Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 220
218
HUNAVAKA
í hús má lesa að mestar afurðir eft-
ir hverja vetrarfóðraða á eru 31,2
kg hjá Jóhönnu Pálmadóttur og
Gunnari Kristjánssyni á Akri. I
öðru sæti er Sigursteinn Bjarnason
í Stafni með 31,0 kg og í þriðja
sæti, með 29,5 kg eftir vetrarfóðr-
aða á eru Steingrímur Ingv’arsson
og Halldóra Gestsdóttir á Litlu-
Giljá. Eru þetta meiri afurðir eftir
vetrarfóðraða á en lengi hafa sést
hér í sýslu og er það afar ánægju-
legt. Yfir heildina að líta virðist
vera talsverð afurðaaukning al-
mennt í héraðinu og eru það afar
góðar fréttir.
Ómskóbun og aukinn áhugi.
A undanförnum árum hefur
talsvert verið að færast í aukana að
bændur láti ómskoða og dæma
ásetningslömb. I ár varð mikil
aukning í þessari starfsemi og voru
ómskoðuð 3.677 lömb sem er
aukning um 1.358 lömb milli ára.
Bæði eru þarna að bætast við nýir
bæir og einnig er meira um það að
bændur láti skoða stærri gimbra-
hjarðir vegna ásetningsvals. Lýsir
þetta, ásamt aukningu í sæðing-
um, mjög auknum áhuga í sauð-
fjárræktinni sem er afar ánægjuleg
þróun. Dæmdir voru 64 vetur-
gamlir hrútar og eru það aðeins
færri en árið á undan enda farið
að leggja á það minni áherslu.
Af ómmældum og stiguðum
lambhrútum stóð efstur með 86,0
stig hrútur nr. 1151 í eigu þeirra
Jóhönnu Pálmadóttur og Gunnars
Kristjánssonar á Akri. Hann var
með 39 mm í bakvöðva (á hol-
lensku ómtæki) sem er gríðarmik-
ið, 9,5 fyrir bak, 9,5 fýrir malir og
18,0 stig fyrir læri. Hann er hyrnd-
ur undan Sjóð 97-846 frá Efri-
Gegnishólum. Næstur honum
með 85,5 stig var hrútur nr. 940 í
eigu Jóns Arnajónssonar og Bjarg-
ar Bjarnadóttur á Sölvabakka. Sá
var með 31 mm þykkan bakvöðva
(á skoskn ómtæki), 9,0 fyrir bak,
9,0 fyrir malir og 18,0 stig fyrir
læri. Hann er hyrndur undan
Ljónia 98-865 frá Brautartungu.
Þriðji hrúturinn í sýslunni, einnig
með 85,5 sdg, var hrútur nr. 108 í
eigu þeirra Birgis Gestssonar og
Þórunnar Ragnarsdóttur á Kornsá.
Hann var með 32 mm bakvöðva (á
hollensku ómtæki), 9,5 fyrir bak,
8,5 fyrir malir og 18,0 stig fyrir
læri. Hann er kollóttur undan hrút
nr. 01-763 frá Kornsá.
Héradssýning.
A sameiginlegri héraðssýningu í
Húnaþingi sem haldin var á
Hvammstanga í byrjun júní stóð
efstur í flokki 5 vetra stóðhesta,
Rauðskinni frá Grafarkoti, í eigu
Herdísar Einarsdóttur og Indriða
Karlssonar Grafarkoti með 8,01 í
aðaleinkunn. I flokki 4 vetra stóð-
hesta kom einungis einn liestur til
dóms, Orator frá Grafarkoti í eigu
Herdísar Einarsdóttur og hlaut
hann 7,63 í aðaleinkunn. Af 4.
vetra hryssum stóðu efstar, Osvör
frá Grafarkoti í eigu Herdísar Ein-
arsdóttur með 7,64 í aðaleinkunn,
Frigg frá Þingeyrum í eigu Þing-
eyrabúsins ehf. með 7,51 í aðalein-
kunn og Freisting frá Höfðabakka
í eigu Sverris Sigurðssonar
Hvammstanga með 7,44 í aðalein-
kunn. Af 5 vetra hryssum stóðu
efstar, Gæfa frá Steinnesi í eigu