Fréttablaðið - 11.11.2015, Blaðsíða 2
Suðlæg átt 5-13 m/s og áframhaldandi
skúrir sunnan og vestan til, jafnvel
slydduél, en hægari vindur og nokkuð
bjart norðaustanlands. Hiti um eða undir
frostmarki fyrir norðan, en upp í 5 stig
sunnan heiða. Sjá Síðu 20
Veður Hávaðamengun sagt stríð á hendur
Sakamál „Ég mun þróa þessa nýju
stöðu og vera tengiliður til þeirra
hópa í samfélaginu sem haturs-
glæpir beinast gegn,“ segir Eyrún
Eyþórsdóttir sem tekur við nýrri
stöðu innan lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu eftir áramót og
rannsakar hatursglæpi.
„Þróunin í Evrópu er skýr, þar
hafa þessir glæpir verið teknir
föstum tökum og við fylgjum þeirri
þróun hér á landi. Við tökum mið
af nágrannalöndum okkar,“ segir
Eyrún og nefnir sérstaklega starf
lögreglunnar í Ósló sem hún hefur
kynnt sér vel auk þess sem lög-
reglan í Stokkhólmi sé vel að sér í
málaflokknum.
„Bara á þessu ári hafa yfir hundr-
að hatursglæpir verið skráðir í
Ósló. Það er engin ástæða til að
halda að ástandið sé öðruvísi hér.
Það er búið að vera töluvert um
ummæli gagnvart samkynhneigð-
um hér á landi í tengslum við Gay
Pride í fyrra og hinsegin fræðslu í
Hafnarfirði og þá er þekkt dæmið
þegar moskulóðin var smánuð. Það
þarf að rannsaka þess konar athæfi
með tilliti til hvort um hatursglæp
er að ræða.
Eyrún segir fólk eiga almennt að
gera sér grein fyrir því þegar það
brýtur lög og sumir telji tjáningar-
frelsi algilt. „Málið er bara það að
það er hægt að takmarka tjáningar-
frelsið, það er til dæmis rökstuðn-
ingur ríkissaksóknara þegar hann
ákveður að fella úr gildi ákvörðun
lögreglustjóra um að rannsaka ekki
ummæli sem Samtökin ’78 telja
hatursummæli. Fólk þarf betur
að gera sér grein fyrir að það má
ekki segja allt og gera allt gagnvart
fólki.“
Hluti af starfinu verður einnig að
fylgjast með uppgangi öfgahópa.
„Það hafa sprottið upp hópar sem
hafa talað sterkt gegn múslimum
og öðrum hópum. Það þarf ef til
vill að skoða nánar hvort þarna sé
eitthvað sem varðar við lög.“
Þeir sem fremja hatursglæpi
segir Eyrún vera fólk sem fær útrás
fyrir ofbeldishneigð sína með
þessum hætti. „Almennt er talað
um að gerendur í hatursbrotum
sé fólk sem er fullt af hatri og telur
fólk, sem er að einhverju leyti ólíkt
því sjálfu, ógna sér.“
kristjanabjorg@frettabladid.is
Fylgist með uppgangi
öfgahópa á Íslandi
Eyrún Eyþórsdóttir mun aðstoða við að bera kennsl á hatursglæpi og kortleggja
áhættuhópa hér á landi. Hún segir nauðsynlegt að taka glæpina föstum tökum.
Eyrún segir hatursglæpi í miklum mæli hafa beinst gegnt samkynhneigðum og
transfólki í Evrópu. Fréttablaðið/VilhElm
Bara á þessu ári hafa
yfir hundrað
hatursglæpir verið skráðir.
Það er engin ástæða til að
halda að ástandið
sé öðruvísi hér.
Eyrún Eyþórsdóttir
lögreglufulltrúi
Umferðin um Hafnarfjarðarveg getur skapað mikinn hávaða og ónæði fyrir þá sem þar eru dagsdaglega. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar gegn hljóð-
mengun var gert ráð fyrir að hljóðmönum yrði komið upp. Það er nú orðið að veruleika. Fréttablaðið/GVa
lögreglumál Greindarskertur hol-
lenskur maður var úrskurðaður í
áframhaldandi gæsluvarðhald og
einangrun í Héraðsdómi Reykjaness
í þrjár vikur til viðbótar í gær. Mað-
urinn hefur verið í einangrun á Litla-
Hrauni síðan 29. september.
Hann ásamt tveimur Íslendingum
og öðrum Hollendingi er í einangrun
í tengslum við rannsókn á smygli á
23 kílóum af sterkum fíkniefnum til
landsins með Norrænu. Allir voru
þeir úrskurðaðir í þriggja vikna
áframhaldandi gæsluvarðhald.
Fréttablaðið greindi frá því á dög-
unum að fjölskylda mannsins hafi
haft miklar áhyggjur af honum í um
mánuð og hafi ekki fengið neinar
upplýsingar um ferðir hans.
Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru
fengnir á grundvelli rannsóknarhags-
muna svo sakborningar geti ekki haft
áhrif á framgang rannsóknar lögregl-
unnar að sögn Aldísar Hilmarsdóttur
aðstoðaryfirlögregluþjóns.
Verjendur sakborninganna hafa
allir kært þennan úrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness til Hæstaréttar
sem mun kveða upp sinn úrskurð á
fimmtudag. – ngy
Greindarskertur
fangi áfram í
einangrun
um hve r f iSm ál Hreppsnefnd
Kjósar hrepps hefur lýst stuðningi
við bókun sveitarstjórnar Hval-
fjarðarsveitar sem vill herða veru-
lega mengunarvarnakröfur og eftir-
lit með álverinu á Grundartanga.
Þar á að auka framleiðslugetu verk-
smiðjunnar um 50 þúsund tonn.
„Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
gerir einnig fjölmargar athugasemd-
ir við tillögu Umhverfisstofnunar
að nýju starfsleyfi, og vill ekki að
Norðurál beri sjálft ábyrgð á meng-
unarmælingum,“ vitna Kjósverjar
til bókunar nágranna sinna handan
Hvalfjarðar. – gar
Mæli ekki
mengun sjálf
kjaramál Alþýðusamband Íslands
(ASÍ) segir mikilvægt að Ríkisskatt-
stjóri (RSK) taki alvarlega ábendingar
þeirra sem næst standa vinnumarkaði
um möguleg skattabrot með útvistun
verkefna til erlendra fyrirtækja sem
hér veiti tímabundið þjónustu.
Í greinargerð á vef ASÍ segist sam-
bandið ósammála því sem haft hafi
verið eftir sviðsstjóra fyrirtækjaskrár
RSK í fréttum RÚV um að ekkert bendi
til slíkra undanskota.
„Á síðustu vikum og mánuðum
hefur Alþýðusambandinu og aðildar-
samtökum þess borist upplýsingar um
vaxandi fjölda erlendra fyrirtækja sem
eru með tímabundna starfsemi hér á
landi einkum í tengslum við mann-
virkjagerð.“ Oft sé um að ræða undir-
verktaka hjá íslenskum aðilum. – óká
Segja víst
svikist um
1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m i ð v i k u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
D
-F
D
0
4
1
6
E
D
-F
B
C
8
1
6
E
D
-F
A
8
C
1
6
E
D
-F
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K