Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Ragnheiður æfði fimleika hjá Ár- manni frá fimm ára aldri og síðan tók handboltinn við hjá Víkingi á unglingsárunum: „Þóra María, dótt- ir mín, fetaði í fótspor mömmu í fim- leikum og handbolta en er líklega móðurbetrungur því hún leikur með handboltalandsliðinu 15 ára og yngri.“ Ragnheiður dvaldi í sveit á sumr- in, m.a. á Gunnarsstöðum í Þistil- firði. Hún var fyrst í Breiðagerðis- skóla og Réttarholtsskóla, lauk stúdensprófi frá MS 1995, HND- prófi í ferðamálafræði frá Bourne- mouth University 1997, BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MSc.-prófi í stjórnun og alþjóðaviðskiptum þaðan 2008. Ragnheiður hóf árið 1998 störf við Fjárfestingabanka atvinnulífsins sem síðan sameinaðist Íslandsbanka en þar sinnti hún ýmsum störfum, var m.a. þjónustustjóri og deildar- stjóri. Hún hóf störf hjá Kaupþingi 2007 (síðar Arion banki), var aðstoðarútibússtjóri þar 2008-2012, var síðan sérfræðingur í straumlínu- stjórnun við bankann og var útibús- stjóri í Borgartúni 18 þar til nú í vor er hún tók við stöðu þróunarstjóra á viðskiptabankasviði. Vill ekki gsm-samband Ragnheiður er meðlimur í Ragn- heiðarfélaginu, með rúmlega 40 nöfnum sínum, og er í Mömmu- klúbbi sem er 14 ára, eins og frumburðurinn. „Ég fylgi föðurfjölskyldunni í því að vera með óbilandi veiðidellu. Oddur afi var svo framsýnn að festa kaup á jörðum við Selá í Vopnafirði, ásamt íbúðarhúsinu Leifsstöðum sem er okkar veiðihús og afdrep. Þarna er dásamlegt að hvíla lúin bein, veiða lax og njóta náttúrunnar. Á Leifsstöðum er olíuknúin ljósa- vél, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp og ekkert gsm-samband, þótt það sé nú að komast á, því miður. Ég á ómetanlegar minningar frá Selá við veiðar með Oddi afa þar sem ég þræddi fyrir hann flugurnar þegar hann sá ekki til þess lengur. Hann var veiðimaður og mikill nátt- úruunnandi. Það er svo ekki verra að eiginmaðurinn er einnig með mikla veiðidellu.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Sigur- jón Gunnlaugsson, f. 10.7. 1972, sölustjóri hjá Verslunartækni. For- eldrar hans eru Gunnlaugur Jó- hannsson, f. 21.3. 1941, og Unnur Gottsveinsdóttir, f. 4.2. 1942. Börn Ragnheiðar og Sigurjóns eru Þóra María Sigurjónsdóttir, f. 21.12. 2000, og Sindri Sigurjónsson, f. 30.8. 2006. Systir Ragnheiðar er Hrafnhildur Jóhannesdóttir, f. 21.2. 1982, kenn- ari í Mosfellsbæ, en maður hennar er Jógvan Hansen, f. 28.12. 1978, söngvari og hárgreiðslumaður. Foreldrar Ragnheiðar eru Jó- hannes V. Oddsson, f. 12.6. 1956, verktaki og bóndi, og Þóra A. Sig- mundsdóttir, f. 14.8. 1954, banka- starfsmaður. Þau búa í Mosfellsbæ. Úr frændgarði Ragnheiðar Jóhannesdóttur Ragnheiður Jóhannesdóttir Þóra A. Þorbjarnardóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Hjörleifur Sveinsson skipstj. í Vestmannaeyjum Anna Hjörleifsdóttir skrifstofum. í Rvík Sigmundur P. Lárusson múraram. í Rvík Þóra A. Sigmundsdóttir bankastarfsm. í Mosfellsbæ Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Lárus Sigmundsson Knudsen verkam. í Rvík Ragnheiður Jóhannesdóttir hárgreiðslum. í Mosfellssveit Oddur V.G. Ólafsson yfirlæknir og alþm. í Mosfellssv. Jóhannes V. Oddsson verktaki í Mosfellsbæ Steinunn Oddsdóttir húsfr. á Óslandi Ólafur Ketilsson hreppstj. og útvegsb. á Óslandi í Höfnum, af Víkingslækjarætt Haukur Jóhannesson póst- og símstöðvarstj. á