Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 46
miðvikudagur 10. júní 200946 Fólkið Enn meira af Þjóðhátíð. Popp- stjarna allra Íslendinga, Páll Ósk- ar Hjálmtýsson, mun koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Páll Óskar kom fram á Þjóðhá- tíð í fyrra og aðdáendur kappans stofnuðu Facebook-grúppu fyrir ekki svo löngu þar sem Þjóðhá- tíðarnefnd var hvött til þess að fá söngvarann aftur í ár. Páll Óskar mun koma fram á föstudags- kvöldinu samkvæmt vefsíðunni eyjar.net og mun kappinn koma fram á kvöldvökunni og aftur eftir klukkan tvö um nóttina. Páll mun einnig spila á hinu víð- fræga Húkkaraballi á fimmtu- dagskvöldinu. „þjóðhátíð betri án bubba“ „Ég ætla ekki að skerða skegg mitt fyrr en búið er að lækka stýrivextina í svona fimm eða sex prósent,“ seg- ir matreiðslumeistarinn, Úlfar Ey- steinsson, sem rekur veitingastað- inn Þrjá frakka á Baldursgötunni. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir svona þremur vikum og ég ætla að fram- kvæma hana,“ segir Úlfar kátur en hann hefur þurft að láta hefðbund- in búsáhaldamótmæli vera vegna anna. „Ég hef ekkert getað komist í það að berja potta og pönnur. Ekki nema þá í eldhúsinu. Ég vinn náttúrlega við að berja þetta alla daga. En það hefur bara verið svo mikið að gera. Mér finnst þetta notalegasta aðferð- in líka. Nú get ég unnið áfram en ver- ið sýnilegur,“ segir Úlfar sem hefur ekki áhyggjur af því að skeggið fari að blandast við matinn. „Þetta er nú ekki orðin nein skósídd ennþá. En maður notar bara hárnet. Ekki þarf ég það á kollinn allavega,“ segir Úlfar og hlær en hann er nauðasköllóttur. Helst vill Úlfar sjá fleiri taka und- ir með sér. „Það væri sniðugt ef Þorri karlmanna færi að mótmæla með því að safna skeggi. Það myndi alla- vega sjást víða. Eins og fjármálaráð- herrann. Hann er nú með einhverja skeggdruslu á sér og hann er sýnileg- ur,“ segir Úlfar Eysteinsson léttur. tomas@dv.is Skerðir ekki Skeggið Páll óSkar í eyjum MatreiðsluMeistari MótMælir: Ný grúppa á Facebook: Sigurganga Jóhönnu Guðrún- ar Jónsdóttur heldur áfram en í fyrradag voru útvarpsverðlaun Eurovision-stöðvarinnar gerð kunn í fjórða sinn. Hlustendur stöðvarinnar kusu uppáhalds- tónlistarmenn í Eurovsion þetta árið. Hinn norski Alexander Rybak hreppti tvenn verðlaun, fyrir besta lagið og sem besti söngvari keppninnar. Jóhanna Guðrún, Eurovision-stjarna okkar Íslendinga, hreppti einnig tvenn verðlaun hjá hlustendum. Hún var valin besta söngkonan og á heiðurinn af öðru besta lagi keppninnar. Aysel & Arash sem hrepptu þriðja sætið í Eurovision voru valin besta grúppan. enn Sigrar jóhanna Rúmlega sjö hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook og fara fram á að Bubbi Morthens semji ekki þjóðhátíðarlagið í ár. Ennfremur vilja Eyjamenn ekki að Bubbi spili á Þjóð- hátíð því þeir séu þreyttir á skoðun- um hans og framkomu. Tryggvi Már Sæmundsson, meðlimur þjóðhátíð- arnefndar, segir Bubba órjúfanlegan hluta af hátíðinni. „Nei, ekki áhuga á því að fá Bubba. Við eigum að halda í hefðina og fá Eyjamann til að semja þjóðhátíðar- lög, annað er bara ekki hægt. Gleði- lega þjóðhátíð án Bubba.