Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 4
fimmtudagur 12. febrúar 20094 Fréttir Enn mótmælt við Seðlabanka Hópur mótmælenda tók sér stöðu við Seðlabankann í gær, þriðja daginn í röð. Hópurinn vildi með því mótmæla setu Davíðs Odds- sonar og Eiríks Guðnasonar á stólum seðlabankastjóra. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni voru lögreglumenn á staðnum til að fylgjast með að allt fari vel fram. Seinna í gær tilkynnti Eiríkur svo að hann bæðist lausnar frá og með 1. júní. Rolls Royce stolið í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu leitar nú að Rolls Royce-bifreið sem stolið var í Hafnarfirði en tilkynnt var um nytjastuldinn í síðasta mánuði. Eigandi bílsins var erlendis í nokkrar vikur en þjófnaðurinn uppgötvað- ist þegar hann kom til baka. Rollsinn, sem er af gerðinni Silver Spirit, var þá horfinn en bílnum var lagt við hús eigandans. Bíllinn er blár að lit eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Lífeyrissjóðir skreppa saman Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.658 millj- arðar króna í lok árs í fyrra og hafði þá lækkað um 10 prósent frá hruni bankanna. Seðlabankinn tekur fram að enn sé nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum líf- eyrissjóðanna. Líklegt er að sú óvissa sé til lækkunar á hreinni eign þeirra til greiðslu lífeyris. Skerðing á lífeyrisréttindum blasir því við, hjá sumum sjóð- anna að minnsta kosti. Skerð- ing verður ekki hjá lífeyrissjóð- um opinberra starfsmanna en sjóðir þeirra sem starfa á al- mennum vinnumarkaði munu eflaust margir þurfa að skerða réttindin. Í viðtalinu við Ísland í dag sagði Mar- celina frá kynnum sínum af Catalinu Mikue Ncogo en hún sakar Catal- inu um að hafa sent ofbeldismenn á heimili sitt sem réðust á hana með þeim afleiðingum að hún missti fóstur. Marcelina féllst á að veita Ís- landi í dag viðtal, sem sjónvarpað var í fyrrakvöld, á þeim forsendum að hún myndi ekki þekkjast í við- talinu. Þá mun Catalina einnig hafa tekið af henni vegabréf hennar og því komst Marcelina hvorki lönd né strönd. Þegar Marcelina reyndi að fá vegabréf sitt aftur á Catalina að hafa sett það sem skilyrði að hún ynni fyr- ir hana sem vændiskona. Marcelina greindi jafnframt frá því að hún væri mjög hrædd við Catalinu. Ekki náðist í Marcelinu sjálfa við vinnslu þess- arar fréttar en Sigurður Haraldsson, náinn vinur hennar, staðfestir að við- talið sem tekið var í byrjun árs og birt í fyrrakvöld hafi verið veitt með þeim skilmálum að hún myndi ekki þekkj- ast á sjónvarpsskjánum. Báðust afsökunar Viðtalið við Marcelinu var loksins birt á Stöð 2 að loknum fréttum en fyrr í fréttatímanum var fjallað um vændisstarfsemi í íbúð á Hverfisgötu sem tengist Catalinu. Þá var hins veg- ar ekki staðið við loforð stöðvarinnar um að hylja andlit Marcelinu. Stöð 2 greindi svo frá því í fréttum sínum í gærkvöldi að Marcelinu hefðu borist hótanir eftir að viðtalið við hana var birt og að hún væri farin í felur. Sigurður vildi ekki gefa blaða- manni DV færi á að ræða við Marce- linu vegna málsins. „Þetta viðtal var tekið fyrir lifandis löngu síðan og á ekkert skylt við þessa frétt sem þeir voru með,“ segir hann. Aðspurður hvort Marcelina muni hafast frekar að vegna málsins segir hann: „Það er alveg óvíst hvað verð- ur gert. Þeir eru búnir að biðjast af- sökunar og það er ekki tímabært að ræða hvort við gerum eitthvað frek- ar í þessu,“ segir hann og bætir við: „Það er viðbúið að þetta valdi óþæg- indum.“ Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir náðist ekki í Frey Einarsson, ritstjóra opna gluggans á Stöð 2, sem Ísland í dag heyrir undir. Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sagðist ennfremur ekki geta tjáð sig um málið. Hótanir kærðar Eins og fram hefur komið í DV í vikunni hafa íbúar í húsinu á Hverfisgötu og í íbúðarblokk á Akurvöll- um í Hafnarfirði sagt frá vændisstarfsemi í húsunum. Catal- ina hefur neitað öll- um ásökunum um að hún standi fyrir vændinu. Í fyrra- dag hafði hún hins vegar í hótunum við blaðamann DV vegna umfjöllunar blaðsins og sagði með- al annars: „Þú getur sagt lögreglunni það að ég sé að hóta þér. Hún þekkir mig. Ég er að hóta þér og ætla að stöðva þig á slæman hátt.“ Þessi hótun hefur nú verið kærð til lög- reglu. Eins og fram hefur komið tengist Marcelina ekki vændis- starfseminni þótt leiðir hennar og Catalinu hafi legið saman. „Þetta viðtal var tek- ið fyrir lifandis löngu síðan og á ekkert skylt við þessa frétt sem þeir voru með.“ Marcelina, kona á þrítugsaldri frá Miðbaugs-Gíneu, féllst á að segja sögu sína í viðtali við Ísland í dag í fyrrakvöld gegn því að hún yrði gerð óþekkjanleg í sjónvarpi. Viðtalið við hana var tekið í byrjun ársins en birt í fyrrakvöld. Stöð 2 stóð hins vegar ekki við loforðið um að hún myndi ekki þekkjast. Freyr Einarsson ritstjóri opna gluggans á Stöð 2. ekki náðist í hann, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Catalina Mikue Ncogo marcelina sagði frá samskiptum sínum við Catalinu í Íslandi í dag með því skilyrði að andlit hennar yrði hulið. Stöð 2 virti ósk hennar að vettugi og nú er hún í felum af ótta við hefndaraðgerðir Catalinu. valgEir örN ragNarssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Miðvikudagur 24. SepteMber 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Örn Árnason Vilja stæðin frá svefnherbergisglugganum „Ég var beðinn um álit hvort mér fyndist gott að láta fækka stæðum, mér fannst það ekki,“ segir Örn Árna- son leikari. Anna Dóra Helgadóttir, sem á íbúð við Bröndukvísl í Reykja- vík, hefur óskað eftir því við borg- ina að færa fjögur bílastæði sem eru undir svefnherbergisglugga henn- ar. Þetta vill hún að verði gert vegna þess að bílaumferð um stæðin truflar nætursvefn í svefnherberginu. Örn segir götuna þrönga og erfitt sé að skera niður í bílastæðamálum. „Þegar það eru afmæli er lagt uppi á götuhornum og úti um allt, þá eru engin stæði við húsin. Ég er ekkert að leggjast gegn því að fólkið fái næt- urfrið, ég hlýt að hugsa um heildar- myndina,“ segir Örn. Hann bend- ir einnig á að fólk noti stæðin undir fellihýsi, hjólhýsi og ýmislegt fleira. Skipulagsráð Reykjavíkur hef- ur sent íbúum í nágrenninu bréf svo þeir geti lýst skoðunum sínum á hvort færa eigi bílastæðin sem eru undir glugganum á annan stað í göt- unni. „Ef þau verða færð á svæð- ið hér fyrir neðan fara þau bara fyr- ir framan stofugluggann hjá næsta nágranna, þetta er svolítið þrútið að finna stæði fyrir bílana. Það gæti orð- ið fjandi erfitt að komast út úr göt- unni,“ segir Örn. Allir aðilar sem gerðu athuga- semdir við grenndarkynningu mót- mæltu fækkun bílastæða og færðu fyrir því ýmiss konar rök. Fundað var um málið á fundi skipulagsráðs 16. september og er lagt til að fyrir- komulagi bílastæða verði breytt og gerð verði miðeyja (tvö stæði) milli bílastæða til að koma til móts við óskir íbúa Bröndukvíslar 18. Einnig er gerð tillaga að því að tvö ný stæði verði við enda þessara almennu bílastæða. Þannig mun heildar- fjöldi almennra bílastæða við botn- langa Bröndukvíslar verða óbreytt- ur frá því sem var eða tíu almenn bílastæði. Örn Árnason einn margra íbúa sem eru ósáttir við breytingu á deiluskipulagi þar sem fækka á bílastæðum í götunni. „Við erum dauðhræddar allan sólarhringinn og þorum varla að fara að sofa. Við verðum að fá hjálp,“ segir Cristina Asangono Mba, stúlka frá Miðbaugs-Gíneu í Afríku, sem er búsett hér á landi. Hún segir að í byrjun septemb- er hafi þrír karlmenn ruðst inn á heimili hennar og ráðist á hana og þrjár sambýliskonur hennar. „Þeir hótuðu okkur með hníf- um og rústuðu íbúðinni. Síð- an stálu þeir tölvu, peningum, öllum skilríkjunum okkar og vegabréfunum líka.“ Fá morðhótanir Cristina og sambýliskon- ur hennar leituðu til lög- reglunnar í framhaldinu en henni finnst rannsókn máls- ins ganga hægt. „Lögreglan gerir ekkert til að hjálpa okk- ur. Við erum varnarlausar.“ Að sögn Cristinu telur hún mennina hafa verið á vegum afrískrar konu sem hún þekkir lítillega. „Hún vill að við förum aftur heim til okkar. Við höfum samt ekkert gert henni. Ég held að henni sé bara illa við að hérna séu aðrar svartar kon- ur. Hún heldur að hún sé einhver prinsessa.“ Eftir árásina hafa þær fengið símtöl og sms frá konunni þar sem hún krefst þess að þær borgi hundrað þúsund krónur fyrir hvert vegabréf. Crist- ina vinnur á Landspítal- anum og launin eru ekki há. „Við eigum ekki svona mikla peninga. Hún seg- ist ætla að láta drepa okk- ur ef við borgum ekki eða förum burt.“ Án sjúkratryggingar Marcelina Felicid- ad Obono er ein sam- býliskvenna Cristinu. Hún segist hafa verið með barni en misst fóstur eft- ir árásina og telur henni um að kenna. Marcelina er ekki íslenskur ríkisborgari og hefur enga sjúkratrygg- ingu. Hún segist þurfa á læknishjálp að halda en hafa ekki efni á að borga fyrir hana hér. Því þurfi hún vegabréfið sitt til að kom- ast til Spánar þar sem hún hefur verið búsett, og leita læknis þar. Marcelina lá mest fyrir þegar blaðamann bar að garði og virtist heldur lasleg. Eftir árásina neyddist hún til að fara á spítala og þarf að greiða tugi þúsunda fyrir heimsóknina. Neitar sök Dóttir Franciscu Isabel Angue var búsett með þeim stúlkum en hún er nú farin aftur til Spánar. Hún var þó eitt fórnarlamb árásarinnar að sögn móður hennar en þar sem vegabréfinu hennar var ekki stolið ákvað hún að fara af landi brott. Cristina hefur hins vegar engan áhuga á að flytja burt. Henni þyk- ir gott að búa á Íslandi en finnst óásættanlegt að þurfa að lifa í stöð- ugum ótta. DV ræddi einnig við íslenskan vin Cristinu sem hefur aðstoðað þær við að vekja athygli lögreglu á málinu þar sem hann þekkir kerfið hér betur en stúlkurnar. Lengi vel fannst honum lögreglan skella við skollaeyrum en segir hana nú vera farna að taka við sér. Í samtali við DV neitar konan, sem stúlkurnar bera þessum sök- um, að tengjast árásinni á nokk- urn hátt en svo virðist sem illindi hafi verið þeirra á milli í einhvern tíma. Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fæst staðfest að stúlkurnar hafi leitað til lögreglu vegna máls- ins en ekkert fæst uppgefið um efn- isatriði þess. Cristina Asangono Mba MISSTI FÓSTUR EFTIR HNÍFAÁRÁS ErlA HlyNsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is óttaslegnar Francisca isabel angue, Cristina Nfono Mba, Marcelina Felicidad Obono og Cristina asangono Mba. Þær segjast búa við stöðugan ótta eftir að ráðist var inn á heimili þeirra en lögreglan bregðist seint og illa við. ógnað konurnar segja að þeim hafi verið ógnað með hnífum við árásina. Hnífakastari enn til rannsóknar „Við reiknum með að ljúka rannsókn í þessari viku,“ seg- ir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, um mál manns sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi og notað hníf á eitt þeirra. Í samtali við DV í vikunni sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, að hann hefði aldrei áður heyrt um mál þar sem eggvopnum væri beitt á börn. Þetta væri því einstakt í sögu barnaverndar á Íslandi ef rétt reynist. Alcan vill skaðabætur Fyrirtaka í skaðabótamáli Alcan á Íslandi gegn olíufélög- unum Olís, Keri og Skeljungi fór fram í gær. Samkvæmt matsgerð sem lög var fyrir í málinu í upphafi mánaðarins nam tjón Alcan vegna sam- ráðs stóru olíufélaganna um 251 milljón króna á verðlagi áranna 1993-2001. Málið er höfðað gegn olíufélögunum á grundvelli þess að Alcan var eitt þeirra félaga sem nefnd voru í skýrslu Samkeppnis- stofnunar um samráð olíu- félaganna. Hæstiréttur hefur áður dæmt olíufélögin til að greiða Reykjavíkurborg og Strætó samanlagt tæpar 80 milljónir króna í bætur. Ingibjörg Sólrún fékk aðsvif Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fékk aðsvif og var flutt til skoðunar á spítala í New York í gær. Hún fékk að fara aftur heim á hótel að lokinni læknisskoðun. Ingibjörg Sólrún er stödd í New York ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra þar sem þau taka þátt í svokallaðri ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna dagana 22. – 27. september. Þar munu ráðherrarnir hitta þjóðarleiðtoga og aðra ráðamenn sem sækja þingið, ræða samskipti ríkja og tala fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Stúlka beit lögregluþjón Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt stúlku í tveggja mánaða fangelsi fyrir árás á lögregluþjón. Stúlkan, sem var sextán ára þegar árásin var gerð, var ákærð fyrir að bíta lögregluþjóninn í handlegg í nóvember í fyrra. Lögreglu- þjónninn hlaut mar á hand- legginn fyrir vikið. Stúlkan játaði brotið en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Þótti dómara hæfi- leg refsing tveggja mánaða fangelsi og er dómurinn bund- inn skilorði til tveggja ára. 24. september 2008 hótað Eftir mEint Svik Stöðvar 2 „Ég hef fengið allavega viðbrögð, bæði plús og mínus, ég kem út sennilega á núlli,“ segir Magnús Örn Óskarsson, eigandi Borgarhjóla á Hverfisgötunni. Hann hefur fengið mikla athygli eft- ir að DV fjallaði um tilkynningu sem hann beindi til viðskiptavina sinna í anddyri búðarinnar, þar var skrifað á miða „Júðar ekki velkomnir“. Mál- ið vakti athygli langt út fyrir land- steinana og meðal annars var fjallað um málið í vefútgáfu ísraelska blaðs- ins Jerusalem Post og á vef European Jewish Press. Magnús Örn segir að lögreglan hafi komið í búðina til hans stuttu eft- ir að DV fjallaði um málið. „Lögreglan kom út af þessu, þeir sögðu að þetta væri brot á stjórnarskránni svo ég tók miðann niður. Ég nenni ekkert að fara í fangelsi, ég má ekkert vera að því.