Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Blaðsíða 23
fimmtudagur 12. febrúar 2009 23Umræða
Hver er konan? „Sigríður margrét
guðmundsdóttir.“
Hvað drífur þig áfram? „Áhuginn á
skemmtilegum verkefnum.“
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
„Holli og góði maturinn sem við seljum
hérna í Landnámssetrinu.“
Áttu þér eitthvert uppáhaldsleik-
verk? „Já, mörg, en það sem mér þykir
vænst um er Sjálfstætt fólk og svo
finnst mér líka mr. Skallagrímsson og
brák rosalega skemmtileg verk.“
Hvað er uppáhaldshúsverkið þitt?
„að elda. Kjartan maðurinn minn eldar
reyndar oftar en ég en ég hef engu að
síður mjög gaman af því að elda.“
Hvaða þýðingu hefur Eyrarrósin
fyrir ykkur? „Hún hefur mjög
mikla þýðingu, öll viðurkenning
hefur þýðingu og allt sem getur vakið
jákvæða athygli á því sem maður er
að gera. Svo skipta peningaverðlaunin
líka miklu máli sérstaklega á þessum
tímum sem erfitt er að reka ferða-
mannaþjónustu sem er opin allt árið.
rekstur ferðaþjónustufyrirtækis úti á
landi getur verið erfiður á veturna svo
svona peningastyrkur getur alveg skipt
sköpum fyrir okkur.“
Hvað ætlið þið að gera við
verðlaunaféð? „Við erum til dæmis
að blása til sóknar með öðrum í sveit-
arfélaginu til að standa fyrir alls konar
skemmtilegum uppákomum næsta
sumar og vekja athygli á því sem er að
gerast í borgarnesi. Svo eru óteljandi
verkefni fram undan, við þurfum meðal
annars að endurnýja iPod-ana okkar og
helst af öllu langar okkur líka að stækka
Landnámssetrið. Það verður allavega
enginn vandi að nýta peningana vel.“
Hvað er fram undan? „Það sem er
næst á dagskrá hjá okkur er að einar
Kárason kemur og segir Sturlungu sem
hann þylur upp utanbókar. Svo verður
gestaleikurinn gísli Súrsson sýndur
hérna 14. mars og mr. Skallagrímsson
heldur áfram en gert verður hlé á
sýningum á brák fram á sumar. Svo
má ekki gleyma landnámssýningunni
okkar og egilssýningu og fjölskyldu-
tilboðinu á Landnámssýninguna á
sunnudögum en þá er frítt inn fyrir
börnin og ömmukaffi á boðstólum
gegn vægu verði.“
Hvert er uppáHaldslag þitt í eurovision-söngvakeppninni?
„Ég hef nú ekki séð öll lögin en af því
sem ég hef séð hefur ekkert þeirra
heillað mig.“
Jón Þór Einarsson
27 Ára KerfiSStarfSmaður í bónuS
„Lagið með henni Höllu Vilhjálmsdótt-
ur stendur mest upp úr í mínum huga.“
Einar HEimir PÁlsson
28 benSínStarfSmaður
„Ég er búin að fylgjast vel með keppninni
en get ekki sagt að ég eigi mér
uppáhaldslag. að mínum mati eru alls
ekki nógu góð lög í keppninni þetta árið.
Danfríður KristJÁnsDóttir
51 ÁrS HúSmóðir
„Ég hef ekki mikla skoðun á eurovision-
söngvakeppninni. Þessi tónlist er svo
langt frá mínum tónlistarsmekk.“
JaKob HElgi
22 Ára VerKamaður
Dómstóll götunnar
eyrarrósin var afhent í fyrradag.
Viðurkenninguna hlaut Landnámsset-
ur íslands en sigríður margrét
framkvæmdastjóri setursins segir
eyrarrósina hafa mikla þýðingu.
SjálfStætt fólk
í uppáhaldi
„framlagið með honum Jógvan er
nokkuð gott að mínu mati.“
Einar Ágústsson
51 ÁrS SöLumaður
Bankastjórar Royal Bank of Scot-
land og HBOS komu í vikunni fyr-
ir fjárlaganefnd breska þingsins og
báðust innilega afsökunar á mistök-
um sínum í rekstri bankanna.
„Ég baðst innilega afsökunar og
geri það viljugur aftur,“ sagði Fred
Goodwin frammi fyrir nefndinni,
en hann hefur verið settur af sem
bankastjóri Royal Bank of Scotland.
„Afsökunin er djúpstæð og skilyrð-
islaus gagnvart þeirri ógæfu sem
snertir okkur öll,“ bætti Goodwin
við.
Bankarnir tveir eru nú á framfæri
breska ríkisins sem neyðst hefur til
þess að leggja þeim til 6.000 millj-
arða króna til þess að verja þá falli.
Bresk stjórnvöld eiga nú 70 pró-
senta hlut í Royal Bank of Scotland
og 43 prósent í Lloyds-bankasam-
steypunni sem keypti HBOS til þess
að verjast áhlaupi á bankann.
bældir íslendingar með
sektarkennd
Ný grein hagfræðinganna Jóns Daní-
elssonar og Gylfa Zoega um íslenska
bankahrunið, „Hagkerfi bíður skip-
brot“, bendir ákveðið á menn sem
ættu að biðja íslensku þjóðina afsök-
unar. Djúprar, innilegrar og skilyrðis-
lausrar afsökunar.
