Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 212
210
HUNAVAKA
kveðjuhófi Jóns ísbergs sýslu-
manns og við setningu Búnaðar-
þings með Sinfónínhljómsveit
Islands. Það er nokkuð árvisst að
hann hefur sungið í Heilbrigðis-
stofnuninni á Blönduósi, á fyrsta
maí hátíðahöldum, í kaupfélags-
búðinni, nú Húnakaupum, fyrir
jólin og við ýmis önnur tækifæri,
bæði á gleði- og sorgarstundum.
Kórinn gaf út sinn fyrsta geisla-
disk, Bjarkartóna, árið 1998.
Stjórnendur á þeim diski voru Pet-
er Wheeler og Thomas Randal
Higgerson. Undirleikari á píanó
var Thomas en annar undirleikur
var í höndum ungra stúlkna úr
Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu.
Einsöngvarar voru Sigfús Péturs-
son, Halldóra A. Heyden Gests-
dóttir og Steingrímur Ingvarsson.
Fjögur börn kórfélaga sungu með
í einu lagi sem var eftir söngstjór-
ann Peter Wlteeler. Kórinn hefur
notið leiðsagnar hæfra tónlistar-
manna bæði hvað varðar söng-
stjórn og undirleik.
Söngstjórar hafa verið þessir:
Sven Arne Korsham
Sigurður Daníelsson
Svanbjörg Sverrisdóttir
Rosemary Hewlett
Sólveig S. Einarsdóttir
Peter VNTreeler
Thomas R. Higgerson.
Soffla F. Rafnsdóttir
Michaeljón Clarke
Þórhallur Barðason
1983- 1984,
1984- 1990,
1990-1992,
1992-1994,
1994- 1995,
1995- 1997,
1997-2000,
2000-2001,
2001-2002,
2002.
Það hefur verið gaman að rifja
upp starfsemi kórsins á þessum 20
árum sem liðin eru og sjá hversu
starfið hefur verið fjölbreytt og
ótrúleg elja og áhugi hjá kórfélög-
um að fara um langan veg á æfing-
ar nánast í hvaða veðri sem er og
gefa sér tíma í ferðalög með kórn-
um vítt og breitt um landið.
Samkórinn Björk er bjartsýnn á
framtíðina þegar hann er að hefja
sitt tuttugasta og fyrsta starfsár
með ungan og efnilegan söng-
stjóra, Þórhall Barðason og Elín-
borgu Sigurgeirsdóttur sem
meðleikara á píanó. Stendur til að
minnast þessara tímamóta með
ýmsum hætti.
I kórnum eru starfandi 26
manns, þar af eru átta í söngnámi
í Tónlistarskólanum. Er það ómet-
anlegt fyrir sönglíf í héraði að
söngdeild sé starfandi við tónlistar-
skólann. Hefur það fljótt skilað
sýnilegum árangri þar er nýir ein-
söngvarar birtast hver af öðrum úr
röðum kórfélaga.
Það er von okkar að sönglíf
eflist hér enn frekar og nauðsyn-
legt er að hafa gott samstarf á milli
kóranna og tónlistarskólans. En
það hefur verið með ágætum og
má þar nefna ferð Karlakórs Ból-
staðarhlíðarhrepps og Lúðrasveit-
ar Tónlistarskólans síðastliðið vor
til Svíþjóðar.
Halldóra A. Heyden Gestsdóttir.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGIA-HÚN.
Það voraði óvenju snemma á Is-
landi á liðnu ári eftir mjög mildan
vetur. Gróður var kominn vel af
stað í byrjun maí í Húnaþingi, þeg-
ar frost varð í nokkrar nætur. Trjá-
gróður var 4 til 6 vikum lengra
kominn en í meðalári. Innfluttar
tegundir létu meira á sjá en þær
innlendu eftir frostnæturnar. Lerk-