Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Side 28
Miðvikudagur 10. júní 200928 norðurland Guðmundur Jón Guðmundsson í Holtseli við Eyjafjörð varð fyrstur bænda til þess að framleiða ís heima á býli með öllum tilskildum leyfum. Hann segir eftirspurn eftir heimaframleiddum afurðum fara vaxandi en landbúnaðarkerfið hér sé ekki fyllilega reiðubúið undir þessa vinnslu. Ísinn frá Holtsseli er seldur vítt og breitt um landið og á völdum veitingastöðum. Síðastliðin þrjú ár hefur Guð-mundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holtseli við Eyjafjörð, framleitt ís heima á býlinu sem markaðssettur er innanlands. „Við erum fyrsta býlið sem fór út í heimaframleiðslu á mjólkurafurð- um með öllum tilskildum leyfum. Þess vegna má segja að við höfum slípað kerfið á meðan kerfið slíp- aði okkur,“ segir Guðmundur. Hann og fjölskylda hans framleiða allt að 200 lítra af ís á hverjum sólarhring auk þess sem þau reka kaffihús yfir sumartímann, þar sem ferðalangar geta fengið sér sopa og gætt sér á splunkunýjum ís. Núna nýverið hóf fjöskyldan framleiðslu á jógúrt heima á bæn- um, sem notuð er við ísframleiðsl- una. „Við gerum ekki frekar ráð fyrir því að markaðssetja jógúrtina sér- staklega, þótt í raun sé ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Guðmundur. IllskIljanlegt kerfI Í Holtseli er kvóti fyrir 240 þúsund lítrum af mjólk. Heildarframleiðslan er þó nær því að vera þrjú hundruð þúsund lítrar. „Samlögin hafa keypt allt sem þau hafa fengið fram að þessu. Á meðan svo er ætti í raun- inni ekkert að vera því til fyrirstöðu að þessi framleiðsla standi undir sér eins og hver annar rekstur,“ segur Guðmundur. Ísinn sem framleiddur er á bænum er ekki niðurgreiddur eins og hefðbundnar mjólkurafurð- ir. Guðmundur bendir þó á að ef hann myndi nota mjólk sem skil- greind er innan mjólkurkvótans væri ísinn auðvitað niðurgreidd- ur. „Auðvitað er þetta harla illskilj- anlegt kerfi eins og það er. Hins vegar veit ég til þess að bændur í Svíþjóð þurftu að koma sér upp sérstökum svæðisskrifstofum til þess að eiga við evrópska styrkja- kerfið eftir inngönguna í Evrópu- sambandið.“ BeInt frá BýlI Ísinn frá Holtselsbúinu er nú seldur í flestum Samkaupsverslunum frá Húsavík og vestur um til Njarðvík- ur. „Hann Þorgrímur Guðbjartsson á Erpsstöðum í Dölum er um það bil að hefja ísframleiðslu hjá sér. Við erum að vona að hann geti tekið að sér að selja á Vestfirðina því flutningskostn- aðurinn héðan úr Eyjafirði og vestur á firði hefur reynst okkur vægast sagt erfiður,“ segir Guðmundur. Hann bætir við að vissulega sé til þekking á matvælaframleiðslu meðal bænda um land allt. „Áhug- inn á vörum sem framleiddar eru á býlinu er alltaf að aukast. Menn þurfa hins vegar að koma sér upp aðstöðu og verða sér úti um tilskilin leyfi til þess að geta farið út í mark- aðssetningu.“ gott að fara hægt Hann segir að enn sem komið er sé ekki hægt að binda vonir við að fjölskyldan hafi í sig og á með því að framleiða ís og jógúrt. „Þetta er of lítill markaður og framleiðsluget- an er of lítil, þannig að þetta verður sjálfsagt ekki annað en skemmti- leg aukabúgrein. Við þyrftum í öllu falli að verðleggja vöruna allt öðru- vísi til þess að lifa af þessu.