Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 74
72
H U N A V A K A
að mér, ég er eins og einhver önnur kona, ég þekki ekki sjálfa mig. Hann
leggst við hlið mér í rúminu. Hann kyssir mig, hann fer að afklæðast. Það
er svo góð lykt af honum, hann lyktar eins og andvari vorsins, blómaang-
an. Eg verð svo glöð allt í einu, ég gleymi að ég er gift kona. Hann klæð-
ir mig líka úr, mér verður ekkert kalt þótt kalt sé í herberginu. Hann
kyssir mig alls staðar og ég kyssi hann. Það er eins og ég hafi ekki gert
neitt annað, ég sé útlærð. Eg þrái að hann geri eitthvað meira við mig
en svo hugsa ég að það sé ekki fullt tungl, það megi kannski ekki gera
neitt svoleiðis nema þá. Hann rís upp við dogg, horfir á mig sínum
dökku augum, horfir biðjandi, ég horfi á móti, ég skynja hvað hann vill.
Eg kinka kolli, hann leggst ofan á mig, ég fmn að skrýtna tilfinningin
milli fóta mér er að verða mér ofviða, loksins, loksins verður henni full-
nægt. Eg er í sæluvímu, veit ekki hvað ég er að gera en samt veit ég það.
Hrafn kyssir mig, tunga hans þrýstir sér upp í munn minn, ég opna hann
og tek á móti öllu sem hann býður mér.
A eftir ligg ég í örmum hans, hann heldur fast utan um mig eins og
hann vilji ekki sleppa mér. Eg sofna en undir morgun vakna ég við að
hann kyssir mig og fer fram úr rúminu, klæðir sig í fötin og fer jafn hljóð-
lega og hann kom. Eg sofna aftur. Var þetta draumur hugsa ég er ég
vakna? Er hægt að dreyma eitthvað svona raunverulegt? En ég vakna án
klæða svo að innst inni veit ég að þetta hefur allt gerst.
Þetta endurtekur sig nóttina eftir og allar nætur þar til Sveinn kemur
heim af hreppsnefndarfundinum sem hefur hugsanlega staðið í vikn. Eg
er búin að vera í þvílíkri sæluvímu allan þann tíma að ég fj'lgist tæplega
með tímanum. Sigurlín grunar ekkert. Hún er að stússast í tóvinnu og
sér um mjaltir og ýmislegt annað sem gera þarf. Eg sé um Helgu og ýmis
önnur bústörf, sé um að hafa til mat og dreyma dagdrauma. Eg svíf um.
Allt í einu er Sveinn kominn heim. Eg verð smeyk um að liann sjái
eitthvað á mér, livernig ég hef hagað mér. En Sveinn sest bara niður og
biður um hressingu. Hann talar og talar með sinni skræku rödd og segir
frá öllu því nýjasta sem hann hefur frétt. Sigurlín er klesst upp við hann
og forvitnin alveg að drepa hana. Hrafn spjallar líka og spyr frétta. Hann
segir jafnframt að hann þurfi að hætta í vinnumennsku lijá okkur. Hjart-
að í mér stoppar eða svo finnst mér. Hann má ekki fara. Eg get ekki litið
glaðan dag ef ég fæ ekki að sjá hann á hverjum degi. Sveinn verður ekki
ánægður en segist jafnframt ekki geta bannað honum að fara en það sé
frekar erfitt að fá vinnumenn þegar svona liðið sé á haustið.
Hrafn er farinn þegar við vöknum daginn eftir. Það er eins og hann
hafi aldrei verið hjá okkur, ekkert eftir sem minnir á hann. Það kemur
eldri maður til okkar eftir nokkurn tíma, maður sem flakkar um sveitina
og er í lausamennsku liér og þar smá tíma. Hann verður hjá okkur um
veturinn. Hann hefur aldrei heyrt um Hrafn og kannast ekkert við lýs-
ingu Sveins á honum, hann sem hefur oft verið fyrir vestan og farið um