“ Hann segir lögregluna hafa verið al- mennilega þegar hún kom í búðina til hans. „Þetta voru stelpa og strákur og stelpan spurði mig hvort þetta væri út af ófriðnum á Gaza-ströndinni og ég sagði bara já þetta væri út af því, það er fyrst og fremst orsökin fyrir að ég hengdi þennan miða upp.“ Hann segist hafa fengið tölvupóst frá manni í Kanada sem gerði athuga- semd við miðann. „Hann var ekki ánægður með þetta og sagði að ég væri júðahatari, ég svar- aði honum ekki. Mér finnst ágætt að vera búinn að fá at- hugasemd þarna þvert yfir heiminn,“ segir Magnús sem vill ekki meina að í orðinu felist hat- ur í garð gyðinga. „Júði er samnefni á þessum þjóðflokki á öllum Norður- löndunum, ég veit þó ekki með Finna, það þykir ekkert skammaryrði, það er bara nafnið á þessum þjóðflokki.“ Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af minnkandi viðskiptum í búð- inni eftir að hann hengdi mið- ann upp. „Það hefur komið fólk hingað til mín og þakkað mér fyrir þetta, en það hefur enginn komið hingað sem er á móti þessu, þeir hafa verið að senda mér tóninn og það hefur verið hringt. Ég tilkynnti dætr- um mínum það að ef ég yrði drepinn þá hefði júði drepið mig,“ segir Magnús að lokum. bodi@dv.is Magnús örn fjarlægði miða þar sem „júðar“ voru bannaðir í hjólaverslun: Lögreglan stoppaði gyðingahatur Mikil viðbrögð magnús Örn fékk alla- vega viðbrögð eftir að hann hengdi upp miða sem á stóð „Júðar ekki velkomnir“. „Ég vil helst ekki fá júða, af því mér er illa við þá og er búið að vera það í mörg ár,“ segir Magnús Örn Óskars- son, eigandi Borgarhjóla á Hverfisgöt- unni. Í anddyri búðarinnar er tilkynn- ing til viðskiptavina þar sem stendur skrifað „Júðar ekki velkomnir“. Magnús, sem hefur rekið verslun- ina í 25 ár, segir að aðgerðin sé sprottin af pólitískum rótum. Rekur ekki gyðinga í burtu Magnús hengdi miðann upp hálfum mánuði áður en Össur Skarphéðins- son hafnaði heimsókn menntamála- ráðherra Ísraels. Hann spyr sig af hverju Ísrael fær að taka þátt í Euro- vision-keppninni eftir átökin á Gaza undanfarið. „Núna neita Bretar að koma nálægt því að hjálpa hjálpar- samtökum sem eru að aðstoða Palest- ínumenn á Gaza. Að þeir þurfi að vera flóttamenn í eigin landi,“ segir Magnús og bendir á að sér sé alveg sama hvort átökin á Gaza skaði rekstur sinn. Hann segist ekki myndu reka gyð- inga, sem ætluðu að versla við sig, í burtu. Hann segist vita um fullt af góðu fólki sem er gyðingar, meðal annars vísindamenn. „Þeir eru ekki velkomnir en ég myndi ekki leggja hendur á þá. Ég myndi gera við hjól- in þeirra, þeir yrðu bara að vita að þeir eru ekki velkomnir, en ég er ekkert að reka þá í burtu.“ „Var Hitler vondur?