Fréttablaðið - 11.11.2015, Page 8

Fréttablaðið - 11.11.2015, Page 8
löggæsla Vinnueftirlit ríkisins hefur á skrá rétt tæplega 400 vinnuslys hjá lögreglumönnum á fjögurra ára tíma- bili, 2011 til 2014. Flest bendir til að opinberar tölur um vinnuslys lögregl- unnar séu allt of lágar en tugir mála eru hjá lögmönnum til úrlausnar er varða lögreglumenn sem hafa slasast við störf. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsaðstæður lög- reglunnar, en Vinnueftirlitið lét þess getið í síðustu ársskýrslu sinni að strax við hrun og árin á eftir hafi því verið beint til stjórnvalda að huga að vinnu- vernd – enda þegar allt er skoðað ættu stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi. Það sé hins vegar fjarri því að vera raunin og var sérstaklega tekið til þess að stærsti hópurinn sem um ræðir sé lögreglan. Vandi lögregl- unnar er varðar vinnuvernd sé mikill og viðvarandi undirmönnun rót þess vanda. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri hefur staðfest við Frétta- blaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki – á sama tíma er lögregluliðið 640 manns og hefur þeim farið sífellt fækk- andi á undanförnum árum en þeir voru 712 árið 2007. Samkvæmt slysatölfræði Vinnu- eftirlitsins voru tilkynnt 554 slys á lögreglumönnum á níu ára tímabili – árin 2006 til ársloka 2014. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu var skráningu þessara slysa þó ábótavant til ársins 2010 þegar skráning batnaði verulega. Frá 2011 til 2014 voru 398 slys tilkynnt – tæplega 100 árlega hjá hópi manna sem voru 610 til 647 við störf á tímabilinu. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL), telur það mat lögmanna félagsins að vinnuverndarmálum sé ekki gefinn nægilegur gaumur. Þá sé skráningum vinnuslysa lögreglumanna, sem er á ábyrgð stjórnenda stofnana, mjög ábótavant þó einstök embætti hafi sitt á hreinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, sem hélt á penna í hvassri gagnrýni á Stjórnarráðið, og ekki síst innanríkisráðherra, í nýjustu ársskýrslu stofnunarinnar segir málið alvarlegt. „Þetta er alvörumál að stór hópur lögreglumanna slasast á hverju ári. Þetta kallar á betri mönnun og þjálfun til að tryggja öryggi og heilsu lögreglumanna og þar með betri lög- gæslu fyrir okkur borgarana,“ segir Kristinn. Fréttablaðið hefur fengið það stað- fest, þar á meðal frá embætti ríkislög- reglustjóra, að engin miðlæg skráning er á landsvísu um þau slys sem lög- reglumenn verða fyrir í vinnu sinni. Snorri segir að eðli málsins sam- kvæmt séu vinnuslys stéttarinnar oft öðruvísi en gengur og gerist með önnur vinnuslys. „Það eru vinnuslys hjá lögreglumönnum ef þeir lenda í árekstri sem veldur meiðslum, lenda í átökum við misindismenn eða kasta sér á eftir fólki sem hefur fleygt sér í sjóinn.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa lögmenn LL til með- ferðar um sextíu mál er varða bætur til handa lögreglumönnum sem hafa slasast með einum eða öðrum hætti – en þrettán öðrum málum var þó lokað á þessu ári. Strax árið 2010 kom fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi gegn lögreglunni það mat embættisins að lögreglan sé komin að þolmörkum hvað varðar starfsmannafjölda. Frekari fækkun lögreglumanna sé líkleg til að draga úr öryggi lögreglumanna þar sem lögreglustjórar munu þurfa að fækka á vöktum og láta lögreglumenn starfa eina fremur en með félaga. Hvetur ríkis- lögreglustjóri til þess að lögreglustjórar leggi faglegt mat á öryggi lögreglu- manna og geri viðeigandi ráðstafanir, og sjái þeir að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu vegna manneklu eða skorts á búnaði bregðist þeir við og upplýsi ríkislögreglustjóra um stöðu mála. svavar@frettabladid.is Sláandi fjöldi vinnuslysa Ein birtingarmynd manneklu hjá lögreglu virðist mikill fjöldi skráðra vinnuslysa. Á 4 árum voru 398 vinnuslys tilkynnt. Lögreglan undirmönnuð um 240 manns. ✿ lögreglan stórlega undirmönnuð 398 - 82 640 lögreglumenn við störf í febrúar 2015 220 lögreglumenn vantar til að lágmarks ölda lögreglu- - manna sé náð mál vegna vinnuslysa tilkynnt mál vegna vinnuslysa til lög- fræðings í ár Tilkynnt vinnuslys á lögreglu mönnum 2011-2014 Þetta er alvörumál að stór hópur lögreglumanna slasast á hverju ári. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnu- eftirlitsins GRÍPUR MEIRA EN ATHYGLINA HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Verð frá aðeins 2.290.000 kr. Þér á eftir að líka vel við ŠKODA Fabia. Glæsileg hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og gerir aksturinn skemmtilegri hvert sem þú ferð. Það er engin tilviljun að ŠKODA Fabia skyldi vera valinn bíll ársins af WhatCar? og hljóta Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA Fabia. Hlökkum til að sjá þig. Fabia – nýi verðlaunagripurinn frá ŠKODA 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D a g U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 E E -9 F F 4 1 6 E E -9 E B 8 1 6 E E -9 D 7 C 1 6 E E -9 C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.