Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn n Agnes Bragadóttir, pistla- höfundur Moggans, liggur lágt í umræðunni eftir drottning- arviðtalið við Davíð. Hún gaf yfirlýsingu um að hafa haft rangt eftir Davíð í óbeinni ræðu varðandi OECD-nefnd sem teldi ekki að Íslendingum bæri að greiða Icesave vegna þess að alhrun hefði orðið. Ef rangt var haft eftir Davíð er ljóst að Agnes hef- ur beinlínis logið upp á Davíð beinum ummælum. Í viðtalinu segir hann innan gæsalappa: „Þessi nefnd á vegum OECD, sem Jean-Claude Trichet, sem nú er orðinn seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu stýrði, seg- ir í skýrslu sinni að innstæðu- tryggingakerfið gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í viðkomandi landi ...“ n Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi, Gunnsteinn Sigurðsson, er með rólegri mönnum. Hann tók við þegar Gunnar I. Birgisson hrökklaðist úr starfi í framhaldi þess að DV upplýsti um kær- leiksrík viðskipti bæjarins við dóttur Gunnars. Vefritið Pressan segir frá því að Gunnsteinn hafi tekið við starfinu um mánaða- mótin. En hann er þó fjarri góðu gamni því fyrsta embættisverk hans var að fara í sumarfrí. n Eitt svakalegasta varnarrit allra tíma kom út í vikunni. Þar rís Vogar, blað sjálfstæð- ismanna í Kópavogi, upp á átta síðum til varnar fölln- um leið- toga sínum. Fjallað er um Gunnar Birgisson á öllum síðum blaðsins undir formerkjum frétta- skýringa og frétta. Niðurstaða ritstjórans Óttars Felix Hauksson- ar er í öllum tilvikum sú sama. Gunnar er alsaklaust fórnarlamb ofsókna blaðamanna, pólitíkusa og endurskoðenda. n Einn helsti skotspónn Voga og Gunnars Birgissonar er Guðríð- ur Arnardóttir, oddviti Samfylk- ingar. Hún er sökuð um að bera fallna bæjarstjórann saklausan sökum og hlífa sínum mönnum. Þar er vísað til Flosa Eiríkssonar sem er samsekur Gunnari varð- andi Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Leggur ritstjórn Voga til að Guðríður segi sínum mönnum að hypja sig í stað þess að búa til hneykslismál um gamla, góða bæjarstjórann. 4 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir NíðiNguriNN uNdir glaNsmyNdiNNi „Ég þekki ekki bakgrunn þessar- ar konu en það getur verið erfitt fyrir hana að eiga venjuleg dagleg samskipti við fólk eftir að hafa orð- ið fyrir svona grófu ofbeldi,“ seg- ir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræð- ingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði, beðin um að leggja mat á þau áhrif sem hrottalegt ofbeldi og ítrekaðar nauðganir geta haft á fólk til lengri tíma. Fallegar myndir en ljótur raunveruleiki Karlmaður, fæddur árið 1972, var í Héraðsdómi Reykjavíkur á mið- vikudaginn dæmdur í 8 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir fjölmarg- ar árásir og og fimmtán alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrver- andi sambýliskonu sinni. Maður- inn er háskólamenntaður og hef- ur tekið þátt í opinberri umræðu þar sem hann hefur meðal ann- ars látið sig varða hagsmuni barna og fjölskyldna. Hann neyddi kon- una til að hafa samræði og önn- ur kynferðismök við ellefu aðra karlmenn. Kynlífsathafnirnar átti hann svo til að ljósmynda eða taka upp á myndbönd. Konan vill ekki að maðurinn verði nafngreindur í fjölmiðlum og virðir DV þá ósk hennar. Maðurinn, sem bjó með kon- unni í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi á árunum 2005 til 2007, var einnig dæmdur fyrir að hafa geng- ið í skrokk á föður sínum og hót- að honum lífláti. Fyrir vikið fékk hann átta ára