Siglufirði Haukur Hauksson aðstoðarflugmálastj. Helgi JóhannessonJóhannes L.L. Helgason forstj. Happdrættis HÍ Jakob Jóhannesson Smári skáld og kennari Jóhannes L.L. Jóhannsson pr. á Kvennabrekku í Dölum Finnbogi Helgason b. í Hítardal Gunnar Finnbogason skólastj. Vörðuskóla Guðríður Helgadóttir húsfr. á Kvennabrekku Sveinn Hjörleifsson útvegsm. í Vestmannaeyjum Veiðiklóin Ragnheiður við Selá. Laugardagur 95 ára Reynir Zoéga 90 ára Fjóla Sigurðardóttir Guðrún Snæbjörnsdóttir 85 ára Guðrún Jónsdóttir Halldór Vilhjálmsson 80 ára Axel Guðmundur Guðmundsson Bjarni Eiríkur Sigurðsson Guðrún Bjarnadóttir 75 ára Jóhann H. Scheither Sigvarður Halldórsson Svava Friðþjófsdóttir 70 ára Ásgeir Indriðason Hringur Guðmannsson Irek Adam Klonowski Ólafur Indriðason Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson 60 ára Einar Páll Gunnarsson Erna Hilmarsdóttir Geir Guðmundur Gunnarsson Halla Elín Baldursdóttir Henryk Wladyslaw Jurczyk Kristjana G. Hávarðardóttir Kristjana Ragna Jensdóttir Kristjana Skúladóttir 50 ára Alfons Sólbjartsson Anna Fanney Ólafsdóttir Arna Matthildur Eggertsdóttir Einar Þór Bergþórsson Eygló Kristjánsdóttir Máni Sær Viktorsson Ríkey Þorbergsdóttir Sigurður Hrafn Jökulsson Sigurður Kristinsson Svava Agnarsdóttir Sveindís Sigurbergsdóttir 40 ára Eva Reykjalín Elvarsdóttir Guðmundur Ágúst Ólafs- son Halldór Sigurður Kjartansson Haraldur Ragnarsson Kristín Konráðsdóttir Somsak Ngamchoei Steindór Guðmundsson Svana Fjóla Hilmarsdóttir Vigdís Guðjónsdóttir 30 ára Berglind Kristinsdóttir Björn Gunnarsson Dorota Beata Koryczan Flosi Hrafn Sigurðsson Guðni Baldur Gíslason Inga Hrund Kjartansdóttir Karitas S. Ingimarsdóttir Konráð Vignir Sigurðsson Laimonas Siksnius Óðinn Stefánsson Ólafur Karl Jónsson Pawel Pogorzelski Rúnar Freyr Rúnarsson Sandra Karen Káradóttir Sigfús Kristinn Gunnlaugsson Sunna Dögg Heimisdóttir Valgerður Björk Benediktsdóttir Sunnudagur 85 ára Ásta Björnsdóttir Una Hallgrímsdóttir 80 ára Sigurður Sveinsson 75 ára Ásta Jóhannsdóttir Díana Sjöfn Eiríksdóttir Eyjólfur Jónsson Gestur Reimarsson Guðbjörg Gréta Bjarnadótt- ir Guðmundína L. Hannibalsdóttir Guðmundur Pétursson Gunnar Erlendsson Hallgrímur Sveinsson Hildigunnur Hilmarsdóttir Kristín Ágústsdóttir Páll Engilbertsson Sigfús Þór Magnússon 70 ára Anna Þ. Kristbjörnsdóttir Bjarni Hermannsson Einar Benediktsson Geir Garðarsson Gísli Jónsson Ingibjörg Pálsdóttir Jónas Ragnarsson Kjartan Ólafs Tómasson Kristín Einarsdóttir Sigurborg Þórarinsdóttir Valgerður Sigurðardóttir 60 ára Bjarni Hermann Hall- dórsson Eyþór Hannesson Herborg Harðardóttir Hilmar Hróarsson Jón Grétar Magnússon Kristín Árný Ingólfsdóttir Kristján Björn Ríkharðsson Páll Guðlaugsson Sigfús Axfjörð Sigfússon Sigurveig Sjöfn Einarsdóttir Svanfríður Hjaltadóttir 50 ára Ásgeir Ásgeirsson Ásta Júlía Kristjánsdóttir Björg Sighvatsdóttir Bryndís Marsibil Gísladóttir Einar Skagfjörð Steingrímsson Elvar Örn Erlingsson Guðrún S. Bergþórsdóttir Halldóra V. Sigurgeirsdóttir Heiða Vernharðsdóttir Lilja Ívarsdóttir Már Árnason 40 ára Árni Björn Einarsson Ásdís Arnalds Elzbieta Zielke Friðrik Þór Steingrímsson Heiðar Hjalti Bergsson Inga Rún Elefsen Ingi Guðni Guðmundsson Júlía Sigurðardóttir Lukrecija B. Daníelsdóttir Marta Sólveig Björnsdóttir Sigurbjörg Guðl. Guðjónsdóttir Þorsteinn Bogason 30 ára Artur Zukowski Bancha Chaisuwan Birgitta Ýr Færseth Birna H.B. Þórmundsdóttir