Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 118
116
M U N A V A K A
hoppar, Linda! Stúlkan fékk rauðan og hvítan kjól í sama pakka og
sokkabuxur með en ég gat ekki keypt á hana skó þannig að ég reyndi að
pússa hversdagsskóna eins vel og ég gat og sauntaði á hana kápu úr lé-
legu efni en hún er eins og prinsessa, dansar út um allt af gleði. Við höf-
um ekki verið svona fín síðan ég hætti að vera kona á föstu og varð
einstæð móðir. Þannig að ég ákvað að fara með þau á aðventukvöldið.
Það var yndislegt. Þau sátu eins og englar og hlustuðu á tónlistina,
sönginn og prestana. Eg hugsaði þegar ég sá barnakórinn. Eg skal sko
koma mínurn börnum í eitthvað svona! Þegar viö stóðum utan við kirkj-
una og horfðum kringum okkur á eftir, vatt sér að mér görnul kona,
heldur afundin. „Sjá nú þetta, örsmár drengur í jakkafötum! Ekki voru
nú börnin svona fínt klædd þegar ég var að alast upp. Eg veit ekki hvað
verður úr þessum nútímabörnum sem alast upp í óhófi og svo miklum
allsnægtum að þau halda að peningarnir komi bara upp úr skítnum á
götunum." Svo jesúsaði hún sig yfir börnunum mínum og mér. Börnin
skildu sem betur fer ekki neitt og brostu bara dl ókunnu konunnar en ég
var illa slegin.
Veistu Linda, ég er eiginlega kontin með ofnæmi fyrir öllu þessu fólki
sem er að tala um óhófið, neysluna og allt dótið sent allir eiga? Þjóðfélag-
ið hefur breyst svo mikið á ekki mörgum árum eins og t'ið \itum báðar og
í dag eru börnin annars flokks hjá skólafélögunum og í samfélaginu ef
þau eiga ekkert og mega ekkert. Það gerist strax við skólaaldur og ég
hugsa dl þess með hryllingi ef aðstæður mínar verða eitthvað svipaðar
því sem þær eru núna! Þá get ég ekkert gert fyrir þau og þau verða út-
skúfuð og alast upp nteð vanmetakennd í hjartanu og það vil ég ekki.
Linda, hvað á ég að gera? Þú ert alltaf svo ráðagóð, gerðu það, segðu
mér hvernig ég á að breyta lífinu? Neyða lífið til þess að breytast mér í
hag, allavega börnunum mínum í hag!
Svo hittir maður gantla konu sem segir manni að maður sé að hafa
það alltof gott! I gantla daga var þjóðfélagið dálítið öðruvísi. Eg skil það
vel en vá! Þá voru heldur ekki allir að reyna að teygja og toga börnin okk-
ar út og suður og halda að þeim hinu og þessu. Þá fékk fólk örlídnn frið
með börnin sín. Kannski, kannski ekki, ég verð að gera svo vel að lifa í
nútímanum. Eg get ekki spólað til þess tíma sem var - svona og svona -
þegar einhverjir aðrir voru að alast upp!
O, guð, hvað ég sakna þess að vera stelpa í skóla, áhyggjulaus og
manstu hvað var frábært síðustu jólin? Þegar við sátum nokkur við kerta-
ljós í herberginu þínu næstum alla nótdna og spjölluðum um framtíð-
ina? Alla draumana okkar sem við trúðum hvert öðru fyrir, við sjö?
Sjömenningarnir frábæru, ég sakna ykkar hræðilega.
Elsku Linda, hafðu samband.
Þín vinkona Ella.