Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Qupperneq 24
Miðvikudagur 10. júní 200924 norðurland
hið sívinsæla krem
„Ætlum ekki að láta
hlÆja að okkur“
Draupnir er nýtt lið á Akureyri sem skráði sig til leiks í 3. deild karla og 1. deild kvenna. Liðið veitir knatt-
spyrnumönnum og -konum, sem hafa ekki komist að hjá stórliðum bæjarins eða hafa ekki tíma til þess að
leika með þeim, tækifæri til að spila alvöru knattspyrnu. Liðið, sem rekið er með lágmarkskostnaði, nýtur
mikillar velvildar í bæjarfélaginu.
Draupnir heitir nýjasta knattspyrnuliðið á Akur-eyri sem skráði lið til leiks, bæði í karla- og kvenna-
flokki. Hugmyndin með félaginu er
sú sama og hjá öðrum varaliðum
stórliða á höfuðborgarsvæðinu, að
gefa knattspyrnufólki sem hefur ekki
komist að hjá stórliðum bæjarins,
Þór eða KA, tækifæri til að spila eitt-
hvað meira en almennan bumbu-
bolta á sunnudögum með félögun-
um. Liðið æfir tvisvar í viku og leikur
þess á milli í norður- og austurriðli
3. deildar.
„Það vantar ekki framboð á góð-
um fótboltamönnum á Akureyri, svo
mikið er víst,“ segir Jón Stefán Jóns-
son, framkvæmdastjóri og leikmað-
ur liðsins. „Það er náttúrulega hell-
ingur af strákum og stelpum sem
langar að spila knattspyrnu en hafa
ekki tök á því að æfa 5-6 sinnum í
viku. Það er samt alvara í þessu hjá
okkur og við erum ekki í þessu til að
láta hlæja að okkur,“ segir Jón en lið-
ið réð til starfa fyrrverandi atvinnu-
og landsliðsmanninn Hlyn Birgis-
son. „Það eitt finnst mér sýna að það
sé alvara í þessu,“ segir Jón Stefán.
VelVild í bÆnum
Draupnisliðið æfir í knattspyrnu-
húsi Akureyrar, Boganum, en erfið-
lega hefur gengið að fá æfingatíma á
völlum Þórs og KA. „Menn vilja okk-
ur vel en aðstæðurnar eru gífurlega
erfiðar. Mikið álag er á æfingasvæð-
um liðanna og svo er landsmót UMFÍ
á Þórssvæðinu í sumar. Krakkarnir fá
varla að æfa þar þannig að það er svo-
lítið erfitt fyrir okkur að vera með ein-
hverjar kröfur sem bumbufótbolta-
menn,“ segir Jón Stefán og hlær en
bæði liðin, Þór og KA, hafa hjálpað
til við kostnað og eiga hagsmuna að
gæta ef rétt er staðið að hlutunum.
„Strákar sem komast ekki strax í
KA eða Þór geta komið til okkar og
fengið þar reynslu. Farið síðan aft-
ur til baka. Við erum til dæmis með
mjög efnilegan markvörð úr KA sem
er fæddur 1992, alveg svakalegur
markvörður sem kemst ekki að hjá
KA því þar er fyrir rosalega góður
markvörður. Við erum búnir að spila
einn heimaleik og þar voru stjórnar-
menn, bæði frá KA og Þór, að horfa,“
segir Jón Stefán.
kostnaður í lágmarki
Liðið tók sér ekki nafn frá öðru fé-
lagi sem hafði verið innan KSÍ og
hætt eins og algengt hefur verið.
„Við bjuggum liðið til frá grunni.
Þegar við hittumst fyrst og rædd-
um nafnið átti það að vera Mjöln-
ir en það var of tengt Þór. Þá fórum
við yfir goðafræðina og fundum
Draupni sem var hringur á hendi
Óðins,“ segir Jón Stefán aðspurður
um uppruna nafns liðsins.
Eins og gefur að skilja syndir nýja
félagið ekki í seðlum en rekur sig
sjálft á æfingagjöldum leikmanna.
„Liðið er rekið með lágmarkstil-
kostnaði. Menn greiða æfingagjöld
sem eru lygilega lág. Ég held að það
séu um tuttugu þúsund sem menn
greiða og það dekkar ferðirnar út á
land. Menn fara á einkabílum en fá
greitt bensín. Æfingagjöldin eru að-
allega til að dekka laun þjálfarans,“
segir Jón Stefán Jónsson, fram-
kvæmdastjóri og leikmaður nýj-
asta knattspyrnuliðsins á Akureyri,
Draupnis. tomas@dv.is
„Liðið er rekið með lágmarkstilkostnaði. Menn
greiða æfingagjöld sem eru lygilega lág.“
Jón Stefán Jónsson Er fram-
kvæmdastjóri og leikmaður Draupnis
á Akureyri. MYND FÓTBOLTI.NET
Hlynur Birgisson Fyrrverandi
atvinnu- og landsliðsmaður þjálfar
Draupni. MYND KRISTJÁN KRISTJÁNSSON