Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Qupperneq 10
miðvikudagur 10. júní 200910 Neytendur Gerðu verð- samanburð Nú er sá tími sem garðyrkjan heltekur marga og fólk fer að huga að því að leggja túnþök- ur. Mikilvægt er að kanna verð á túnþökum áður en farið er í að fjárfesta í slíkum. Hægt er að spara sér dágóðan skilding með því að hringja nokkur símtöl. Til dæmis kosta túnþökur sem eru ⅔ úr fermetra að stærð 270 krón- ur í Blómaval. Hálfur fermetri af túnþökum kostar hins vegar 365 krónur í Garðheimum. Hvorugt fyrirtækjanna býður upp á heim- sendingu en það gera hins vegar hinir ýmsu einkaaðilar. Túnþök- ur eru líka oft aðeins ódýrari hjá einkaaðilum. Vert að athuga! Öðruvísi sumarfrísupp- lifun Í kynningarbæklingnum „Upp í sveit“ sem Ferðaþjónusta bænda gefur út er hægt að kynna sér bóndabæi sem almenningur getur heimsótt. Bændur taka vægt gjald fyrir þessar heimsókn- ir en í staðinn fá gestir fróðleik um landbúnað og fá að kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Viðkomandi bær flaggar sínu merki svo fólk á að geta áttað sig á því þegar það keyrir um þjóðveginn og sveitirn- ar. Mismunandi er eftir bæjum hvert fyrirkomulag heimsóknar- innar er og því mikilvægt að hafa samband við bæina fyrirfram. DV mælir með þessu til að gera sumarfríið í ár aðeins öðruvísi og fræðandi. Hægt er að skoða bæk- linginn á vefsíðunni uppisveit.is. n Hingað hringdi eldri kona sem finnst afar leiðinlegt hve óliðlegar afgreiðslu- stúlkurnar á kass- anum í Zöru í Smára- lind eru. Konan verslar oft í Zöru og að hennar sögn eru stúlkurnar ávallt fýldar og virðast ekki hafa neinn áhuga á að gleðja viðskiptavini versl- unarinn- ar. n Starfsfólk N1 í Borgartúni fær mikið lof frá ungri stúlku. Hún þurfti nauðsynlega að hringja í gsm- síma og var búin að fara í nokkrar sjoppur þar sem henni var sagt að hún gæti ekki hringt þar sem lokað væri fyrir gsm-númer. Starfsfólk N1 leyfði henni að hringja með bros á vör. SEndið LOF Eða LaST Á nEYTEndur@dv.iS Dísilolía algengt verð verð á lítra 168,8 kr. verð á lítra 171,6 kr. algengt verð verð á lítra 167,3 kr. verð á lítra 170,3 kr. algengt verð verð á lítra 168,8 kr. verð á lítra 171,7 kr. bensín Hveragerði verð á lítra 167,2 kr. verð á lítra 170,1 kr. bæjarlind verð á lítra 167,3 kr. verð á lítra 168,1 kr. fellsmúli verð á lítra 160,6 kr. verð á lítra 163,4 kr. umSjón: LiLja kaTrín gunnarSdóTTir, liljakatrin@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i VERTU HEIMA Í SUMAR Lítil 33 sentílítra kókdós kostar bara um 130 krónur á Íslandi en í Köben þarf að reiða fram fjögur hundruð krónum fyrir drykkinn. Áætla má að lágmarksuppihald, ásamt flugi og gistingu, fyrir fjögurra manna fjölskyldu í aðeins eina viku í Kaup- mannahöfn kosti rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur. Verð á ýmiss konar matvælum í þessari höfuðborg Danaveldis er orðið svívirðilega hátt vegna gengis krónunnar og kostar til dæmis lítil 33 senilítra kókdós fjögur hundruð krónur út úr búð. Ef fjögurra manna fjölskylda drekkur eina dós á dag hver í sjö daga þá er kostnaður við kókneyslu fjölskyldunnar rúmar ellefu þúsund krónur fyrir eina viku. Ham- borgari með frönskum og gosi fyrir alla fjölskylduna kostar sex þúsund krónur og ef miðað er við að fjölskyldan fái sér slíkt tilboð á hverjum degi í sjö daga þá er upphæðin 42 þúsund krónur. Ef gert er ráð fyrir því að foreldr- arnir fái sér hvort sinn bjórinn á dag í viku þá kostar það alls rúmlega tuttugu þúsund krónur. Rándýr strætóferð Nú eru ekki taldar með samgöng- ur og skemmtun af ýmsu tagi sem líka kostar skildinginn. Áætla má að strætóferð aðra leið fyrir fjögurra manna fjölskyldu í Kaupmannahöfn kosti fimmtán hundruð krónur. Að- gangur í Tívolíið fyrir fjölskylduna um helgi kostar átta þúsund krónur. Þá er ekki með talið verð í hin ýmsu leiktæki sem þar er að finna né mat- ur og drykkur sem er afar dýr innan veggja skemmtigarðsins. Því er ekki óvitlaust að spara sér nokkrar krón- ur