Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 222
220
II U N A V A K A
Nær 60 skólar um land allt taka
þátt í því. Verkefnið felst í því að
nemendurnir skrifa ritgerð undir
nafninu Heimabyggðin - Hvað get
ég gert fyrir hana? Dómnefnd frá
LBL fer yfir ritgerðirnar og veitt
verða verðlaun fyrir þær bestu.
Einnig má geta þess að grunn-
skólarnir þrír í A-Hún. taka þátt í
þessu verkefni og hefur stjórn
Húnavaka ákveðið að veita sérstök
verðlaun fyiir þrjár bestu ritgerðirn-
ar sem koma frá þeim og birta þær.
Stjórn Húnavaka skipa: Haukur
Suska Garðarsson formaður, Sig-
ríður Svavarsdóttir gjaldkeri og
Stefán A. Jónsson ritari.
Vefsíða Landsbyggðin lifí er
landlif.is.
Stefán A. Jónsson.
FRÁ FÉLAGI KÚABÆNDA.
Félag kúabænda í A-Hún. tekur
á fundum sínum fyrir hin ýmsu
mál sem snerta hag framleiðenda
og framtíð mjólkuriðnaðar í hér-
aðinu. Auk þess stóð félagið að
fundi með Þórólfi Sveinssyni, for-
manni Landsambands kúabænda
og Agli Sigurðssyni stjórnarmanni
sem jafnframt eru í saminganefnd
um nýjan búvörusamning. Kynntu
þeir þau drög sem lágu fyrir, svo
og starfsemi LK. Einnig var hald-
inn í samvinnu við mjólkursamlag-
ið fundur með Jóni K. Baldurssyni,
starfsmanni afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði, um gæðamál mjólkur,
flokkunarmál og verðfellingu en
reglugerð þar að lútandi tekur
gildi 1. apríl 2004.
Þá hafa verið tekin fyrir vatns-
mál mjólkurframleiðenda, greiðsl-
ur fyrir framleiðsluleyfi og fjósa-
skoðanir.
Nokkuð hefur verið um endur-
bætur á fjósum og mjaltakerfum í
sveitum og þurfum við Húnvetn-
ingar að halda vöku okkar til að
dragast ekki aftur úr tæknivæðingu
og hagræðingu í mjólkurfram-
leiðslunni.
Sala á nautagripakjöti var svipuð
og á síðasta ári en bændum sem
framleiða nautakjöt fer fækkandi
enda er verðlagning og greiðslu-
kjör óviðunandi og ekki hægt að
sjá að bændur treysti sér til að
framleiða það með svona lakri af-
komu.
Akveðið er að greiða 1,07 kr. í
arð á innveginn mjólkurlítra vegna
innleggs 2003. Hækkun á mjólkur-
verði, 1,89 kr. til framleiðenda, tók
gildi 1. janúar 2004. Ákveðið hefur
verið að greiða fyrir próteinhluta
úr þremur milljónum lítra mjólk-
ur umfram greiðslumark.
Verð á framleiðslurétti hefur ver-
ið mjög hátt síðustu misseri og ár.
Ekki er hægt að sjá að bændur geti
keypt rétt á þessu verði en á hinn
bóginn hvetur þetta háa verð til
fækkunar í stéttinni og gerir kyn-
slóðaskipd á jörðum mjög erfið.
Viðræður eru hafnar um gerð
nýs búvörusamnings, í fyrri hluta
þeirra viðræðna tóku þátt fulltrúar
ríkisins svo og fulltrúar opinberra
starfsmanna, samtaka launafólks,
bændasamtakanna og afurða-
stöðva landbúnaðarins. Þeirri
vinnu er lokið og náðist full sátt í
nefndinni um þessi drög en hún
átti að meta núverandi stöðu,
leggja mat á hverju núgildandi
samningur hefði skilað samfélag-