Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 8
fimmtudagur 12. febrúar 20098 Fréttir
Steingrímur J. með
krók á móti bragði
Sjálfstæðismenn á þingi saka ríkisstjórnina um hreinsanir.
Fjármálaráðherra þrábað tvo flokksbræður þeirra um að sitja
áfram sem formenn bankastjórna Glitnis og Kaupþings. Þeir
höfnuðu því í gær. „Ég hefði viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ segir
Steingrímur J.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra kom forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins í opna skjöldu þeg-
ar hann bað Val Valsson og Magnús
Gunnarsson um að gegna áfram
stöðum formanna bankastjórna
Glitnis og Kaupþings fram að aðal-
fundum bankanna í apríl næstkom-
andi.
Magnús og Valur fóru til fundar
við Steingrím síðastliðinn föstudag
og ræddu hugsanlegar breytingar á
bankaráðunum við hann samfara
nýrri ríkisstjórn. Steingrímur seg-
ist hafa beðið þá um að hugsa málið
áður en þeir stæðu upp úr formanns-
stólunum.
Ríkisstjórn sökuð um
hreinsanir
Á Alþingi síðastliðinn mánudag
spurði Geir H. Haarde, formaður
Sjálfstæðisflokksins, Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra um
bankaráðin: „Á að bola þeim út eins
og búið er að bola út tveimur ráðu-
neytisstjórum í stjórnarráðinu, eins
og búið er að reyna að gera gagnvart
bankastjórum Seðlabankans, eins og
búið er að gera gagnvart stjórn Lána-
sjóðsins og greinilega gagnvart fleir-
um í kerfinu?“
Jóhanna svaraði Geir á þá leið að
ekki væri óeðlilegt að skoða breyt-
ingar: „Ég hélt að það hefði komið
skýrt fram af minni hálfu að það væri
ekkert óeðlilegt þegar ný ríkisstjórn
kemst til valda að skoðað sé hvort
einhverjar breytingar verði í banka-
ráðunum og hlutföllum þar. Það er
eitt af því sem við viljum skoða.“
Formennirnir segja af sér
Daginn eftir sendu Magnús og Val-
ur fjármálaráðherra bréf: „Okkur er
ljóst að í báðum stjórnarflokkunum
eru uppi óskir um mannabreytingar
í stjórnum bankanna og á Alþingi í
gær staðfesti forsætisráðherra að það
væri til umræðu [...] teljum við þess
vegna rétt, með hagsmuni bankanna
í huga, að skapa nú þegar svigrúm
til þeirra mannabreytinga sem ríkis-
stjórnin kýs og segjum því hér með af
okkur í stjórnum Nýja Glitnis h.f. og
Nýja Kaupþings h.f.“
Ekki hægt að mis-
skilja forsætis-
ráðherra
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra
bað þá sam-
dægurs um
að sitja áfram
fram yfir aðal-
fund bankanna
í apríl.
Virðist
þessi beiðni Steingríms hafa komið
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í
opna skjöldu og slegið vopn úr hönd-
um þeirra. „Þessir menn njóta fulls
trausts af minni hálfu,“ sagði Stein-
grímur í fréttum RÚV þá um kvöldið.
Á Stöð 2 sama kvöld varaði Árni
við því sem hann kallaði pólitískar
hreinsanir:
ÁMM: „Mér sýnist að það muni
gæta meiri afskiptasemi af störfum
bankanna af hálfu ríkisstjórnarinnar
en við höfum þekkt um mjög, mjög
langan tíma.“
FM: „Hluti af pólitískum hreins-
unum?“
ÁMM: „Já, beinlínis, orð forsætis-
ráðherra í gær var ekki hægt að mis-
skilja.“
Atburðarás sem ekki varð
Magnús Gunnarsson og Valur Vals-
son eru stafnbúar í Sjálfstæðisflokkn-
um. Magnús var hluti af svonefnd-
um Eimreiðarhópi. Í honum voru
meðal annars Davíð Oddsson, Frið-
rik Sophusson, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, Þorsteinn Pálsson, Þór
Whitehead, Brynjólfur Bjarnason og
Baldur Guðlaugsson auk Magnúsar.
Valur er einnig tengdur Sjálf-
stæðisflokknum. Hann er giftur
systur Ingimundar Sigfússonar í
Heklu. Ingimundur var lengi for-
maður fjáröflunarnefndar Sjálf-
stæðisflokksins og vinur Davíðs.
Hann varð síðar sendiherra. Val-
ur og Styrmir Gunnarsson, fyrr-
verandi ritstjóri Morgunblaðs-
ins, eru systkinabörn.
Framvinda málsins frá því á
föstudag bendir til þess að ein-
hverjir úr forystuliði Sjálfstæðis-
flokksins hafi ætlað að hanna at-
burðarás sem komið gæti höggi á
ríkisstjórnina. Unnt yrði að styðja það
með brotthvarfi Magnúsar og Vals að
ríkisstjórnin stundaði hreinsanir.
Þessa atburðarás eyðilagði Stein-
grímur með því að biðja Magn-
ús og Val um að sitja áfram enda
nytu þeir trausts af hans hálfu. Valur
hefur langa reynslu af bankarekstri
en Magnús mikla reynslu af öðrum
þáttum viðskiptalífsins.
„Ég hefði viljað sjá þetta fara á
annan veg. Ég svaraði bréfi Magn-
úsar og Vals bréflega í gær, þakkaði
þeim vel unnin störf,“ segir Stein-
grímur. Hann segir að halda verði
eigendafund í bönkunum til þess
að kjósa nýja formenn bankastjórn-
anna. Fram að þeim tíma gangi vara-
formenn í störf þeirra.
„Á að bola þeim út eins
og búið er að bola út
tveimur ráðuneytis-
stjórum í stjórnarráð-
inu, eins og búið er að
reyna að gera gagnvart
bankastjórum Seðla-
bankans?“
Magnús Gunnarsson
Sjálfstæðismaður og
þrautreyndur í viðskiptalíf-
inu. magnús er stjórnar-
formaður Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar.
Valur Valsson Vel
tengdur Sjálfstæðis-
flokknum og þraut-
reyndur bankamaður.
Ráðherrann „Ég hefði
viljað sjá þetta fara á ann-
an veg,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
Fyrrverandi ráðherra Árni
mathiesen talaði um pólit-
ískar hreinsanir þrátt fyrir að
Steingrímur hefði þrábeðið
formennina um að vera.
auglýsingasíminn er
512
70
50
JÓHANN HAukSSoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is