Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Qupperneq 10
„Við erum að hefta útstreymi gjald- eyris og þannig að plata markaðinn. Styrking krónunnar undanfarið er ekki eðlileg því við erum að teyma inn í landið eins mikinn gjaldeyri og við getum,“ segir Ingólfur H. Ingólfs- son, eigandi og ráðgjafi hjá spara.is. Hann bendir á að krónan gæti hugs- anlega tekið aðra dýfu á næstunni en hún hefur hefur styrkst umtalsvert á undanförnum vikum, eigendum myntkörfulána til nokkurrar hugg- unar. Tvöföld greiðslubyrði Styrking krónunnar gagnvart erlend- um gjaldmiðlum þýðir að greiðslu- byrði þeirra sem eru með lán í er- lendri mynt, svokölluð myntkörfulán, minnkar. Öfugt gerist þegar krón- an veikist en nærri lætur að erlendir gjaldmiðlar séu orðnir helmingi dýr- ari en þeir voru fyrir um ári síðan. Greiðslubyrði myntkörfulána hefur í mörgum tilvikum tvöfaldast. Í október, í kjölfar falls stóru bank- anna þriggja, veiktist krónan veru- lega. Þannig fór evran úr 120 krónum í 150 á tímabilinu 22. september til 22. október, jenið úr 0,7 krónum í 1,2 og Bandaríkjadalur úr 81 krónu í 117. Þann 15. október beindi Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskipta- ráðherra, þeim tilmælum til bank- anna að þeir frystu vaxta- og höfuð- stólsgreiðslur erlendra lána. Þann 22. október ítrekaði ráðherra tilmæli sín. Svipað gengi og í október Eftir miklar sveiflur á krónunni læt- ur nærri að gengi helstu erlendra gjaldmiðla sé svipað og það var þann 22. október. Á tímabilinu 21. janúar til 5. febrúar styrktist krónan gagn- vart helstu gjaldmiðlum um 6,5 til 14 prósent; pundið hefur hækkað minnst en svissneskur franki mest. Krónan var veikust í byrjun desem- ber þegar dollarinn fór í 147 krónur, danska krónan í rúmar 25 og evran í 187 krónur. Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi má því í fljótu bragði áætla að þeir sem sóttu um frystingu lána hafi hagnast á því. Ingólfur bendir hins vegar á að styrkingu krónunnar und- anfarnar vikur megi rekja til þeirra gjaldeyrishafta sem sett voru seint á síðasta ári. Spurður hvort hann ráðleggi fólki að greiða inn á lán sín núna segir hann að það sé nánast til- finningaratriði. Hann treystir sér ekki til að ráð- leggja einum né neinum að aflétta frystingu nú. „Menn gætu freistast til að nýta lækkun síðustu vikna til að greiða inn á höfuðstólinn. Það er hins vegar ekki hægt að ráðleggja það neinum, þetta er nánast spurn- ing um það hverju menn kjósa að trúa. Sumir hafa spáð því að krónan muni taka snarpa dýfu í næsta eða þarnæsta mánuði. Þetta fer svolít- ið eftir því hvað Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn segir þegar fulltrúar hans koma hingað í eftirlitsferð. Að spá í framhaldið er eins og að spá í skýin,“ segir hann. Nauðsynlegt að lækka verðtryggð lán Í fréttatilkynningu sem Félag fast- eignasala, Hagsmunasamtök heim- ilanna, Húseigendafélagið, Hús- næðissamvinnufélagið Búseti á Norðurlandi og talsmaður neytenda hafa sent frá sér undir yfirskriftinni „Ákall til stjórnvalda um almenn- ar aðgerðir til lausnar efnahags- vanda heimilanna“ skorar hópurinn á stjórnvöld að færa niður höfuð- stól verðtryggðra lána og setja ný lög um íbúðarlán þannig að gætt verði jafnræðis á milli lántakenda og fjár- magnseigenda. Ingólfur tekur heilshugar und- ir þessi sjónarmið og segir bráð- nauðsynlegt að færa höfuðstólinn til þess sem hann var á fyrriparti síð- asta árs. Ingólfur segir hins vegar að það versta sé líklega yfirstaðið, þegar kemur að verðtryggðum lánum. „Ef spár um að verðbólgan hjaðni hratt ganga eftir má kannski segja að það versta sé afstaðið. Það er ekkert sem segir að verðbólgan muni nema stað- ar við 2 prósenta markið, eins og tak- markið er. Hér gæti hugsanlega orð- ið verðhjöðnun og það er ekki slæmt fyrir þá sem skulda verðtryggð lán,“ útskýrir hann. fimmtudagur 12. febrúar 200910 Neytendur Seljendum leyfist að gera prentvillur: Auglýst verð ekki bindAndi „Sé vara auglýst á of lágu verði, til dæmis vegna prentvillu, á neytandi ekki rétt á að fá vöruna á því verði ef seljandi upplýsir um villuna áður en viðskiptin eiga sér stað. Það er því ekki hægt að krefjast þess að kaupa vöru eða þjónustu á verði sem fram kemur í auglýsingu.