og taka með nesti í staðinn fyrir að borga fúlgur fjár fyrir tívolíveitingar. Fáránlegt verð á kókdós Talsvert ódýrara er að halda sér uppi á sólarströnd í Albufeira á Portúgal. Þar er meðalverð á bjór átta hundruð krónur og því kostar það aðeins rúm- lega ellefu þúsund krónur fyrir for- eldrana að drekka sitt hvorn bjórinn á dag í viku, eða helmingi ódýrara en í Kaupmannahöfn. Í Albufeira er hægt að fá hamborg- aratilboð á átta hundruð krónur sem er jafnvel ódýrara en á sumum stöð- um á Íslandi. Kókdósin er hins vegar rándýr út í búð og kostar heilar sex hundruð krónur. Ein kókdós á dag fyrir alla fjölskyldumeðlimi myndi því kosta tæplega sautján þúsund krón- ur sem er meira en það sem flug aðra leiðina til Kaupmannahafnar kostar. Vertu heima! Íslendingar geta sparað sér geysi- lega háar fjárhæðir með því að halda sig heima í sumar og kynnast landi og þjóð. Áætla má að sá sem keyri hringinn í kringum landið keyri um sextán hundruð kílómetra. Því kostar akstur kringum landið fyrir bíl sem eyðir fimmtán lítrum á hundraði um fjörutíu þúsund. Tjaldgisting fyr- ir fimm manna fjölskyldu kostar að meðaltali 17.500 krónur fyrir viku. Allt uppihald á Íslandi er í flest- um tilfellum jafndýrt eða ódýrara en í Kaupmannahöfn. Lítil 33 sentílítra kókdós kostar bara um 130 krónur á Íslandi en í Kaupmannahöfn þarf að reiða fram fjögur hundruð krónur fyrir drykkinn. Bjórinn er helmingi ódýrari en meðalverð á ís með dýfu er hins vegar hærra á Íslandi. Þegar allt kemur til alls ætti ákvörðunin um sumarfrísstað ekki að vera erfið. Sumarfrí í útlöndum getur hæglega slagað upp í millj- ón fyrir fjögurra manna fjölskyldu á meðan svipað frí á Íslandi þarf ekki að kosta meira en nokkur hundruð þúsund. Vertu því heima í sumar. lilja KatRín gunnaRsdóttiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is sumaRFRí FjöguRRa manna FjölsKyldu í Kaup- mannahöFn: Flug: um 55.000 kr. gisting á þriggja stjörnu hóteli: 236.000 kr. Fjölskyldupítsa með 2 áleggjum: 3000 kr. stór bjór á strikinu: 1500 kr. hamborgari, franskar og gos: 1500 kr. lítill ís með sósu: 300 kr. 33 cl kókdós: 400 kr. sumaRFRí FjöguRRa manna FjölsKyldu í albuFeiRa í poRtúgal: Flug og gisting: um 350.000 kr. Fjölskyldupítsa með 2 áleggjum: 1800 kr. stór bjór: 800 kr. hamborgari, franskar og gos: 800 kr. lítill ís með sósu: 350 kr. 33 cl kókdós: 600 kr. sumaRFRí FjöguRRa manna FjölsKyldu á íslandi bensín í kringum landið: 40.000 kr. tjaldsvæði í viku: 17.500 kr. Fjölskyldupítsa með 2 áleggjum: 2000 kr. stór bjór: 700 kr. hamborgari, franskar og gos: 1500 kr. lítill ís með dýfu: 350 kr. 33 cl kókdós: 130 kr. „Við getum ekki hækkað verðið núna því þá vitum við að eftirspurn- in minnkar og við töpum á því. Við erum ekki í neinni aðstöðu til að hækka einhliða. Þess vegna tökum við á okkur höggið yfir sumarmán- uðina og töpum vissulega á þessu,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals-Útsýnar. Verðið á utanlandsferðunum í sumar hækkar ekki fyrr en eftir sum- arið en hækkun á utanlandsferð- um hefur nú þegar orðið í Bretlandi. Mesta álagning á utanlandsferð- ir í Bretlandi hefur verið til Íslands og Sikileyjar með ferðaskrifstofunni Cox & Kings Travel. Fjögurra manna fjölskylda þarf að borga 600 evrum meira fyrir ferð sem átti að kosta 6000 evrur eða 73.200 krónur. Sterk- ara gengi evrunnar en pundsins ger- ir það að verkum að það er 17 pró- sent dýrara að leigja bíl eða að fara út að borða í þeim löndum sem hafa evru fyrir gjaldmiðil. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Mail. Fyrirtæki geta hækkað upprunalegt gjald um tíu prósent. Tapa á sumarferðum Þorsteinn bendir á að flugið sé borgað í dollurum og gistingin í evr- um. „Kostnaðurinn á bak við sumar- ferðirnar hefur hækkað en við erum búin að semja við hótelin og flugfé- lögin úti hvað mörg sæti og gisting- ar við ætlum að kaupa, og við get- um ekki breytt verðinu á ferðunum núna.