“ „Ég myndi ekki neita honum en hann er ekki vel- kominn, það er allt annað mál, hann verð- ur bara að vita það,“ segir Magnús að- spurður um hver viðbrögð hans yrðu ef gyð- ingur leitaði eftir þjónustu hans. „Það hefur enginn kvartað undan þessum miða við mig. Ég hef verið með miklu fleiri miða hérna hjá mér, það hefur vakið athygli, til dæmis komst miði á netið sem ég var með á hurðinni þar sem stóð „Eru gyðingar góðir?“ og svo var annar miði sem stóð á „Var Hitler vondur?“.“ Hann segist þó muna eftir tveimur dæmum þar sem viðskipta- vinir hafa sagt miðann vera óviðeig- andi. Hann er þó ekki sammála því. „Ég má koma mínum skoðunum á framfæri.“ Óhuggulegt Þórhallur Heimisson, prestur í Hafn- arfirði, segir orðsendingu verslunar- eigandans óhuggulega, enda hefur orðið „júði“ verið notað sem skamm- aryrði yfir gyðinga. „Mér finnst þetta óhuggulegt. Orðið júði er gamalt orð sem var notað sem skammaryrði yfir gyðinga og er mjög sterk tilvitnun í nasismann,“ segir Þórhallur og bend- ir á að fólk blandi oft saman Ísrael og svo einhverjum ímynduðum kynþætti sem er oft á tíðum sóttur í öfgastefnur. Hann segir óljóst hvað Magn- ús meinar með orðinu „júði“. „Ætlar hann að passa upp á að útlendingur sem kemur í verslunina sé ekki Ísra- elsmaður, eða er hann að hugsa um að þetta sé genetískt, að þetta snú- ist um kynþætti gyðinga, eða er það af því viðkomandi er gyðingatrúar? Með þessu orði ruglar hann þessu öllu saman.“ Þórhallur segir að ákvæði sé í stjórnarskránni um að ekki megi mis- muna Íslendingum eftir kyni, trú, kyn- ferði og kynþætti. „Þetta er sorglegt og ég vona að þetta sé einstakt, svona mikil vitleysa.“ Hann segir að stutt sé í reiði hjá fólki eftir átökin á Gaza und- anfarið. „Menn geta notað þetta sem áminningu fyrir sig að þegar það er verið að tala um kynþætti, til dæmis „allir Færeyingar eða Íslendingar séu svona“, þá er mjög stutt í þetta orð þó að menn átta sig ekki á því þegar þeir eru að skammst út í hinar og þessar þjóðir. Ég held að það sé frekar að það sé óvart að menn grípa til þess að nota þetta orð.“ Hann bendir jafnframt á að menn rugli gjarnan saman trúflokki, kynþætti og þjóðerni og búi til ein- hverja ímynd um ákveðinn hóp fólks. miðvikudagur 28. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr „Við höfum í þessum mánuði selt átj- án SsangYoung-jeppa, fjóra Chevrol- et-jeppa og einn fólksbíl. Þetta eru því tuttugu og þrír bílar frá áramótum,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bíla- búðar Benna. Þetta eru þó mun færri nýir bílar en seldir voru á sama tíma í fyrra. Í janúar 2007 seldust fjörutíu og fjórir bílar hjá fyrirtækinu og munar því tæplega helmingi. Chevrolet- og SsangYoung-jeppar voru þá einnig vinsælastir ásamt Porsche. Benedikt segir að til að sækja fram í erfiðu efnahagsástandi hafi Bílabúð Benna ákveðið að lækka verð og bjóða viðskiptavinum tilboð til að halda starfseminni gangandi. „Mér sýnist mörg fyrirtæki gera einmitt það. Það er ekki hægt að vera kyrr. Annaðhvort fer maður áfram eða aftur á bak,“ seg- ir hann. Samkvæmt tölum frá Umferðar- stofu hefur 101 fólksbifreið verið ný- skráð það sem af er mánuðinum. Toy- ota-bifreiðar eru vinsælasta sem og oft áður en þrjátíu og ein bifreið af þeirri tegund hefur verið nýskráð frá mánaðamótum, átján SsangYoung- jeppar, tólf Honda-bifreiðar og fimm af tegundinni Chevrolet. Af öðrum tegundum hafa færri