Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 7. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  149. tölublað  103. árgangur  Fyrir besta vininn Sími 698 7999 og 699 7887 FYRSTI FIÐLU- KONSERT EFTIR KONU Á ÍSLANDI LUNKINN AÐ VEIÐA STÓR- FISKANA STANGVEIÐI 16ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI 47 Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is „Sala á almennum, venjulegum hjólum hefur dregist saman en aukist á þeim dýrari,“ segir Jón Pétur Jónsson, eigandi reiðhjólaverslunarinnar Arnarins, en hann segir að reiðhjól séu orðin að ákjósanlegri samgöngukosti en þau voru áður fyrr. Fjöldi hjólreiðamanna á höfuðborgarsvæðinu hefur nánast þrefaldast frá árinu 2009 en árlegur fjöldi inn- fluttra hjóla hefur á sama tímabili lítið breyst á milli ára, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands og Reykjavíkur- borg. Þrátt fyrir það hefur verðmæti innflutningsins tvö- faldast. Ofangreindar upplýsingar gefa því til kynna að eftirspurn eftir dýrari hjólum hafi aukist og að hjólin séu meira notuð. Að sögn Jóns hefur viðhaldsþjónusta og sala á auka- hlutum og ýmsum klæðnaði tengdum hjólreiðum einnig aukist til muna, sem má rekja til meiri notkunar á reið- hjólum. »22 Meira hjólað á dýrari hjólum Morgunblaðið/Árni Sæberg Á hjóli Frá árinu 2009 hefur átt sér stað 180% fjölgun hjólreiðamanna skv. upplýsingum Reykjavíkurborgar.  Aukin eftirspurn eftir dýrari hjólum og hjólabúnaði  Með bættu aðgengi hafa reiðhjól orðið raunhæfari samgöngumáti Nokkir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings voru í gær dæmdir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur fyrir markaðs- misnotkun og umboðssvik. Var þeim gert að sök að hafa haldið uppi verði hlutabréfa, haft milligöngu um sýndarkaup á bréfum og lánað eigna- lausum félögum fé án trygginga. Ingólfur Helgason var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í málinu og Bjarki Diego í tveggja og hálfs árs fangelsi. Birnir Sær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson fengu hvor um sig 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og Einar Pálmi Sigmundsson tveggja ára fangelsi skilorðsbundið. Þá voru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hvor um sig dæmdir til hegningarauka vegna fyrri brota þannig að eins árs fangelsis- dómur bætist við fjögurra ára fangelsisrefsingu sem Sigurður hlaut í Al Thani-málinu. Hreiðari Má verður ekki gerð frekari refsing en sú sem hann fékk í Al Thani-málinu, fimm og hálfs árs fangelsi. Magnús Guðmundsson og Björk Þórarinsdóttir voru sýknuð af þeim kröfum ákæruvaldsins sem eftir stóðu eftir að nokkrum þeirra hafði verið vísað frá dómi. brynja@mbl.is »6 Morgunblaðið/Eggert Dómsuppsaga Verjendur ræða málin á meðan beðið er dóms. Misnot- uðu að- stöðu sína  Misvísandi mynd gefin af eftirspurn  Framkvæmda- stjóri Hreyfils- Bæjarleiða segir að lokaður Face- book-hópur leigu- bílstjóra, sem ber heitið „Hreyfill- Bæjarleiðir“, tengist fyrirtæk- inu ekki með nokkrum hætti. Hópur- inn var kærður til Persónuverndar í gær þar sem farið var fram á rann- sókn á upplýsingasöfnun sem þar fer fram. Hafa leigubílstjórar m.a. deilt myndum af farþegum, af skilríkjum þeirra og leynilegri myndbands- upptöku skv. skjáskotum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. »6 Leigubílstjórar skiptast á upplýs- ingum um farþega  Aldrei hefur verið hærra hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysis- skrá en árið 2014. Þá voru 23% at- vinnulausra á skrá hjá Vinnumála- stofnun með háskólamenntun en þetta hlutfall var 8% árið 2000. „Há- skólamenntun á fyrsta stigi, þ.e. BA- og BS-próf, er kannski farin að líkj- ast því sem stúdentspróf var fyrir 30-40 árum,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá VMST. »12 Háskólamenntun líkist stúdentsprófi  Efnt verður til þjóðaratkvæða- greiðslu í Grikk- landi um það hvort Grikkir eigi að samþykkja aukið aðhald sem lánardrottnar þeirra setja sem skilyrði fyrir frek- ari aðstoð. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, tilkynnti það í sjónvarsávarpi í gær- kvöldi að atkvæðagreiðslan yrði haldin sunnudaginn 5. júlí. Greiða atkvæði um aukið aðhald Alexis Tsipras „Það eru allir glaðir, vinka okkur og veifa,“ segir Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, sjúkraliði í Vogum, sem lögð er af stað í hringferð um landið á gamalli Farmall Cub-dráttarvél og kúrekakerru ásamt manni sínum, Helga Guðmundssyni húsasmið. „En þetta er bilun,“ bætir hún við. Júlía og Helgi hafa áður lagt í langferð á trakt- ornum, þau fóru yfir Kjöl fyrir fimmtán árum. Þau sofa í kerrunni, hún er „tjaldvagn“ þeirra. „Þetta er æðislegt. Við komumst í nána snert- ingu við landið. Sjáum hreiðrin í vegkantinum og allt það. Verst hvað við förum hægt yfir, traktor- inn fer ekki nema á 10 kílómetra hraða,“ segir Júlía. Það þýðir að þau taka sér heldur lengri tíma í ferðina en WOW-hjólakapparnir sem þau mættu í Krýsuvík í gær, en þau reikna með að verða þrjár vikur til mánuð í ferðinni. helgi@mbl.is Sjáum hreiðrin í vegkantinum  Hjón úr Vogum fara hægt yfir í hringferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Hringferð Júlía og Helgi ferðast á Farmall Cub sem Helgi gerði sjálfur upp og fína „tjaldvagninum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.