fangelsisdóm og skal greiða konunni 3,8 milljónir í miskabætur. Parið hélt úti blogg- síðu þar sem það sagði frá ferðum sínum og dvöl á Norðurlöndunum. Þar birtu þau einnig fjölskyldu- myndir sem sýndu þau í góðra vina hópi, úti að grilla og skemmta sér. Á myndunum virðast þau ljóma af hamingju og af þeim er ekki ann- að að sjá en líf þeirra hafi verið í miklum blóma. Veruleikinn var þó heldur nöturlegur og undir glans- mynd hins að því er virtist ástríka kærasta leyndist níðingur. Blogg- síðunni var lokað í nótt. Ævilöng vinna Kolbrún segir að sú vinna sem konan á fyrir höndum sé ævilöng. Ómögulegt sé að segja til um það hversu miklum bata hún geti náð. „Maður veit ekki hvaða styrkleikar eru í bakgrunni konunnar, tengsla- neti og þess háttar. Ég hef heyrt í fréttum að þetta mál eigi sér engin fordæmi, þetta hafi verið eins svart og hægt var að hugsa sér. Bara það eitt að fara út á vinnumarkaðinn og taka þátt í samfélaginu getur reynst mönnum erfitt eftir svona lagað,“ segir hún. Kolbrún sér fyrir sér að röð við- tala og mikla meðferð þurfi til að ná bata eftir að hafa orðið fyrir svona meðferð. „Fyrsta skrefið er samt alltaf að stöðva ofbeldið. Það hefur verið gert en ég get ímyndað mér að mikil hræðsla og kvíði fylgi því að Hæstiréttur geti hugsanlega mildað dóminn þannig að gerand- inn sleppi fyrr út.“ Biðin erfið Í fjölmiðlum hefur komið fram að niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur verði áfrýjað til Hæstaréttar. Kolbrún segir að biðin eftir endan- legri niðurstöðu í málinu geti tek- ið sinn toll. „Ég get ímyndað mér að það sé erfitt að byrja að slaka á og fá bata fyrr en málið er búið í kerfinu. Það skiptir miklu máli að hún hafi samfélagið með sér í þessu. Það er mikilvægt að fólk styðji hana,“ útskýrir Kolbrún og bætir því við að þeir sem vinni við að aðstoða fólk sem verður fyrir miklu ofbeldi, finni stundum fyr- ir tortryggni eða fordómum í garð fórnarlamba ofbeldisins. „Fólki finnst stundum að þetta sé fórn- arlambinu að kenna að hluta til,“ segir Kolbrún sem leggur til að fólk láti dómstóla um að dæma í svona málum. Ánægð með réttarkerfið Gunnhildur Pétursdóttir, rétt- argæslumaður konunnar, segir spurð um líðan konunnar, að hún sé ekkert í mjög góðu jafnvægi þessa dagana. „Hún er mjög fegin og ánægð að það sé komin niður- staða í málið enda hefur hún beðið eftir því lengi,“ segir hún og bætir því við að umfjöllun um málið og hennar hagi taki auðvitað á. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Það hafa verið margar skýrslutökur og mikil vinna. Hún er engu að síður mjög ánægð með hvernig tekið var á málinu á öllum stigum réttarkerf- isins,“ segir Gunnhildur. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir ævilanga vinnu bíða konunnar sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns um langt skeið. Ofbeldismað- urinn hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir barsmíðar og fyrir að hafa neytt konuna til kynlífsathafna með 11 öðrum mönnum. Réttargæslumaður konunnar seg- ir hana ánægða með það hvernig réttarkerfið tók á máli hennar. Dómstólar sjái um að dæma Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir mikilvægt að konan finni stuðning í samfélaginu. „Hún er engu að síð- ur mjög ánægð með hvernig tekið var á málinu á öllum stigum réttarkerfisins.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hrottalegt ofbeldi Sambýlismaður konunnar neyddi hana til samræðis við 11 aðra karlmenn. SviðSett mynd dv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.