Slíkt er ekki gert. Þess í stað er ís-
lenskri þjóð boðið upp á harmþrungið
sjónarspil sem snýst um örlög seðla-
bankastjóra sem krefst þess að kom-
ast á blöð sögunnar sem píslarvottur
þar sem ekki er lengur neitt annað í
boði. Nú vill hann samúð og með-
aumkvun þjóðar sinnar úr því hann á
þess ekki kost að skipta um þjóð.
Jón og Gylfi tala um náin póli-
tísk tengsl milli einkageirans og yf-
irvalda sem þjóðfélagsmeinsemd.
Reglurnar eru til en tengslin valda
því að lausung og eftirlitsbrestur
verður í kerfinu öllu.
Þeir eru þess fullvissir að orsök
bankahrunsins sé að finna heima-
fyrir en ekki á alþjóðavettvangi. „Sá
grunur læðist að okkur að jafnvel
þótt alvarleg fjármálakreppa hefði
ekki orðið í heiminum hefðu ís-
lensku bankarnir samt sem áður
farið í þrot.“
Jón og Gylfi benda á afar athyglis-
verðan hlut, sem tilheyrir ekki bein-
línis hagfræðinni fremur en öðrum
sviðum mannvísinda. Ef til vill liggi
stærstu mistök Seðlabankans í því
að hafa ekki getað sinnt forystuhlut-
verki sínu. „Pólitísk ítök í bankanum
hafa valdið því að hann hefur ekki
getað tekið þetta leiðtogahlutverk
að sér. Jafnvel ákvarðanir sem voru
réttar og hægt var að verja vöktu tor-
tryggni um vanhæfni og óréttmætan
ásetning.“
Djúp og innileg afsökunar-
beiðni
Formaður bankastjórnar Seðlabank-
ans lætur röksemdir sem vind um
eyru þjóta. Jón og Gylfi benda til
dæmis á að langtímavandamál geti
fylgt áframhaldandi gjaldeyrishöft-
um. „Vegna þessa er mjög mikilvægt
að trúverðugleiki Seðlabankans sé
aukinn og að bankinn sinni hlut-
verki sínu í því uppbyggingarstarfi
sem felst í framkvæmd áætlunar (Al-
þjóðagjaldeyris)sjóðsins.“
Jón og Gylfi segja að enginn
vafi leiki á að Fjármálaeftirlitið
og Seðlabankinn vissu hvað
var að gerast. Það hafi ráð-
herrar einnig gert. „Samt
brást ríkisstjórnin ekki
við. Hún hefði á öllum
tímapunktum getað tek-
ið ákvarðanir sem hefðu
mildað endanlega nið-
urstöðu. Ef ríkisstjórn-
in hefði brugðist skynsam-
lega við væri hagkerfið í mun
betri stöðu nú.“
Hvað á nú til bragðs að
taka? Jóni og Gylfa þykir ein-
boðið að krefjast útskýringa
seðlabankastjórnarinnar, Fjár-
málaeftirlitsins og ríkisstjórnar-
innar á því hvað gerðist, hverjar
orsakir vandans séu og hvort mis-
tök hafi átt sér stað. „Þeir op-
inberir starfsmenn sem
bera ábyrgð á mistökum
verða að axla ábyrgð
sína, hugsanlega með
afsögn.“
Björgvin G. Sigurðs-
son sagði af sér, tók
með sér stjórn Fjár-
málaeftirlitsins og
forstjóra þess. Hann
sá að sér og hef-
ur fært sína fórn til
þess að siðvæða ís-
lensk stjórnmál.
Ríkisstjórnin er
farin frá og tveir seðlabankastjórar.
Kemur einhvern tíma djúpstæð,
auðmjúk og skilyrðislaus afsökun frá
Davíð Oddssyni sem færir honum
betri stað á blöðum sögunnar en nú
eru horfur á?
Siðbótin strandar í Seðlabankanum
kjallari
svona er íslanD
1 Örnólfur stoppaði viðtal við
Dorrit
„Það er mjög óviðeigandi að nota þetta
tækifæri til að ná viðtali,“ sagði örnólfur
thorsson forsetaritari þegar blaðamaður
dV ætlaði að ræða við dorrit forsetafrú.
2 Catalina rak annað hóruhús í
Hafnarfirði
Hóruhúsið á Hverfisgötu 105 var að
öllum líkindum áður í íbúð Catalinu
mikue ncogo í blokk í Hafnarfirði.
3 „stúlkan á eftir að lifa við þetta
það sem eftir er“
Héraðsdómur reykjaness dæmdi 25 ára
karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir
kynferðisbrot gegn dóttur sinni.
4 beið í sex ár eftir réttlætinu
björn ófeigsson, sem fékk hjartaáfall árið
2003, vann á fimmtudaginn mál gegn
bresku tryggingafyrirtæki í Hæstarétti.
5 „berjum Davíð og Eirík út“
Hópur mótmælenda tók sér stöðu við
Seðlabankann þriðja daginn í röð.
6 Vinir í skilanefndunum
Kunningjatengsl og helmingaskiptaregla
Sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks
einkennir skipan í skilanefndir.
7 Davíð stendur einn gegn
„fasistunum“
davíð Oddsson stendur einn gegn hópi
sem líkist skæruliðum og hefur „...staðið
að myrkraverkum sem eiga sér engin
fordæmi í lýðveldissögunni,“ skrifar
friðbjörn Orri Ketilsson, stjórnandi amx.is.
mest lesið á dV.is
JóHann
HauKsson
útvarpsmaður skrifar
„Kemur einhvern tíma
djúpstæð, auðmjúk og
skilyrðislaus afsökun
frá Davíð Oddssyni
sem færir honum betri
stað á blöðum sögunnar
en nú eru horfur á?“
maður Dagsins