Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 49
H U N AVA KA
47
mikilli herkænsku og útsjónarsemi. Fyrsta verk þeirra var að styrkja úti-
dyrahurðina eins og kostur var með því að sperra í hana að innan og
hlaða öllu lauslegu, sem að gagni gat komið, að henni.
Til að hrekja bola af bæjarhlaðinu og frá þeirri iðju sinni að rífa niður
torfveggi bæjarins, var flestu sem hönd á festi og komst út um gluggana
í bæjarrisinu kastað í hann. Meira segja við ungmennin sem höfðum
sloppið farsællega úr lífsháska og vorum nú hetjur dagsins, máttum sýna
færni okkar á þessu sviði. Fæst af því sem kastað var hæfði bola og ef eitt-
hvað var, varð þetta frekar til að æsa hann upp en hrekja burt af hlað-
inu.
Eflaust hefur konunum hér verið kunn saga konunnar ráðsnjöllu sem
var ein heima með börnum sínum þegar mannýgt naut braust inn í bæ-
inn. Konan sú brá sér út um glugga og kom aftan að nautinu sem ekki
gat snúið sér við í bæjargöngunum. Síðan batt hún með bandi um pung
bola og tjóðraði hann við stoð. Þarna mátti hann svo standa þar til lijálp
barst.
Til þess að ná athygli vegfarenda, ef einhverjir væru, var sett vakt við
glugga bæjarins sem snéri að veginum og til öryggis öllum utanaðkom-
andi var rauð dula bundin á kústskaft og henni stungið upp um hlóða-
eldhússtrompinn. Þegar komið var fram á daginn sást til ríðandi manns
á veginum og náðist samband við hann. Honum var sagt hvernig ástatt
væri á heimilinu. Sá sem hér náðist í var Pétur Agústsson sem var að
heimsækja konu sína, Steinvöru Jóhannesdóttur á Svínavatni. Hann brá
skjótt við og safnaði liði á nágrannabæjunum. Þeir komu um síðir vopn-
aðir heykvíslum og bareflum og handsömuðu Svartabola. Þeir bundu
hann og lokuðu inni í hesthúsinu sem hann hafði áður sloppið úr. Nú
var öllu tjaldað sem tiltækt var, neglt og bundið umhverfis hann svo að
hann slyppi ekki aftur út. Þegar karlmennirnir komu heim úr sláturhúss-
ferðinni var þeim sagt frá þeirri uppákomu sem Svartiboli olli meðan
þeir voru fjarverandi.
Eftir þennan atburð voru allir sammála um að ekki væri eftir neinu
að bíða með að lóga Svartabola en enginn vildi vinna það verk, því að-
staða heima fyrir eða í sláturhúsi var engin. Þá var óvíst hvort þau skot-
vopn, sem voru aðallega haglabyssur til rjúpnaveiða, myndu vinna á
hauskúpu hans sem var vafalítið bæði þykk og hörð sökum stærðar og
aldurs. Stórgripum var áður fargað með svokölluðu svæfingarjárni. Sú
aðferð fólst í því að þar til gert járn var rekið með hnalli niður í háls
gripsins, í svokallaða banakringlu. Mænan var þar höggvin í sundur með
þeim afleiðingum að skepnan varð máttlaus og gat ekki hreyft sig.
Þar sem Svartiboli var í eigu búnaðarfélagsins bar syórn þess að sjá
um framkvæmd verksins. Leitað var eftir manni eða mönnum til að taka
það að sér en enginn fékkst til þess. Það var því ljóst að stjórn félagsins
varð að vinna verkið þótt óljúft væri. I stjórninni voru faðir minn, Þorleif-
ur Ingvarsson og Lárus Sigurðsson, sem þá bjó á Hamri.