“ Guðmundur segir að sér hafi reynst vel að fara rólega af stað. Ef varan sé góð þá aukist henni orð- spor hægt og bítandi og líkurn- ar á mistökum séu töluvert minni. „Þetta hefur þróast hægt og bítandi. Sífellt fleiri veitingastaðir kaupa af okkur ísinn. Friðrik V. hefur verið með ísinn okkar alveg frá upphafi ásamt Hótel Eddu á Akureyri. Nú eru nokkrir fleiri að bætast í þennan hóp. Sígandi lukka er best.“ fyrstur með mjólkur- vörur frá býli „Ég veit til þess að bændur í Svíþjóð þurftu að koma sér upp svæðisskrifstofum til þess að eiga við evr- ópska styrkjakerfið.“ Blómlegar sveitir Holtsel er í Eyjafirðinum, skammt frá Hrafnagili. Tvö hundruð lítrar Ísframleiðslan er um tvö hundruð lítrar á sólarhring. Holtsels-hnoss Vöruþróun og markaðsstarf verður hlutskipti bóndans þegar selt er beint frá býli. Sigurður B. Sigurðsson er einn af stofnendum Keilufélagsins á Akureyri. Hrein nauðsyn að fá keilusalinn „Ég held að það hafi verið hrein nauðsyn að fá keilusalinn í bæinn, “ segr Sigurður B. Sig- urðsson, einn af stofnendum Keilufélagsins á Akureyri, en fyrir rúmu ári var opnaður keilu- salur í fyrsta sinn í bænum samhliða veitinga- staðnum Kaffi Jónssyni. Sigurður er einn af fastagestum staðarins. Hann mætir þrisvar til fjórum sinnum í viku í keilu í dag en við- urkennir að keilan hafi ekki alltaf verið svona stór hluti af lífi hans. „Þegar maður kom til Reykjavíkur æxlað- ist það oft þannig að maður endaði í keilu en ég var þó ekkert að pæla í þessu dagsdaglega. Mér þótti alltaf gaman í keilu og mér finnst þetta frábært framtak hjá Þorgeiri og Dagnýju að þora að fara út í þennan rekstur,“ segir Sig- urður. Hann segir nokkurs konar keiluæði hafa gripið bæjarbúa er staðurinn var opnaður en að það hafi þó jafnast út í dag. „Ég byrjaði að fara reglulega í keilu og fljótlega fór ég að velta því fyrir mér hvort ég þyrfti ekki að kaupa mér kúlu og skó,“ útskýrir Sigurður. Einn daginn tóku félagarnir sig saman og stofnuðu keilufélag. Síðan þá hafa þeir unn- ið hörðum höndum við að kynna sportið fyrir Akureyringum. Í félaginu, sem er ekki nema nokkurra mánaða gamalt, eru nú þeg- ar 40 meðlimir og segir Sigurður áhugann vera mikinn í mönnum. Hann viðurkennir að hann reyni að smita áhuganum út frá sér eins og hann geti. „Ég fékk tengdapabba til þess að spila og hann er orðinn alveg sjúkur í keilu. Ég held að hann spili meira en ég,“ segir Sigurður og hlær. Meðlimir Keilufélagsins stefna á að vera með lið á Íslandsmótinu næsta vetur eða veturinn þar á eftir og vinna þeir nú að því að finna réttu búningana fyrir liðið. Að- spurður segist Sigurður þó vera býsna langt frá því að vera góður. „En þetta er eins og hver önnur íþrótt, maður þarf að æfa sig til þess að verða góður. Munurinn á keilu og fótbolta er sá að allir geta eitthvað í keilu til að byrja með.“ Sigurður æfir sig nokkrum sinnum í viku og segir það ekki fara fyrir brjóstið á eigin- konu sinni. „Ég er gamall handboltamaður. Hún er vön að hafa mig ekki heima á æf- ingartíma,“ segir hann brosandi. Í staðinn tekur hann bara eiginkonu og barn með í keilusalinn á Akureyri – og allir hafa gam- an af. Æfir mörgum sinnum í viku Sigurður B. Sigurðs- son æfir keilu stíft og smitar áhuganum út frá sér. mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.