Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Page 22
Miðvikudagur 10. júní 200922 norðurland Flugvals í hægum takti Arngrímur Jóhannsson flugstjóri dansaði á dög- unum vals á svifflugu yfir Pollinum á Akureyri við tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Flutning- urinn var hluti af alþjóðlegri tónlistarhátíð sem haldin var nyrðra í liðinni viku. Arngrímur segir að beinast hafi legið við að dansa á svifflugunni, hún sé hægfleyg og tignarleg. Arngrímur býr nú á Ak- ureyri, enda fæddur þar og uppalinn. Hann segir mikilvægast að geta verið innan um vinina. Ég hefði auðvitað getað dansað þennan dans á list-flugvélinni, en ákvað að nota sviffluguna þar sem hún er svo hæg og tignarleg á lofti,“ segir Arngrímur Jóhannsson flug- stjóri, sem sýndi dans á svifflugu við tónverk Jóns Hlöðvers Áskels- sonar, fimmtudaginn síðasta. Tón- verk Jóns var flutt í Útvarpi Norð- urlands og bæði Arngrímur og áhorfendur á jörðu niðri hlýddu á verkið á meðan dansinn dunaði. „Inni í svifflugunni er auðvitað nánast þögn, þannig að ég gat not- ið tónlistarinnar til hins ýtrasta og þannig haldið mér í taktinum upp að einhverju marki,“ bætir Arn- grímur við. Dansinn og tónverkið voru hluti af dagskrá alþjóðlegrar tónlistarhá- tíðar á Akureyri sem fram fór í síð- ustu viku og markaði flutningurinn lok hátíðarinnar. Fyrir hljómsveit og Flugvél „Þetta koma þannig til að fyrir um þremur árum síðan ræddum við saman við Jón Hlöðver og þá kom til tals að hann gerði tónverk fyr- ir hljómsveit og flugvél. Svo bara samdi hann verkið, flugvalsinn var tilbúinn og ekkert annað að gera en að hrinda þessu í framkvæmd.“ Sjálfur valsinn er í hægum takti og segir Arngrímur að sér hafi fljót- lega verið ljóst að svifflugan væri einmitt tækið til þess að dansa í. „Í listflugvélinni hefði ég líka átt bágt með að hlusta á tónlistina sökum hávaða í mótornum.“ Arngrímur hóf dansinn í þrjú þúsund feta hæð, nokkrum mínút- um fyrir kvöldfréttir útvarps. Tals- verður fjöldi fólks hafði þá komið sér fyrir við Höepfnersbryggju og fylgdist með úr bílum og hlustaði á útvarpið í leiðinni. „Í sviffluginu er maður alltaf að versla með hæð og hraða. Til þess að halda hraðanum þarf maður að greiða fyrir með hæðinni,“ seg- ir Arngrímur og bætir við að hann tapi ekki svo mikilli hæð á því að fljúga í hringi og velta flugunni á hvolf, eins og hann gerði ítrekað í dansinum. „Ætli ég hafi ekki náð svona fimm mínútum á lofti.“ Fæddur á akureyri Arngrímur flutti til Akureyrar fyrir fjórum árum og kom sér þægilega fyrir í íbúð við Ráðhústorgið. „Ég er fæddur og uppalinn hér á Akur- eyri. Reyndar var pabbi úr Svarfað- ardal og þar var ég iðulega í sveit hér í gamla daga.“ Hann segir að það hafi haldist í hendur að flytja aftur norður þegar hann dró sig út úr rekstri flugfélagsins Atlanta sem hann stofnaði ásamt þáverandi eiginkonu, Þóru Guðmundsdótt- ur. „Ég var hættur að fljúga stóru þotunum og það var kominn tími til þess að koma sér í rólegra um- hverfi.“ Arngrímur kveðst eyða eins miklum tíma á Akureyri og hann mögulega geti. „Ég er stjórnarfor- maður í Flugsafni Íslands sem er starfrækt hér á Akureyrarflugvelli. Safnið tekur mikinn hluta af mínum tíma.“ Á safninu hefur verið kom- ið fyrir mörgum af merkustu flug- vélum og minjagripum íslenskrar flugsögu. Nýjasti sýningargripur- inn er Fokker-flugvél Landhelgis- gæslunnar, TF-SYN, sem nú hefur lokið sínum ferli í eltingaleikjum við smyglskútur og eftirlitsferðum um landið og miðin. Þar hefur einnig verið kom- ið fyrir TF-SIF, gæsluþyrlunni sem endaði í sjónum við Straumsvík í hitteðfyrra. vinirnir mikilvægastir „Aðalatriðið er nú samt að hér á ég mikið af góðum vinum. Þetta er þéttur og góður hópur sem mér þykir vænt um að fá að umgangast,“ heldur Arngrímur áfram. Helstu hættuna telur hann vera að Akur- eyringar verði kannski leiðir á hon- um. „Ég er alltaf að gera eitthvað og hef stundum vakið athygli með ein- hverju bralli. En hér heyrist reyndar ekki hnjóð, eins og segir í laginu.“ Þegar hér var komið sögu gat Arngrímur ekki staldrað lengur við. Flugvirkjar frá Bandaríkjunum voru mættir í flugskýlið til þess að gera skoðun á sjóflugvélinni góðu, sem er eitt af leikföngunum sem flugstjórinn hefur sankað að sér á löngum ferli í fluginu. „Aðalatriðið er að hér á ég mikið af góðum vinum. Þetta er þéttur og góður hópur sem mér þykir vænt um að fá að umgangast.“ Listdans á svifflugu Arngrímur semur um hæð og hraða við almættið í flugvalsi við tónverk Jóns Hlöðvers. Í skýlinu Flugvirkjar voru í miðju kafi að yfirfara sjóflugvél Arngríms þegar hann var heimsóttur í flugskýlið. Tekið á móti gestum Arngrímur sýnir gestum gripina í Flugsafninu. Hér er hann við eina af sínum eigin flugvélum. TF-SIF Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, tilheyrir nú Flugsafni Íslands, meðal annars fyrir atbeina Arngríms. TF-SYN Nýjasti safngripurinn á Flugsafninu er TF-SYN, gæsluflug- vélin sem nú er búið að leggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.