Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Qupperneq 30
Miðvikudagur 10. júní 200930 norðurland Hitaveitan var komin í öll hús á Ólafsfirði árið 1944: Fyrsti hitaveitubærinn á landinu Við vorum fyrstir með hitaveitu í öll hús í heilu bæjarfélagi. Þetta er klárlega mikið frum- kvöðlastarf og mikil elja að koma þessu svo snemma í öll hús,“ segir Einar Þórarinsson hjá hitaveitunni á Ólafsfirði. Upphaf framkvæmdanna má rekja aftur til 1939 þegar vatni var veitt í tjörn innan við bæ- inn en þá mun fólk ekki hafa haft mikla trú á að hægt væri að hita húsin á staðnum með þessu vatni. En af stórhug réðust bæjarbúar í heita- vatnslögn í bæinn og 1944 var komin asbest- lögn einangruð með reiðingi og tjörupappa. Maður var gerður út til Englands til að skoða heppilega ofna fyrir fólk og datt hann niður á hina massífu pottofna sem enst hafa síðan og þykja það besta sem gert hefur verið í þessum efnum. Heita vatnið gerði Ólafsfirðingum kleift að koma sér upp sundlaug mjög snemma, 1945 var tekin í notkun ný sundlaug sem var með því besta sem þekktist á þeim tíma, stór og vönd- uð laug. Í seinni tíð hefur heita vatnið hjálpað fleiri íþróttagreinum því fótboltavöllurinn er upphitaður ásamt fleiri svæðum í bænum. „Eftir að búið var að tengja fyrsta húsið við veituna komu bæjarbúar til að skoða og þukla ofnana til að fullvissa sig um að þetta virkaði. Svo var ákveðið að allir þeir sem tækju hita- veitu inn til sín fyrir árslok 1944 fengju frí inn- tök. Það leiddi til þess að öll hús voru orðin tengd í desember það ár og telst 15. desember 1944 vera stofndagur veitunnar. Við þetta varð Ólafsfjörður sjálfum sér nægur um orku, hér hafði verið komið upp tveimur virkjunum sem framleiddu rafmagn fyrir byggðina í firðinum, þannig að þetta hafa verið miklir frumkvöðl- ar hérna og eru svo sem ennþá margir,“ segir Einar sem séð hefur Ólafsfirðingum fyrir yl um langt árabil. GS Hvanndalsbræður kvöddu um helgina Rögnvald gáfaða. Ástæðan fyrir því að Rögnvaldur hætti mun vera drykkjuskapur hans en hinir saklausu sveitapiltar í hljóm- sveitinni höfðu flækst í óregluna. Um síð- ustu helgi hélt hljómsveitin kveðjutónleika Rögnvaldar gáfaða sem mun héðan í frá gegna hlutverki hirðskálds. Auk þess mun hann passa upp að hljómsveitin breytist ekki í boy-band. FLÆKTUST í drykkjuskap Rögnvaldar Norðlenska hljómsveit-in Hvanndalsbræður stendur á miklum tíma-mótum. Um síðastliðna helgi hélt sveitin tvenna tónleika á Græna hattinum á Akureyri í tilefni þess að einn meðlima hljómsveit- arinnar, Rögnvaldur gáfaði, hef- ur ákveðið að yfirgefa félaga sína. Ástæðan er drykkjuskapur Rögn- valdar gáfaða, sem hefur átt litla samleið með hinum prúðu sveita- piltum sem skipa hljómsveitina. Óregla pönkarans Rögnvaldar var farin að hafa sín áhrif á aðra með- limi sem höfðu flækst í hið vafa- sama líferni með honum. Sumarliði Hvanndal útskýrir við- skilnaðinn. „Þetta var bara búið og það varð að gera einhverjar breyt- ingar. Menn koma hver frá sínum stað í lífinu. Það var gríðarleg óregla á hljómsveitinni sem við flæktumst í og, nei, við gátum ekki lifað svona eins og hann,“ segir Sumarliði og bætir við: „Honum fannst við líka vera heldur púkó fyrir hann.“ PaSSar að við breyTUmST eKKi í boy-band Með brotthvarfi Rögnvaldar er við- búið að einhverjar breytingar verði á stefnu Hvanndalsbræðra. „Já, það má gera ráð fyrir því. Við höfum verið að semja saman, ég og Röggi. Það hefur verið blanda af pönki og skemmtilegum línum,“ segir hann. Rögnvaldur mun þó ekki alveg segja skilið við Hvanndalsbræð- ur. „Ég reikna nú með því að Röggi semji eitthvað áfram með okkur. Hann verður eins konar hirðskáld og ráðgjafi. Hann passar að við breytumst ekki í boy-band. Hann vill það ekki.“ En hvernig ætlar Rögnvaldur gáf- aði að tryggja að Hvanndalsbræður breytist ekki í boy-band?„Hann fer yfir lögin og passar að við förum ekki yfir strikið. Við vorum að senda frá okkur fyrsta lagið án hans. Það er svona reggískotið lag og hann rétt samþykkti það. Lagið er hins vegar búið að fá gríðarlega góðan stuðn- ing á fyrstu dögunum.“ Sverrir STormSKer myndi roðna En jafnvel þó eftirstarfandi Hvann- dalsbræður hafi fjarlægst óbeislað líferni Rögnvaldar er þeim enn vel til vina. „Það er gríðarlega góður vin- skapur á milli okkar. Við ætlum að fara að hittast oftar og borða sam- an. Síðan er ég með gæluverkefni sem mig langar að fara út í. Það er að Rögnvaldur gefi út sólóplötu. Það verður einhvers konar tímamóta- plata þar sem allt verður látið flakka. Þeir sem hafa heyrt textana hans og finnst þeir grófir, vita að þá höfum við verið að tempra hann. Textarnir á sólóplötunni yrðu þannig að Sverr- ir Stormsker myndi roðna við hliðina á honum.“ Sumarliði boðar aðgengilegri Hvanndalsbræður með brotthvarfi Rögnvaldar. „Við verðum líklega örlít- ið aðgengilegri, en við erum ekki að fara að gerast dansiballahljómsveit. Mottóið er að vera hressir og gera sing-a-long-lög sem eru fín í útileg- una. Samt ekki eins og Greifarnir.“ „Textarnir á sólóplötunni yrðu þannig að Sverr- ir Stormsker myndi roðna við hliðina á honum.“ Málin útkljáð Öll spjót beinast nú að Rögnvaldi sem gert hefur verið að yfirgefa sveitina. Valdimar heldur ró sinni og ræður súdókú-þrautir úr gömlum dagblöð- um. Á Grænum hatti Frá kveðju- tónleikum Hvanndalsbræðra á Græna hattinum á Akureyri um helgina. Rögnvaldur gáfaði slær gígjuna af miklum móð. Einar Þórarinsson hitaveitustjóri Við skilti sem komið hefur verið upp um hina merku sögu Hitaveitu Ólafsfjarðar sem fyrst allra hitaveitna hitaði heilt bæjarfélag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.