Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Vaðlaheiðargöng eru fjórðu jarð-
göngin sem virðast ætla að fara fram
yfir kostnaðaráætlun á síðustu tutt-
ugu og fimm árum. Þetta kemur
fram í upplýsingum frá Vegagerð-
inni ásamt skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um vegaframkvæmdir á árun-
um 1992-1995. Sex göng hafa farið í
byggingu síðan 1991 og verið er að
grafa tvenn göng; Vaðlaheiðargöng
og Norðfjarðargöng.
Vatnið veldur kostnaði
Göngin sem áður hafa farið fram
úr áætlun eru Vestfjarðagöng, sem
fóru um 17% yfir kostnaðaráætlun
samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð-
unar, og Héðinsfjarðargöng, sem
fóru 19% fram úr áætlun. Ástæðan í
báðum tilvikum, eins og í Vaðlaheið-
argöngum, er rakin til vatnsleka sem
upp kom við framkvæmdina. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Speli hf. fór
kostnaður við gerð Hvalfjarðar-
ganga tæplega 5% fram úr áætlun.
Kom sá kostnaður til vegna þess að
grafa þurfti dýpra við munna gang-
anna en gert hafði verið ráð fyrir.
Eru þau einu göngin sem farið hafa
fram úr kostnaðaráætlun sl. 25 ár án
þess að vatnsleki væri orsökin.
Bolungarvíkurgöng voru á áætlun og
samkvæmt Vegagerðinni eru Norð-
fjarðargöng, sem nú er verið að
grafa, einnig á áætlun. Almanna-
skarðsgöng voru hins vegar 2% und-
ir áætlun og Fáskrúðsfjarðargöng
6% undir.
Erfitt að meta vatnsmagn
„Almennt hefur gengið mjög illa
að áætla vatnsrennsli inn í göng hér
á landi og er þá bara verið að hugsa
um kalt vatn. Ýmist er rennslið
miklu meira en talið var líklegt eða
mun minna. Skýringarnar eru að
berg er almennt sprungið en ekki
einsleitt og vatnsrennsli er mest í
sprungum,“ segir í svari stjórnar
Vaðlaheiðarganga við fyrirspurn
fjárlaganefndar. Enn fremur að það
sé tilviljunum háð hvernig gangi að
finna vatn með borunum. Reglan er
sú við gangaframkvæmdir að bergið
sem sprengja á upp er þétt með
steinsteypu áður en sprengt er þar
sem vatnsæðar finnast. Ef það mis-
ferst á einhvern hátt og ekki tekst að
þétta bergið nægjanlega vel geta
einstakir vatnslekar valdið milljarða
tjóni enda um mörg hundruð lítra á
sekúndu að ræða. Vatnsleki í Héð-
insfjarðargöngum mældist til að
mynda á tímabili 300 l/s og Fnjóska-
dalsmegin í Vaðlaheiðargöngum var
lekinn 550 l/s þegar mest var.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Héðinsfjarðargöng Vatnsleki var meginástæða þess að Héðinsfjarðargöng urðu dýrari en áætlanir sögðu til um.
Vatnslekar valda
framúrkeyrslum
Vatn er oftast orsök umframkostnaðar við göng
Vaðlaheiðargöng þau 4. lengstu
Göng Lengd
Hvalfjarðargöng 5.770 m
Göng undir Breiðadals- og Botnsheiði
milli Ísafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar 9.120 m
Bolungarvíkurgöng 5.400 m
Arnardalshamar
- milli Ísafjarðar og Súðavíkur 30 m
Strákagöng
- við Siglufjörð (taln. v. Almenningsnöf) 800 m
Héðinsfjarðargöng 7.100 + 3.900 m
Múlagöng
- í Ólafsfjarðarmúla milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar 3.400 m
Oddsskarð
- milli Eskifjarðar og Norðfjarðar 640 m
Fáskrúðsfjarðargöng 5.900 m
Almannaskarðsgöng 1.300 m
Vaðlaheiðargöng (í gangi) 7.200 m
Norðfjarðargöng (í gangi) 7.900 m
Húsavíkurhöfðagöng (fyrirhuguð) 1.000 m
Dýrafjarðargöng (næst á áætlun) 5.700 m
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall
Omega 3 fitusýra
Meiri virkni
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Læknar mæla
með selaolíunni
Selaolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Selaolía Meiri virkniEinstök olía
Nýtt útlit
„Það er alltaf gott að vera vitur eftir
á,“ segir Soffía Pálsdóttir, yfirmaður
frístundamiðstöðva og tengdrar
þjónustu hjá Reykjavíkurborg, um
að borgaryfirvöld hafi ekki brugðist
strax við vanda sem upp kom síðast-
liðið sumar þegar foreldrar fatlaðra
barna í Klettaskóla gerðu ákall um
að lengja frístundaþjónustu við
börnin um tvær vikur.
Nú stendur aftur til að loka frí-
stundarþjónustunni í Guluhlíð,
Öskju og Garði í tvær vikur í sumar,
sem getur skapað alvarlegar að-
stæður hjá þeim fötluðu börnum
sem þurfa mesta festu í líf sitt.
