Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 22
Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, kann ágætlega þá list að fara á svig við sannleikann. Hún er gjarnan kölluð járnfrúin vegna þeirrar festu sem ein- kennir stjórnina á Litla-Hrauni þar sem allt er á yfirborðinu slétt og fellt. Helstu fréttir af Hrauninu eru þær að fangar syngja sálma, faðmast, rækta sinn innri mann og grænmeti þess í milli. Járnfrúin hefur á yfirborðinu breytt skuggalegu fangelsi í sælureit þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir. En þetta er ekki alveg svona einfalt. Margrét er gamall pólitíkus og var skipuð fang-elsisstjóri vegna þess að hún hafði réttu samböndin. Áður en hún fór í pólitíkina hafði hún starfað við fiskivinnslu eins og svo margt gott fólk. Eftir að pólitískum ferli hennar lauk þótti einsýnt að hún hentaði sem fangelsisstjóri, ekki síst vegna þess að hún er dóttir fangavarðar og málefni fanga gjarnan rædd við eldhúsborð æsku henn- ar. Möggu var laumað inn í starfið í upphafi á þeim forsend- um að ráðningin væri til skamms tíma. Þannig komst ekki í hámæli að ráðning hennar væri pólitísk og gott tóm gafst til að gera fastráðningarsamning síðar. En með fullri sanngirni verður að segja eins og er að Margrét er snillingur í starfi sínu og fangarnir elska hana eflaust. Járnfrúin er, þrátt fyrir stálblátt blik í auga, stútfull af kærleika. Annar nauð- ynlegur kostur hennar í starfi er sá að vera ekki alltof njörvuð niður á sann- leikann. Það er eflaust áunnið úr póli- tíkinni. Þegar uppreisnarástand varð á kærleiksheimilinu að Litla-Hrauni í fyrradag og setja varð hóp fanga í einangrun reyndi á þennan eðliskost Möggu. Ofan á uppreisnarástandið bættist íkveikja og allt var þetta hið pínlegasta og mátti ekki verða opin- bert. En það varð samt fréttaefni á dv.is. Aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið og höfðu samband við fangelsisstjórann. „Það er ekkert rétt í þessari frétt. Það var ekkert uppreisnarástand,“ segir Margrét sem kannaðist við eld en ekki íkveikju. En þarna var komið í óefni því lögregla, sjúkralið og slökkvilið höfðu mætt á staðinn og tilheyrandi yfirvöld staðfestu fúslega ferðalag sitt. Þegar næsta fréttastofa hringdi sagði Magga að þetta væri ekkert merkilegt en að vísu íkveikja í framhaldi þess að hópur fanga var læstur inni. Í rauninni hafi ekkert gerst þótt það hefði í ein- hverjum annarlegum skilningi gerst. Járnfrúin er orðin uppvís að tví-sögli. Nú verður hún að fara út í allt aðra sálma, herða róðurinn og panta réttu fjölmiðlana til að taka viðtöl við sig um grænmetisrækt, sálmasöng og fallega greidda fyrir- myndarfanga. Það er þetta eilífa vesen með sannleikann. Hann má skiljan- lega aldrei verða til þess að skemma fallega ímynd. Svarthöfði mun halda áfram að fylgjast með betrunarhúsi friðarins þar sem fangarnir elska fang- elsisstjórann og enginn segir styggð- aryrði um nokkurn mann, hvað þá að kveikja í fangelsinu. fimmtudagur 12. febrúar 200922 Umræða Sálmar og grænmeti svarthöfði spurningin „Þegar stórt er spurt... Á maður ekki bara að þrauka kreppuna og segja sannleikann?“ segir Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almanna- tengsla ehf., sem hélt fyrirlestur á Grand Hóteli í gær með yfirskriftinni „Þegar DV hringir...“ og fjallaði um viðbrögð við hruni ímyndar og spuna á slæmum fréttum. Hvað gerir þú nú? sandkorn n Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur verið tvístígandi varðandi framboð í vor. Hann er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en þykir hafa verið álíka sjaldséður þar og hvítur hrafn. En nú hefur hann feng- ið kjarkinn og stefnir á fyrsta sæt- ið þar sem hann þarf að keppa við Árna John- sen. Margir telja að ráðherrann fyrrverandi eigi sáralitla mögu- leika í samkeppninni við heima- manninn Árna sem hefur verið iðinn við að sinna kjördæminu. Búist er við að Eyþór Arnalds bæjarfulltrúi muni blanda sér í slaginn. n Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, alþingismaður og odd- viti í Suðvesturkjördæmi, hefur tekið af skarið og býður sig ekki fram sem formaður Sjálfstæð- isflokksins. Þeirri af- stöðu ræður væntanlega að Bjarni Benedikts- son for- mannsefni er á miklu flugi og að líkindum ósigrandi. Þau keppa síðan um efsta sætið í kjördæm- inu þar sem allt eins er líklegt að Bjarni vinni af henni forystu- sætið. n Innan Samfylkingar gætir spennu vegna varaformanns- kjörs en Árni Páll Árnason al- þingismaður er eini