Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 221
HUNAVAKA
219
Magnúsar Jósefssonar Steinnesi
með 7,87 í aðaleinkunn, Onn frá
Grafarkoti í eigu Herdísar Einars-
dóttur og Indriða Karlssonar með
7,74 í aðaleinkunn og Katla frá
Flögu í eigu Héðins Sigurðssonar
Blönduósi með 7,58 í aðalein-
kunn. Af 6 vetra hryssum stóðu
efstar, Blika frá Garði í eigu Bald-
vins Ara Guðlaugssonar Akureyri
með 7,88 í aðaleinkunn, Æra frá
Grafarkoti í eigu Herdísar Einars-
dóttur og Indriða Karlssonar með
7,69 í aðaleinkunn og Eydís frá
Flögu í eigu Vals K. Valssonar
Flögu með 7,62 í aðaleinkunn.
Anna Margrét Jónsdóttir.
NÝTT FÉLAG STOFNAÐ.
Með málþingi sem haldið var í
Félagsheimilinu á Blönduósi 10.
apríl hófst undirbúningur að
stofnun félags í A-Hún. sem væri
þátttakandi í landssamtökunum
Landsbyggðin lifí (LBL). Þau sam-
tök voru stofnuð á Akureyri 12.
júní 2001 og í þeim eru nú 15 fé-
lög, aðallega á Norður- og Austur-
landi.
A þessu málþingi fluttu fram-
söguerindi: Grétar Þór Eyþórsson
framkvæmdastjóri Byggðarann-
sóknarstofnunar Háskólans á Ak-
ureyri, Þórarinn Sólmundsson frá
Byggðastofnun á Sauðárkróki,
Skúli Skúlason rektor Háskólans á
Hólum og Sveinn Jónsson bóndi
Kálfskinni sem er varaformaður
LBL. Mikill fróðleikur kom fram í
máli þeirra og svöruðu þeir vel
ágengum spurningum fundar-
manna um byggðamál.
I framhaldi af því var 2. júní
haldinn fundur á Blönduósi og
stofnað félag. 1 lögum fyrir félagið
segir meðal annars að markmið
þess sé að vinna að eflingu heima-
byggðar á hreiðum grundvelli,
leggja áherslu á sérstöðu héraðsins
og virkja fólk til samstarfs um fjöl-
þætta möguleika til framtíðar.
Einnig var ákveðið að leita eftir til-
lögum um nafn á félaginu sem
yrði ákveðið á aðalfundi síðar á ár-
inu. Síðan var kosin starfsstjórn
fram að aðalfundi. Astæða er til að
geta þess að engin félagsgjöld eru í
félaginu en því veittur styrkur til
verkefna sem það vinnur að frá
Landsbyggðin lifí eins og öllum
hinum aðildarfélögunum.
Árið 2000 hafði verið stofnað fé-
lag í Skagahreppi sem heitir Vina-
félag Skagahrepps og stóð m. a. að
stofnun landssamtakanna LBL ári
síðar. Það félag hefur í t\'ö sumur
unnið við fjöruhreinsun og einnig
komið fyrir borðum og bekkjum
við snyrtingar í Kálfshamarsvík svo
að ferðamenn geti sest niður og
notið umhverfisins. Stjórn félags-
ins skipa: Kristján Kristjánsson
Steinnýjarstöðum, Björn Sigur-
björnsson Hlíð og Bjarneyjóns-
dóttir Tjörn.
Aðalfundur nýja félagsins var
haldinn 27. nóvember. Þar komu
fram fjórar góðar dllögur um nafn.
Samþykkt var nafnið Húnavaki
sem hlaut langflest atkvæði. Stofn-
félagar í Húnavaka eru 48.
A fundinum mætti Ragnar Stef-
ánsson, formaður landssamtak-
anna LBL. Hann kynnti starfemi
þeirra og verkefni sem verið er að
vinna að á vegum þeirra sem heidr
Unglingurinn á landsbyggðinni.