“ en þau vinna með ferðaskrifstofum á Norðurlönd- unum til að komast í samband við væntanlega ferðalanga. Nýlega fóru hjónin að bjóða upp á ferðir, í samvinnu við Úrval Útsýn, um slóðir landnámskonunnar Auðar djúpúðgu. Farið er um Suðureyjar og Hálönd Skotlands þar sem tengsl svæðanna við Ísland eru skoðuð. Eyjarnar Mull, Iona, Skye, Eliean Donan, Harris & Lewis eru heim- sóttar. „Þar dýpkum við þekkingu okk- ar á svæðinu og sköpum létta, skemmtilega stemningu og njótum annálaðrar gestrisni Skotanna.“ Tryggvi Heiðar og Davíð Freyr starfa á leikskólum í Vesturbæ Reykjavíkur og þeir skipa líka dúóið Mömmustráka. Þeir ætla að koma fram á Heimilis- legum Sunnudögum á Kex Hosteli við Skúlagötu á morgun sunnudag, kl. 13. Á dagskránni eru leikskólalög og þetta verður notaleg stund með fjör- ugu ívafi og kímnum blæ með anga af bilaðri stemmningu og stuði. Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Gítarinn er iðulega við hönd Davíðs Freys þegar kemur að leik og starfi með börnunum og er hann óspart notaður í söng- og samverustundum. Davíð leggur áherslu á að kynna sem flesta kima tónlistar fyrir börnunum og hvetur þau til að tjá sig í gegnum hana. Tryggvi Heiðar er söngvaskáld og hefur komið fram undir listamanns- nafninu The Friday Night Idols. Heimilislegir sunnudagar á Kex Hosteli með Mömmustrákum Davíð Freyr Hann starfar á leikskólanum Grandaborg meðfram liststörfum. Notaleg stund með fjörugu ívafi Bjartmar Guðlaugsson verður með tónleika í Óðinshúsi á Eyrarbakka í kvöld kl. 21. Bjartmar mun fara létt yfir tónlistarsögu sína, flytja helstu smelli og segja nokkrar skemmtisög- ur tengdar þeim. Þarna munu mæta kunningjar eins og Fúll á móti, Sum- arliði, mamman með beyglaða munn- inn og þeirra nánasta fólk. Tónleikarnir standa í tvær klst. með 15 mínútna hléi og aðgangseyrir er 2.500 kr. Óðinshús var byggt árið 1913 af Kaupfélaginu Heklu á Eyrarbakka sem pakkhús og er eina pakkhúsið á Eyrarbakka frá þessum tíma og eitt elsta steinsteypta hús á landinu. Til- finningin fyrir sögu hússins, tímans tönn ásamt myndlistinni er áþreif- anleg og því geta gestir búist við upplifun fyrir öll skilningarvitin. Tónleikar í Óðinshúsi á Eyrarbakka Bjartmar Fer yfir tónlistarsögu sína. Bjartmar ætlar líka að segja skemmtisögur í kvöld viðtekin viðhorf í þjóðfélaginu og hvernig framboð Vigdísar og for- setakjör breytti hugsunarhætti fólks. Rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Jón Kalman Stef- ánsson flytja enn fremur tveggja manna tal. Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, flytja ávörp. Allir eru hvattir til að fjölmenna á Arnarhól, gleðjast saman og heiðra Vigdísi á þessum merku tímamótum. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum og Háskóli Íslands í samvinnu við Alþingi, ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skógrækt- arfélag Íslands, Samtök atvinnu- lífsins og tugi stofnana og fé- lagasamtaka sem beita sér fyrir málefnum sem Vigdísi eru hug- leikin. Vert er að taka fram að dag- skránni verður sjónvarpað beint á RÚV. Morgunblaðið/Golli Eivør Pálsdóttir Hún er meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni. Ferðir Ingu og Snorra hafa fengið góða dóma á meðal þeirra sem hafa gengið með þeim í gegnum tíðina. „Ekki bara stóð ferðin undir væntingum heldur miklu meira en það. Þar er við Ingu að sakast, skemmtiferðalanginn þann arna,“ hafði einn gestur á orði á vefsíðu fyrirtækis- ins, www.skotganga.co.uk, þar sem hægt er að skilja eftir nokkur orð. Í nóvember er dagskráin fyrir hvert göngu- ár kynnt á vefsíðunni. „Þá eru strax farnar að berast óskir frá fólki um gönguleiðir og reyn- um við alltaf að koma til móts við alla. Þetta er allt mjög frjálslegt,“ segir Inga. Umfram allar væntingar SKOTGANGA.CO.UK Margir kastalar í Skotlandi. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.