Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 172
170
HUNAVAKA
Þijár í viðbragdsstöðu.
Ljósm.: Jóliann G. Frímann.
varð lægstur 3,6 stig þann 9. N læg-
ar áttir voru allan mánuðinn nema
brá fyrir S átt þann 18. Mesti vind-
ur var skráður 5 vindstig þann 6. af
N og aftur þann 10. af NA.
Heyfengur var auðtekinn og
mikill og allur jarðargróður mjög
snemma á ferðinni. Sum lerkitré
voru að vakna til nýs vaxtar eftir
vetrarsvefn í kuldunum í maímán-
uði.
Agúst:
Öndvegistíð var allan ágústmán-
uð. Aðeins einn dag þann 23. fór
hámarkshiti niður fyrir 10 stig og
var þá 8,5 stig. Hámarkshiti mán-
aðarins var 18,9 stig þann 9. Lág-
marks hiti var undir 10 stigum 14
sólarhringa og lægstur 3,3 stig
þann 28. Urkomu varð vart í 17
daga en 15 mælanlegir með alls
33,5 mm regni. Segja mátti að
aldrei hvessti, mest skráð 5 vindstig
af N lægri átt þann 1. og 2. N Iæg-
ar áttir voru fyrstu þrjá daga mán-
aðarins og síðan frá 20. til 29. S
lægar áttir voru frá 13. til 19 og
loks SV lægar áttir 30. og 31.
Allur jarðargróður var í hámarki
og nýting eftir því góð. Laxveiði í
ám í héraðinu var léleg vegna
vatnsleysis í berg\atnsám og veiði
varð ekki við komið í Blöndu
nema lítillega til 13. vegna vatna-
vaxta er Blöndulón varð yfirfullt.
September.
I september brá til óstöðugra
tíðarfars, en áður hafði lengi ver-
ið, bæði um hitastig og úrkomu, er
varð alls 73 mm er féll á 21 degi en
tveir voru ekki mælanlegir, 61,6
mm regn og 11,4 mm snjór. Snjó-
lag var gefið dagana 18., 22. og 23.
en hvarf strax og ekki gefíð úr því
til mánaðarloka. Fyrstu 10 dagar
mánaðarins voru hlýdr, 17 stiga hiti
þann 4. og 17,6 þann 10. Frost var
1,6 stig þann 19., 2,1 stig þann 23.,
3,1 stig þann 25. og 1 stig þann 30.
Nokkuð var vindasamt að lið-
inni fyrstu viku mánaðarins er áttir
voru S lægar en úr því voru áttir
breytilegar. Gefin voru 6 vindstig
af SSV þann 20. og 8 vindstig af
NV þann 21.
Fjárleitir gengu vel og fénaður
kom vænn af fjalli. Lauffall af
trjám gekk hratt undir mánaðar-
lokin vegna storma. Jörð var auð í
byggð í mánaðarlokin en fjöll
flekkótt.