frambjóð- andinn enn sem komið er. Hermt er að Dagur B. Eggertsson borgarfull- trúi hafi fullan hug á að takast á við emb- ættið. Dagur er handgenginn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur formanni og er talinn njóta stuðnings hennar. Þá mun Dag- ur horfa til þess að verða arftaki Ingibjargar þegar sá tími kemur. n Ólafur Ragnar Grímsson, foresti Íslands, er í vandræðum á öllum vígstöðvum. Hann er ekki aðeins í klandri vegna eigin yfirlýsinga og ímyndar sem út- rásarforseti. Eiginkon- an, Dorrit Moussaieff, er einnig yfirlýsinga- glöð með eindæm- um og segist sæta kúgun á Bessastöðum þar sem hún fái ekki að mæta til mótmæla með þjóðinni. Það staðfestist í fyrra- dag þegar Dorrit vildi ræða ítar- lega við blaðamann en Örnólfur Thorsson forsetaritari bannaði henni að tala. Helsta verkefni for- setaritarans þessa dagana er að hemja forsetafrúna skemmtilegu. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta er náttúrlega frábær bók og betra að gera þetta á sviði en í bíó.“ n Baltasar Kormákur, en eins og DV greindi frá fyrir nokkrum vikum mun hann setja upp leikrit byggt á Gerplu eftir Halldór Laxness í Þjóðleikhúsinu. - Fréttablaðið „Ég get talað við þig í tvo klukku- tíma.“ n Dorrit Moussaieff við blaðamann DV áður en Örnólfur Thorsson forsetaritari bannaði forsetafrúnni að ræða við blaðamann. - DV „Ég þori ekki að vera með börnin mín hérna lengur.“ n Íbúi á Akurvöllum í Hafnarfirði vegna óþæginda sem hann hefur orðið fyrir vegna vændis sem stundað er í blokkinni. Íbúar segja lögreglu ekkert aðhafast í málinu. - DV „Strax og maður er kominn út í finnur maður fyrir tærri sælutilfinningu.“ n Siv Friðleifsdóttir alþingiskona um ágæti sjósunds sem hún stundar af miklu kappi. - DV „Bæði rosalega skemmti- legt og mikill heiður.“ n Sigurbjörn Bernharðsson um það hvernig tilfinningin var að vinna Grammy-verðlaun. - DV “Sá maður hefur reynst skjöldur okkar hinna sem styðjum friðsamlegt og manngott samfélag...“ n Friðbjörn Orri Ketilsson, einn stjórnenda AMX.is, um Davíð Oddsson, sem hann kallar “skjöld gegn skálmöld”. AMX.is Eyðilögð börn og ímyndir Leiðari Nýlega var faðir dæmdur fyrir að eyðileggja líf dóttur sinnar. Hann misnotaði hana frá eins árs aldri í rúmlega tvö ár. Tjón hennar var metið af dómara og niðurstað- an var að dýrkeyptara væri að vera upp- nefndur „Maggi glæpur“ heldur en að vera misnotaður frá eins til þriggja ára aldurs. Stúlkan fékk 900 þúsund krónur í bæt- ur, en Magnús Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, fékk dæmdar 1,5 millj- ónir króna frá blaðamanni, sem skrifaði slúðurfrétt um að Magnús væri uppnefnd- ur. Erfitt er að leggja mat á harm Magnús- ar yfir uppnefninu, en það er komin nið- urstaða í líf stúlkunnar. Hún er með skertan þroska, lítur á kynlífsathafnir sem eðlileg- an leik og gengur fram af fólki því hún hef- ur verið mótuð af sjúklegum athöfnum föð- ur síns. Nú flakkar hún á milli fósturforeldra. Líf hennar er eyðilagt, þótt hún sé aðeins þriggja og hálfs. Harmur Bubba Morthens yfir fréttinni „Bubbi fallinn“, um að hann væri byrjaður að reykja aftur, verður seint metinn. Honum voru dæmdar 700 þúsund krónur í miska- bætur frá blaðamanninum sem fjallaði um hann í skemmtifrétt. Niðurstaðan er sú að blaðamenn hljóta sambærilega fjárhagslega refsingu fyrir mis- tök eða umdeildar umfjallanir og menn sem rústa lífi barna með áralangri misnotkun. Niðurstaðan er líka sú að börn sem eru svipt tækifærinu til að lifa eðlilegu lífi fá sambæri- legar miskabætur og menn sem eru uppnefndir eða menn sem er fjallað um með þeim hætti að það megi mis- skilja. Munurinn á kynferðisbrotamálum og meiðyrðamálum er augljós, bæði út frá gerandanum og þolandanum. Blaðamaður sem gerir mistök ætlar sér yfirleitt ekki að gera það. Rétt eins og í öðrum störfum er alltaf möguleiki á mistökum þegar unnið er daglega að því að koma upplýsingum á framfæri til almennings. Blaðamaður brýtur yfir- leitt ekki gegn ímynd fólks af ásetningi. Maður sem misnotar barn getur ekki ætlað sér annað en að misnota það. Brotið er ásetningur. Kjarni málsins er hins vegar afleiðingar brotanna. Auðvelt er að leiðrétta rangfærsl- ur eða misskilning í fréttum, en misnotkun á barni verður aldrei leiðrétt. Út frá þessu er óskiljanlegt og fast að því viðurstyggilegt að dómarar verðleggi laskaða ímynd hærra en eyðilagt barn. Jón trauSti reyniSSon ritStJóri Skrifar. Misnotkun á barni verður aldrei leiðrétt. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.