Bragi Þór Antoníusson Brynjar Eddi Rafnarsson Eva Dögg Bergþórsdóttir Gísli Hvanndal Jakobsson Ingunn María Guðjónsdóttir Jakobína Ósk Sveinsdóttir Joanna D.Z. Curylo Jóhanna G. Arnarsdóttir Jóhannes Andrésson Jóhann Þór Elísson Jón Þór Halldórsson Kristinn Már Gíslason Lovísa Grétarsdóttir Magdalena K. Antolak Perla Dís Ragnarsdóttir Sau Thi Nguyen Til hamingju með daginn  Anna Ólafsdóttir hefur varið doktorsritgerð sína í mennta- vísindum frá Uppeldis- og mennt- unarfræðideild við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Hugmyndir há- skólakennara um „góða háskóla- kennslu“ og þættir innan og utan stofnunar sem þeir telja að hafi áhrif á hvernig kennslan fer fram (Aca- demics’ conceptions of „good uni- versity teaching“ and perceived in- stitutional and external effects on its implementation). Ritgerðin greinir frá rannsókn sem hafði að meginmarkmiði að greina hvað háskólakennarar álíta „góða há- skólakennslu“, hvaða aðstæður í kennsluumhverfinu þeir telja nauð- synlegar til að hægt sé að kenna á þann hátt og hvaða þættir, hvort heldur er innan eða utan stofnunar, þeim finnst ráða því hvort kennslan verði góð. Rannsóknin var tilviks- rannsókn og tilvikið háskólastofnun á Íslandi. Fjórir þættir einkenna hug- myndir háskólakennara um „góða há- skólakennslu“, í fyrsta lagi áhersla á ríkuleg gagnvirk samskipti nemenda og kennara, í öðru lagi kennsluundir- búningur sem miðar að því að hlúa að og efla skilning nemenda á við- fangsefninu, en tryggir um leið sem best já- kvæða upplifun kennaranna sjálfra af sam- verunni við nem- endur, í þriðja lagi notkun leiðsagnarmats sem hef- ur það að markmiði að styðja við námið og efla skilning og að síðustu áhersla á ýmis almenn námsmarkmið til viðbótar markmiðum sem tengjast beint fagþekkingu á því sviði sem námið tekur til. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að reiknilíkan stjórnvalda sem ákvarðar fjárframlag til háskólastofnana hindri kennara í að nýta þær leiðir sem þeir annars kysu að nota í kennslu sinni og vinni þannig gegn hugmyndum kennara um góða háskólakennslu. Meginnið- urstaða rannsóknarinnar er að mik- ilvægt sé að efla skilning allra sem koma að ákvörðunum um málefni og starfsemi háskóla á gagnvirkni ákvarðana sem teknar eru á stjórn- valdsstiginu, stofnanastiginu og ein- staklingsstiginu. Anna Ólafsdóttir Anna Ólafsdóttir lauk stúdentsprófi frá MR 1975, grunnskólakennaraprófi frá KHÍ árið 1983 og M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla árið 2003. Anna hóf haustið 2000 störf við Háskólann á Akureyri, fyrst sem verk- efnastjóri fjarkennslu, en frá 2004 hefur hún gegnt akademískri stöðu við stofn- unina og er nú starfandi dósent við kennaradeild. Sambýlismaður Önnu er Pálmi Gunnarsson og eiga þau tvær dætur, Ragnheiði Helgu og Ninnu Rún. Doktor BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 UNFURL FREJ SVEFNSÓFAR - SEM BREYTAST Í GOTT RÚM Á AUGABRAGĐI - GÓÐ SPRINGDÝNA - SVEFNBREIDD 120X200 LITIR: GULUR / LJÓSGRÁR KR. 109.900 GÓÐ SPRINGDÝNA - SVEFNBREIDD 115X200 LITIR: SEMENT / LJÓSGRÁR KR. 179.800 ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA - RÚMFATAGEYMSLA SVEFNBREIDD 140X200 - LITIR: LJÓSBLÁR / GRÁR KR. 129.900 ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA - RÚMFATAGEYMSLA SVEFNBREIDD 140X200 - KR. 139.900 RECAST SLY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.