“ Svona hljóðar ein af mörgum athugasemd- um á vegg hópsins „Vinalegi klúbb- urinn sem langar ekki að sjá Bubba á Þjóðhátíð“ sem stofnaður hefur verið á Facebook. Meðlimir hópsins, sem eru rúmlega sjö hundruð, mót- mæla þeirri ákvörðun þjóðhátíðar- nefndar að ráða Bubba Morthens til að spila á Þjóðhátíð og semja þjóð- hátíðarlagið. Þeir Eyjamenn sem DV talaði við virðast vera komnir með nóg af Bubba og þá sérstaklega eftir báts- ferðina frægu í fyrra. Bubbi skemmti á Þjóðhátíð en komst ekki með flugi vegna veðurskilyrða. Því var brugðið á það ráð að ferja hann með gúmmí- bát út til Vestmannaeyja. Í nokkrum athugasemdum á Facebook-síðunni er Bubbi gagnrýndur vegna þessa at- burðar. „Jahh segi það bara aftur Þjóðhá- tíð er hátíð sem er í Vestmannaeyj- um og haldin af Vestmannaeyingum og þeir eiga líka að semja lögin. Ekki frystihúsakappinn sem er of vatns- hræddur til að fara í bát og blotna,“ skrifar Elvar Þór Elvarsson á síðuna. Heimamenn viðra skoðanir sínar á Bubba rækilega á Facebook-síðunni og eru ekki nógu sáttir við hann. „Ég skil ekkert í þjóðhátíðarnefnd. Illa valið. Já og eftir árið í fyrra fauk gersamlega allt mitt álit á honum út í veður og vind, hræsnari,“ skrifar Ás- geir Guðmundsson. „Væri í lagi ef hann kæmi bara til að syngja sín bestu lög og vera í stuði, ég nenni bara ekki að hlusta á vælið í honum og hans skoðanir á stjórnmálamönnum landsins. Ég fer á Þjóðhátíð til að skemmta mér og gleyma öllu svona bulli svona eins og eina helgi,“ skrifar annar á síðuna og Sveinn Friðriksson einfaldar mál- ið og skrifar: „Ef hann kemur aftur... þá fer hann aftur að grenja.“ Þá virðist það enn fremur fara fyr- ir brjóstið á Eyjamönnum að Bubbi eigi að semja þjóðhátíðarlagið. Heimamenn hefðu kosið að það væri boðið út til heimamanna þar sem hin sanna Eyjastemning með sínum hvítu tjöldum og Heimakletti verði að skína í gegn. Nokkrir heimamenn tjá sig einnig um þetta á Facebook- síðunni: „Bubbatímabilið er búið. Maður sem hefur samið auglýsinga- stef fyrir Hagkaup er ekki trúverðug- ur. Þjóðhátíðin væri betri án Bubba,“ segir Guðbjörn Ármannsson. Tryggvi Már Sæmundsson sit- ur í þjóðhátíðarnefnd og segir Fac- ebook-hópinn engin áhrif hafa á störf nefndarinnar. „Við erum bún- ir að ganga frá dagskránni og það er hálfur mánuður síðan við lokuðum fyrir hana. Við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur. Bubbi er umdeildur en það breytir því ekki að hann kem- ur til okkar í ár,“ segir Tryggvi. „Bubbi hef- ur aldrei legið á skoðunum sín- um. Ég trúi því ekki að Vest- mannaeyingj- ar séu sárir út af því. Hann taldi sig hafa lent í sjávarháska í fyrra og hann lenti í einhverjum háska. Það er ljóst,“ seg- ir Tryggvi og sér ekkert at- hugavert við það að Bubbi semji þjóðhá- tíðarlagið í ár. „Það hefur ver- ið allur gangur á því hvort heimamenn semja lagið eða ekki. Við höfum leitað til manna sem við höf- um treyst í þetta og það hefur reynst ágætlega. Bubbi er orðinn órjúfan- legur hluti af hátíðinni og fastagestur undanfarin ár. Það var mikill heiður að hann var til í að semja lagið.“ liljakatrin@dv.s Bubbi Morthens Bubbi hefur heiðrað hátíðina með nærveru sinni síðustu ár og á því verður engin breyting í ár. Nóg komið af Bubba Einhverjir Eyjamenn vilja hvorki fá Bubba á þjóðhátíð í ár né að hann semji þjóðhátíðarlagið. Safnar skeggi til að mótmæla úlfar Ey- steinsson skerðir ekki skegg sitt fyrr en stýrivextir lækka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.