Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 11.11.2015, Qupperneq 28
Örvar Snær Óskarsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá Júpíter. Örvar hefur starfað hjá Landsbank- anum frá árinu 2011 en starfaði áður hjá Fjármálaeftirlitinu. Örvar er með B.Sc.-gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í fjármálastærðfræði frá Queen Mary University í London. – sg Örvar Snær ÓSkarSSon Lýður Heiðar Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf. Hann mun taka við starfinu af Kolbeini Friðrikssyni á næstu mán- uðum. Lýður er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykja- vík og lauk meistaraprófi í fjárfest- ingarstjórnun frá sama skóla. Hann starfaði áður sem forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki lífeyris- sjóði. – sg Lýður Heiðar GunnarSSon Svipmynd ÞorGeir BaLdurSSon „Það er svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár, ég neita því ekki, en það er alveg tíma- bært,“ segir Þorgeir Baldursson, fráfarandi forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í yfir fimmtíu ár, þar af sem forstjóri fyrirtækisins og tengdra félaga í rúmlega þrjá- tíu ár. „Ég er kominn á áttræðis- aldur, og þá á yngra fólk að taka við og hefði átt að gera það fyrir löngu ,“ segir Þorgeir og bætir við að hann sé mjög ánægður með eftirmann sinn. Aðspurður segist Þorgeir ekki vera með nein ákveðin plön að starfslokum, hann ætli bara að njóta frítímans. „Ég ætla að njóta einhverra ára í ellinni án þess að vera bundinn einhverj- um skyldustörfum. Ég er heil- mikill útivistarmaður og dunda í hestamennsku og sumarbústað og skógrækt. Ég hef ýmislegt fyrir stafni,“ segir Þorgeir. Þorgeir er hluthafi í Odda. Hann segist ætla að halda hlut sínum eftir starfslok og jafnvel sitja í stjórn félagsins, hins vegar sé það ekki alráðið enn. „Ég verð viðloðandi til að byrja með. En mín ósk væri nú innan tíðar að ég myndi láta öðrum stjórnar- stöður eftir,“ segir Þorgeir. Oddi er stærsti pappírs- og plastframleiðandi landsins. Þorgeir segir að starfsemin sé mjög breytt frá því þegar hann fyrst hóf störf. Hann byrjaði á Grettisgötunni hjá litlu fyrir- tæki sem sinnti helst bóka- og tímaritaprentun auk almennrar prentunar. Fyrirtækið stækkaði og byggði nýtt hús uppi á Höfða- bakka árið 1981 og þá breyttist hlutverk þess. „Það þótti vera svolítið djarft þar sem við vorum að færa okkur út fyrir bæinn á þeim tíma, en það skapaði fyrst möguleika til að gera eitthvað í alvöru, bæði í prentun og vél- væðingu í bókaframleiðslunni,“ segir Þorgeir. „Starfsemin er orðin svo margbrotin. Áður fyrr lögðum Útilokar ekki að taka sæti í stjórn Prentsmiðjunnar Odda Þorgeir Baldursson lét af störfum sem forstjóri Prentsmiðjunnar Odda á dögunum eftir rúmlega þrjátíu ára starf. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 55 ár og segir reksturinn hafa gjörbreyst á þeim tíma. Lýður tekur við af Kolbeini Örvar nýr sérfræðingur hjá Júpíter Ég er heilmikill útivistarmaður og dunda í hestamennsku og sumarbústað og skógrækt. Ég hef ýmislegt fyrir stafni. Þorgeir Baldursson við mesta áherslu á bækur og almenna prentverkið. Í dag eru 70 prósent af okkar veltu í öskju, bylgju og plasti. Auk þess hefur fyrirtækið sameinast öðrum fyrirtækjum í bransanum, meðal annars Kassagerðinni, Umbúða- miðstöðinni, og Gutenberg. Þannig að þetta er svo sem ekki sama fyrirtæki og það var þegar maður byrjaði,“ segir Þorgeir. Þorgeir hefur verið iðinn í félagsstörfum og hefur meðal annars starfað fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann segist hins vegar alfarið hættur að skipta sér af störfum flokksins og hafi ekki einu sinni mætt á landsfundinn í ár. „Ég er að draga mig út úr flestu því sem ég var að sinna á þessum tíma. Þannig að ég er ekki að fara að snúa mér að því aftur,“ segir Þorgeir. saeunn@frettabladid.is Guðný Halla Hauksdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður þjónustuvers hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Undanfarin tvö ár vann hún sem sérfræðingur í þjónustumálum hjá VÍS. Guðný Halla er viðskipta- fræðingur og útskrifaðist frá Háskól- anum í Reykjavík árið 2011. Í kjölfarið útskrifaðist hún úr MBA-námi við Háskóla Íslands árið 2014. – sg Nýr forstöðumaður þjónustuvers OR Guðný HaLLa HaukSdÓttir Þorgeir Baldursson segir það svolítið skrítið að yfirgefa Odda eftir öll þessi ár í starfi. FréttaBlaðið/GVa Verð á olíutunnu mun ekki ná 80 Bandaríkjadölum fyrr en árið 2020 samkvæmt meginspá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar um þróun olíuverðs næstu árin. Verð á olíutunnunni er nú undir 50 Bandaríkjadölum eftir að hafa staðið í  115 Bandaríkjadölum sumarið 2014. Samkvæmt spánni mun eftir- spurn eftir olíu aukast um innan við eitt prósent á ári fram til ársins 2020. Það dugi ekki til að mæta miklu framboði af olíu sem og  auknu framboði endur- nýjanlegra orkugjafa. Vilyrði sem mörg af stærstu ríkjum heims hafa gefið um að draga úr koltvísýr- ingslosun næstu árin hafa einnig áhrif í spánni. Búist er við því að Bandaríkin, Japan og Evrópusam- bandsríkin muni draga úr eftir- spurn eftir olíu næsta aldarfjórð- ung. Þetta hefur Financial Times eftir Fatih Birol, framkvæmda- stjóra Alþjóðaorkumálastofnun- arinnar. Eftir 2020 muni eftirspurn eftir olíu nánast standa í stað og ein- ungis aukast um fimm prósent næstu tuttugu árin. Framleiðsla ríkja utan OPEC hefur dregist saman að undan- förnu, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Á sama tíma hafa Sádi-Arabía og Íran aukið framleiðslu sína sem viðhaldið hefur lágu olíuverði. Minni hagvöxtur í Kína og þá sérstaklega hægari vöxtur í verk- efnum sem tengjast stóriðju eru sögð hafa mikil áhrif á að olíu- verðið haldist lágt. Hagvöxtur í Kína verði fremur drifinn áfram af einkaneyslu en orkufrekum iðnaði. Olíufélög hafa þurft að takast á við verðlækkanirnar með því að draga úr útgjöldum og segja upp mörg þúsund manns sem og setja 26 þúsund milljarða fjárfestingar í stórum olíuvinnsluverkefnum í biðstöðu samkvæmt frétt Reuters. Þá muni aukið framboð endur- nýjanlegra orkugjafa enn frekar draga úr eftirspurninni eftir olíu á næstu árum. – ih Búast við að olíuverð haldist lágt fram til 2020 Olíuvinnsla í ríkjum utan OPEC hefur dregist saman að undanförnu. Hér má sjá starfsmann vinna við olíuborholu í Kasakstan. FréttaBlaðið/GEtty 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D A G U r8 markaðurinn 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -8 C 3 4 1 6 E E -8 A F 8 1 6 E E -8 9 B C 1 6 E E -8 8 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.