„Við treystum okkur ekki til að
endurskoða starfsmannahaldið hjá
okkur með svo skömmum fyrirvara,
þegar starfsfólk er búið að gera ráð-
stafanir með sumarfrí sín,“ segir
Soffía. Leitað hafi verið til stjórn-
enda frístundaheimilanna, sem hafi
staðfest að ekki væri hægt að manna
vikurnar tvær sem um ræðir.
Spurð hvort ekki hefði verið hægt
að koma í veg fyrir starfsmannaeklu
ef gengið hefði verið í málið strax í
fyrrasumar þegar vandinn gerði
fyrst vart við sig segir Soffía svo
vera.
„Ég tek það á mig að þarna hefð-
um við strax átt að setjast yfir hlut-
ina. Ég var bara sannfærð um að
menn væru sælir með fimmtíu vikna
þjónustu,“ segir hún. Bregðast þurfi
því hratt við nú með stofnun starfs-
hópsins sem fara á yfir vistunar-
möguleika þessara barna yfir
sumartímann heildstætt, svo að allir
gangi sáttir frá borði. laufey@mbl.is
„Þarna hefðum við strax
átt að setjast yfir hlutina“
Morgunblaðið/Þórður
Lokar Komast hefði mátt hjá sumar-
lokun frístundastarfs Klettaskóla.
Manna ekki
frístundaþjónustu
við fötluð börn
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur sent út
ábendingu til byggingarfulltrúa
sveitarfélaganna um auglýsinga-
skilti meðfram vegum utan þétt-
býlis, en auglýsingar við vegina eru
bannaðar í náttúruverndarlögum.
Samkvæmt lögunum er Umhverfis-
stofnun eftirlitsaðili með auglýs-
ingaskiltum utan þéttbýlis.
Byggingarfulltrúar sjá þó ein-
ungis um leyfisveitingar vegna aug-
lýsingaskilta innan þéttbýlismarka.
„Hugmyndin var að fá byggingar-
fulltrúana með okkur í lið,“ segir
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
samþættingar hjá Umhverfis-
stofnun. Auglýsingarnar spretti oft
upp við þjóðvegi í námunda við þétt-
býliskjarna. „Það er alltaf svolítið
um þetta og við þurfum reglulega að
senda áminningar vegna auglýs-
ingaskilta,“ segir hún, en tilkynn-
ingar til byggingarfulltrúa eru jafn-
an sendar út á vorin í ljósi aukinnar
umferðar um vegina yfir sumarið.
Spurð hvort skiltunum hafi fjölg-
að í samræmi við fjölgun ferða-
manna hér á landi segir Sigrún að
svo sé ekki. „Við höfum ekki tekið
saman tölur þar sem við sjáum slíka
þróun. Skiltin eru álíka mörg og
verið hefur,“ segir Sigrún.
Í náttúruverndarlögum er heimild
til að sekta fyrir ólögleg auglýs-
ingaskilti, en sektirnar verða hæstar
hundrað þúsund krónur á dag. „Það
er ekki mikið um sektir, yfirleitt eru
skiltin tekin niður eftir ábendingu
frá okkur,“ segir Sigrún.
Lagaóvissa um þéttbýlið
Í rannsóknarskýrslu sem unnin
var fyrir Vegagerðina árið 2014
kemur fram gagnrýni á lagaumgjörð
um auglýsingar við vegi utan þétt-
býlis. Skýrslan fjallar um umferðar-
merkingar á þjóðvegum landsins
vegna fjölgunar ferðamanna á veg-
unum, en þar er einnig minnst á aug-
lýsingaskilti.
Auk náttúruverndarlaga fjalla
vegalög um auglýsingaskilti utan
þéttbýlis, en í þeim er Vegagerðin
tilgreind sem eftirlitsaðili. Í vegalög-
um segir að án leyfis Vegagerðar
séu auglýsingaskilti ekki heimil
nema utan veghelgunarsvæðis, sem
nær þrjátíu metra frá miðlínu stofn-
vega og fimmtán metra frá miðlínu
annarra þjóðvega. Að sögn G.
Péturs Matthíassonar, upplýsinga-
fulltrúa Vegagerðarinnar, leyfir
Vegagerðin engin skilti innan veg-
helgunarsvæðisins.
Undantekning í náttúruverndar-
lögum heimilar hins vegar látlausar
auglýsingar um atvinnurekstur í ná-
grenni við staðsetningu auglýsingar-
innar. Vegalög banna því auglýs-
ingar sem falla undir undantekningu
náttúruverndarlaga.
Í skýrslunni er að lokum mælst til
þess að við endurskoðun náttúru-
verndarlaganna verði miðað að sam-
ræmingu sjónarmiða lagabálkanna
tveggja um bann við auglýsinga-
skiltum við vegi landsins.
Náttúruvá og
umferðarógn
við þjóðvegina
Auglýsingaskilti eru viðvarandi
vandamál utan þéttbýliskjarnanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjóðvegur Auglýsingaskiltin rísa
helst við þjóðvegi um allt land.
Auglýsingaskiltin
» Umhverfisstofnun hefur leit-
að til byggingarfulltrúa um
samstarf vegna auglýs-
ingaskilta utan þéttbýlis.
» Auglýsingaskilta hefur orðið
vart við vegi um land allt, helst
við þéttbýliskjarna.
» Lög um bann við auglýs-
ingaskiltum við þjóðvegi eru
óljós miðað við ákvæði nátt-
úruverndarlaga og vegalaga.