Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 17
fréttir 10. júlí 2009 föstudagur 17 Ögurstund ríkisstjórnarinnar Ögurstund í lífi ríkisstjórnarinnar rennur upp í næstu viku. Af tveimur umdeildum málum, Icesave og ESB-aðildarumsókn, telja flestir stjórnarliðar að Icesave-samningurinn sé þungbærari og skeinuhættari ríkisstjórninni. Stjórnarliðar hafa beðið Seðlabankann um að endurreikna skuldaþol þjóðarinnar og verða nýjar upplýsingar ræddar í fjárlaganefnd Alþingis. Smám saman er sú staðreynd að skýrast að skuldastaða þjóðarinnar er mun verri en ætlað var í október þegar stjórnvöld og seðlabankastjóri undirrituðu samkomulag við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Fari svo að skuldir þjóðarinnar verði allt að 240 prósent af vergri þjóðarframleiðslu, en ekki 160 prósent eins og áður var talið, verða byrðarnar að margra mati meiri en þjóðin þolir. Þungbær skref Þetta hefur orðið til þess að nokkrir stjórnarliðar úr röðum VG hafa vax- andi efasemdir um Icesave-samn- inginn. Stjórnarliðar hafa enda mun meiri áhyggjur af afdrifum frum- varpsins um ríkisábyrgð á Icesave- skuldunum en frumvarpinu sem veita á utanríkisráðherra heimild til þess að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Vandinn sem blasir við þeim stjórnarliðum sem ekki vilja sam- þykkja Icesave-samninginn er sá að ef hann verður felldur á þingi eru dagar ríkisstjórnarinnar að líkind- um taldir. Rök stjórnarliða úr röð- um VG gegn þessu eru á þá leið að fráleitt sé að telja fall Icesave-frum- varpsins í þinginu jafngilda falli rík- isstjórnarinnar. Fyrir ríkisstjórnina sé ekki annað að gera en að semja upp á nýtt verði frumvarpið fellt. Í meginatriðum er um fátt ann- að að ræða en að samþykkja gerð- an samning eða hafna honum. Bent hefur verið á þann kost að unnt sé að samþykkja fyrirvara og hnykkja með einhverjum hætti á upptöku samn- ingsins ofbjóði hann greiðslugetu þjóðarinnar. Því hefur einnig verið kastað milli þingmanna að betra sé að lýsa yfir greiðsluþroti þjóðarinnar nú þegar og freista þess að fá heild- arskuldir þjóðarinnar vegna banka- hrunsins lækkaðar með því að setja fjármál hennar í slíkan farveg. Atla Gíslasyni, þingmanni VG, lýst illa á þá leið því þannig missi þjóðin tíma- bundið fullveldi og jafnvel yfirráð yfir auðlindum sínum. „Við bíðum eftir útreikningum Seðlabankans og telj- um að hægt verði að ljúka málinu innan fjárlaganefndar í næstu viku. Þetta er gríðarlega sárt og erfitt lög- fræðilega, fjárhagslega og pólitískt. Í raun var búið að ganga frá öllum þessum innistæðuskuldbindingum þegar á síðasta ári áður en samið var við AGS. Ef við tökum upp Icesave- samninginn fer þjóðin út úr þess- um farvegi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og öll gjaldeyrislán verða fryst eða stöðvuð.“ Atli segir að miðað við að heildar- skuldir þjóðarinnar séu 2.300 millj- arðar króna sé Icesave-skuldbind- ingin innan við 15 prósent af þeirri upphæð. „En samt sem áður ein- hvern veginn upphæðin sem fyllir mælinn,“ segir Atli Gíslason. Gögnin átti að leggja fram Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra kveðst sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjáflstæð- isflokksins, um að álitsgerð lög- mannsstofunnar Mishcon de Reya hefði átt að leggja fyrir þingið ásamt öðrum skjölum um Icesave-málið. Umrædd skýrsla var ekki birt ásamt öðrum Icesave-trúnaðarskjölum í síðustu viku en í henni er talinn vafi á að Íslendingum beri lögum sam- kvæmt að borga skuldina. Bjarni spurðist fyrir um umrædda skýrslu á Alþingi síðastliðinn fimmtu- dag og sagði að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin skulduðu þinginu afsök- unarbeiðni fyrir að hafa haldið skjal- inu leyndu. Bjarni sakaði stjórnvöld um að fylgja skýrslum sem andsnúin væru hagsmunum Íslendinga og sagðist ekki geta varist þeirri hugsun að fleiri skjöl en umrædd skýrsla Mishcon de Reya væru falin. Össur sagði að svipuð sjónarmið hefðu komið fram í annarri og ít- arlegri skýrslu sem lögð hefði verið fram af ríkisstjórn sem Bjarni hefði stutt; ríkissjórn Geirs H. Haarde. Icesave erfiðara en ESB Umtalsverður ágreiningur var um þingsályktunartillöguna um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu þegar hún var afgreidd úr utanríkis- málanefnd fyrir hádegi á fimmtudag. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þing- maður VG, kvittaði undir hana með fyrirvara en hún, eins og sjálfstæðis- menn, vill ganga til þjóðaratkvæða- greiðslu um það hvort sótt verði um aðild að ESB. Ljóst er að umtalsverð- ur ágreiningur er um aðildarumsókn að Evrópusambandinu meðal vinstri grænna. Ögmundur Jónasson heil- brigðisráðherra er til að mynda and- vígur aðild en hefur lýst því yfir að hann muni greiða atkvæði með til- lögunni um aðildarumsókn enda sé leiðin lýðræðisleg og endanleg nið- urstaða verði í öllum tilvikum borin undir atkvæði þjóðarinnar. Engu að síður hefur frumvarp um leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðslur vakið tortryggni andstæðinga aðildar að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn gera ágreining við tillöguna eins og hún liggur fyrir og að óbreyttu hyggjast þeir greiða atkvæði gegn henni á Alþingi í næstu viku. Ljóst er því að ögurstund er í þann mund að renna upp hjá stjórnar- liðum og ríkisstjórninni. Af þessum tveimur málum eru flestir sammála um að Icesave-málið sé þeim þyngra í skauti en tillagan um aðildarum- sókn að ESB. „Þetta kann að verða tvísýnt,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, fyrir helgina sem lagt hefur pólitískan feril sinn að veði í báðum málunum. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ríkisstjórn: Þótt ESB og Icesave séu erfið átakamál bíða jafnþungbær mál þegar þau hafa verið afgreidd. Þau snúa að meiri skuldabyrði þjóðarinnar en menn óraði fyrir seint á síðasta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.