“ Eldsneytisverð 40 prósent af heildarverði Þorsteinn Guðjónsson reiknar með því að ferðirnar hafi hækkað um 40 prósent síðastliðið ár vegna hækkandi eldsneytisverðs. „Það má reikna með því að fyrir hverja krónu sem olían hækkar hækkar heildar- kostnaðurinn á fluginu um 0,4 pró- sent,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að áður hafi eldsneytið verið um 20 prósent af heildarverðinu. Spurð- ur um horfur fyrir næsta sumar segir Þorsteinn að hann geti ekkert sagt fyrir um hvernig það verður. „Það væri eins ég ætti að spá fyrir um hvernig veðrið yrði næsta sum- ar. Ég get frekar svarað því í október, núna erum við að horfa á veturinn og við stöndum frammi fyrir krónunni og elds- neytis- verðinu eins og það er. Ég sé fram á hækkan- ir í vetur og þess- ir tveir áhrifavaldar munu hafa áhrif á verð- ið í vetur,“ segir Þorsteinn. Hækkandi olíuverð hækkar fargjöld Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, segir að ef olíu- verðið heldur áfram að hækka leiði það til hækkandi verðs á far- gjöldum. „Ef olíuverð- ið heldur áfram að vera í þessum hæðum eru engir hagræð- ingarmögu- leikar innan félaganna til að takast á við það, þannig að ég sé ekki ann- að en að far- miðar hækki til jafns við olíuverð- ið. Það er auðvitað verið að vinna á fullu til að sporna við þessu en þetta eru það miklar hækkanir að fargjöld- in koma til með að hækka. En ég get ekkert sagt um hvernig þetta verður næsta sumar.“ Olíugjald ófrávíkjanlegt Icelandair setti olíugjald ofan á flugfargjald í apríl og hækkaði þá hvert flugfar um 3-5 evrur. Björgólf- ur segir að olíugjaldið muni hækka seinni hlutann í ágúst. „Olíugjaldið sem slíkt er að verða eðlilegur hluti af fargjaldinu,“ segir Björgólfur. „Það hefur mikil áhrif á fargjaldið ef þú ferð frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þá ertu jafnvel að borga 88 evrur í olíu- gjald og 35 evrur frá Íslandi til Lond- on. Flest flugfélög eru með varnir á olíu og búin að festa verðið fyrir sumarið. Fyrir okkur er það ljóst að það verða töluvert miklar hækkanir og ég kalla miklar hækkanir ef þarf að hækka gjaldið um tíu prósent.“ ásTrún friðbjrönsdóTTir blaðamaður skrifar astrun@dv.is fyrir ódýra utanlandsferð SíðaSti SénS Olía „Farmiðar hækka til jafns við olíuverðið.“ ströndin á góðu verði „Kostnaðurinn á bak við sumarferð- irnar hefur hækkað en við erum búin að semja við hótelin og flugfélögin úti hvað mörg sæti og gistingar við ætlum að kaupa, og við getum ekki breytt verðinu á ferðunum núna.“ Ódýrar sÓlarlandaferðir Plúsferðir bjóða upp á gott tilboð á flugsætum til Alicante fram í júlí sé bókað á Netinu. Flugvallarskattar innifaldir. Verð frá 9.900 kr. aðra leið Sólarlottó Plúsferða er ódýr kostur. Áfangastaðirnir eru Krít, Marmaris, Costa del Sol og Mallorca. Ferðalangurinn velur áfangastaðinn og ferðadaga, en tekur þátt í lottóinu varðandi gistingu. Verð frá 39.900 kr. Fyrir þá sem vilja sól með haustinu getur ferð Úrval-Útsýn til Albir reynst ódýr kostur. Verð miðast við þriggja manna fjölskyldu í hálfu fæði og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli í viku frá 28. ágúst. Verð á mann: 48.040 kr. Heimsferðir bjóða „stökktu tilboð“ á sólarlandaferð til Mallorca 25. júní eða 9. júlí í tvær vikur. Ferðalangar bóka flug og gistingu og fá að vita um gististaðinn með fjögurra daga fyrirvara. Verð miðast við 4 manna fjölskyldu í íbúð. Verð á mann: 49.990 kr. þriðjudAgur 17. jÚNí 200810 Fréttir DV Varaði fólk við í d 17. júní í fyrra var fólk upplýst um að þá væri síðasti séns til að fara í ódýra sólarlandaferð. Lítil kókdós kostar heilar sex hundruð krónur á sumarleyfisstaðnum Albufeira í Portúgal. Í Kaupmannahöfn kostar stór bjór á Strikinu fimmtán hundruð krónur. Það er því ekki allur kostnaður sumarfrísins fólginn í fluginu út. Sumarfrí erlendis fyrir fjögurra manna fjölskyldu getur slagað upp í milljón krónur á meðan sumafrí á Íslandi er talsvert ódýrara. aðeins ódýrara ódýrara er að snæða og drekka í albufeira en í kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.