“ Þetta segir á heimasíðu Neytendastofu. Þar segir einnig að það brjóti í bága við lög ef rangt verð er gefið upp af ásetningi. Neytandi geti krafist bóta vegna slíks. Á síðunni neytendastofa.is kemur einnig fram að ekki sé gerð krafa um að verð komi fram í auglýsingum. Eitt helsta atriðið í reglum um verðupp- lýsingar í auglýsingum sé að auglýst verð eigi alltaf að vera endanlegt verð til neytenda. „Þetta þýðir til dæmis að virðisaukaskattur á að vera inni- falinn í auglýstu verði. Sé vara aug- lýst með afborgunarkjörum á bæði staðgreiðsluverð og heildarverð með vöxtum og kostnaði að koma fram.“ Á heimasíðu Neytendastofu má finna ýmsar gagnlegar upplýsing- ar um réttindi neytenda, seðilgjöld, kæruleiðir, neytendalán og skyldur seljenda, svo eitthvað sé nefnt. baldur@dv.is vAnskilAgjöld bönnuð Óheimilt er að leggja vanskila- gjöld eða önnur samsvarandi gjöld við innheimtukostnað. Þetta er á meðal þess sem stend- ur í nýlega samþykktum inn- heimtulögum, sem tóku gildi um áramót. Í lögunum er gert ráð fyr- ir því að ráðherra setji reglugerð um hámarkskostnað vegna inn- heimtu enda varðar það skuldara miklu að sett sé þak á innheimtu- kostnað, að því er segir á heima- síðu Neytendasamtakanna. getur ekki sAgt upp íbúðinni „Ef leigusamningur er ótíma- bundinn og leigjandi hefur búið í íbúðinni skemur en fimm ár geta aðilar sagt samningnum upp með sex mánaða fyrirvara. Hafi leigjandi hins vegar búið í íbúðinni lengur en fimm ár nýt- ur hann ríkari verndar þar sem uppsagnarfresturinn er eitt ár af hálfu leigusala. Uppsögn þarf að vera skrifleg og send með sann- anlegum hætti.“ Frá þessu segir á heimasíðu Neytendasamtak- anna. Þar segir einnig að ekki sé hægt að segja upp tímabundnum húsaleigusamningi með þeim rökum að leiguverð á markaði hafi lækkað. n Lastið fær Nóatún í Grafarholti fyrir að selja foccacia-pitsaklatta með pepperoni á hvorki meira né minna en 385 krónur. Klattinn er í lófastærð með fáeinum litlum pepperoni- sneiðum. Ekki er það ódýrara með skinku en foccacia með skinkustrimlum kostar heilar 425 krónur. n Eigandi Playstation-leikjatölvu fór með hana bilaða í Elko um helgina. Hann gekk einn hring í búðinni og var ekki kominn út þegar hringt var í hann, honum sagt hver bilunin væri og að hann ætti nýja tölvu inni hjá þeim. Hann fór því hæstánægður með nýja tölvu út og getur leikið sér að vild. SeNdiÐ LOf eÐa LaSt Á NeYteNdur@dV.iS Krónan gæti teKið dýfu „Að spá í fram-haldið er eins og að spá í skýin.“ Ingólfur H. Ingólfsson, ráðgjafi hjá spara.is, segir ómögulegt að ráðleggja fólki sem er með myntkörfulán nokkuð. Eftir miklar sveiflur er gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni nú svipað og það var í október, þegar bankarnir buðu frystingu greiðslna af erlendum lánum. Ingólfur tekur undir þau sjónarmið að höfuðstóll verðtryggðra lána verði færður niður. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 80 100 120 0,6 0,9 1,2 1,5 100 150 200 15 20 25 60 90 120 150 150 200 svissneskur frAnki jApAnskt jen evrA dönsk krónA bAndAríkjAdAlur sterlingspund GeNGI eRLeNDRA GjALDMIÐLA MIÐAÐ vIÐ íSLeNSkA kRóNU 22. sept. 2008 22. okt. 2008 22. des. 2008 11. feb. 2009 Rangt verð skal leiðrétt Verslunarmönnum fyrirgefast prentvillur ef þeir leiðrétta verðið áður en kúnninn kaupir vöruna. Dísilolía Algengt verð verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 162,8 kr. skeifunni verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 159,2 kr. Algengt verð verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 162,8 kr. bensín dalvegi verð á lítra 142,7 kr. verð á lítra 159,1 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 138,6 kr. verð á lítra 158,9 kr. Algengt verð verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 162,8 kr. umSjóN: baLdur guÐmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.