bílar verið ný- skráðir. Allt annað var uppi á teningnum í janúar á síðasta ári en þá voru ný- skráðar fólksbifreiðar 1.432. Toyota- bílar voru langtum vinsælastir en 515 slíkir voru þá nýskráðir, Nissan- bifreiðar komu þar næst á eftir en þó mun færri eða áttatíu og sjö. Áttatíu og fjórir Honda-bílar voru nýskráðir í janúar í fyrra og sami fjöldi af Subaru. erla@dv.is Selur jeppa í kreppunni SsangYoung vinsælastir jón kr. Stefánsson sölustjóri lækkar verð á bílum til að halda við sölunni. MYnd KRiStinn MagnúSSon Stal bíl frá „frænku sinni“ Kona í Reykjavík uppgötv- aði þegar hún ætlaði að mæta til vinnu í morgun að bíln- um hennar hafði verið stolið í fyrrinótt. Hún tilkynnti lög- reglu þjófnaðinn sem hringdi stuttu síðar í hana og tilkynnti að bíllinn væri á lögreglustöð- inni. Þjófurinn var stoppaður um nóttina og bar fyrir sig að bíllinn væri í eigu frænku sinnar. Vegna fyrri afskipta af mannin- um trúðu lögreglumenn honum ekki og tóku bílinn. Skýrsla var tekin af mannin- um á lögreglustöðinni og hon- um síðan sleppt. Maðurinn og konan eru ekki skyld svo vitað sé. Ekki er vitað hvernig maður- inn komst inn í bílinn og náði honum í gang. Nær þrettán þúsund án vinnu 12.793 eru án atvinnu á Ís- landi samkvæmt upplýsingum af vef Vinnumálastofnunar. Þar af eru 8.066 á höfuðborg- arsvæðinu og eru atvinnu- lausir karlar nær tvöfalt fleiri en konur, 5.242 á móti 2.824. Athygli vekur að 1.529 eru at- vinnulausir á Suðurnesjum, 866 karlar en 663 konur. Til samanburðar eru 85 atvinnu- lausir á Vestfjörðum. Konur stálu hnökkum Tvær konur voru handteknar af lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu í fyrrakvöld í tengsl- um við rannsókn á innbrotum í fjölda hesthúsa á höfuðborg- arsvæðinu fyrr í mánuðinum. Konurnar tvær játuðu báðar sök við yfirheyrslur. Mikið hefur verið um hnakkastuldi. Þjófunum tókst að selja eitthvað af hnökkun- um en unnið er að því að end- urheimta þá. Hnakkarnir, sem voru haldlagðir, voru faldir á ýmsum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu en þeir fundust við húsleitir sem og nokkrir aðrir munir sem einnig var stolið í þessum innbrotum. Magnús Örn Óskarsson HAFNAR GYÐINGUM Í HJÓLAVERSLUN „Þetta er sorglegt og ég vona að þetta sé einstakt, svona mikil vitleysa.“ Boði logaSon blaðamaður skrifar bodi@dv.is Í anddyri miðinn er hengdur upp í anddyri verslunarinnar. Magnús Örn Óskarsson Hefur átt hjólabúðina í 25 ár og segir að gyðingar séu óvelkomnir. Óhuggulegt Þórhallur Heimisson segir miðann vera óhuggulegan og vonar að þetta sé einsdæmi á Íslandi. Boðar óháða ráðherra Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, boðaði í gær þann möguleika að utanaðkomandi menn tækju sæti í ríkisstjórn sem nyti stuðnings eða sam- vinnu að minnsta kosti fjögurra flokka. „Einn eða fleiri virtir einstaklingar, sérfræðingar utan þings, tækju kannski sæti í slíkri ríkisstjórn þó að það sé vitanlega alfarið á vettvangi flokkanna að fjalla nánar um það og skoða það. En slík ríkisstjórn, sem nyti stuðnings eða samvinnu við að minnsta kosti fjóra flokka og hefði slíka tilvísun út í samfé- lagið, væri á vissan hátt í anda þeirrar þjóðstjórnarhugmynd- ar sem margir hafa sett fram að undanförnu.“ 28. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.