Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Síða 26
Hér er eSB um eBS frá eBS til iceSave Grafskriftir íslenska góðærisins verða líklega tvær fleygar setningar sem Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður Icelandair og FL Group, lét út úr sér þegar firringin stóð sem hæst og slátturinn var sem mestur á þjóð- inni: „Ég á ‘etta, ég má ‘etta“ og „Cash is king“. Fyrri setninguna á Hannes að hafa sagt við flugfreyjur í vél Icelandair þegar þær báðu hann um að hafa aðeins hægar um sig. Hugsun Hannesar var auðvitað sú að menn megi ráðstafa eignum sínum að vild í víðasta skilningi og ekki þurfi að fara eftir almennum siðferðisreglum þegar það er gert. Auðvitað átti Hannesi að leyfast það sem aðrir máttu ekki um borð í vélum flugfélagsins sem hann átti að hluta til og stjórnaði. Nágranni Hannesar á Fjölnisveginum vaknaði svo við það eitt sinn um hánótt um helgi að Hannes stóð við bakkann á heita pottin-um í garðinum hjá sér og kallaði: „Cash is king“ yfir hausamót-in á nokkrum gestum sem þar voru í samkvæmi; ummæli sem óhjákvæmilega kalla upp í hugann lífsmottó hins alræmda bisnessmanns Gordons Gekko í kvikmyndinni Wall Street: „Græðgi er góð“ en margir héldu þeirri heimspeki einmitt á lofti þegar veislan stóð sem hæst á Ís- landi. Þessi ummæli hafa verið mér ofarlega í huga í þynnku hrunsins þegar Íslendingar rembast við að gera það upp. Ef finna ætti eina synd til að hengja á hrunið myndi sú fyrsta sem kæmi upp í hugann líklega vera „græðgi“. Fréttir af milljarða- lánveitingum til helstu eigenda og starfsmanna Kaupþings eru ein birtingarmynd þessarar græðgi og er líklegt að þær, og önnur slík dæmi, hafi meðal annars orðið til þess að knésetja bankakerfið. Með því að lána stóra hluta af hlutafé bankans til eigenda, tengdra aðila og starfsmanna bankans leit Kaupþing út fyrir að vera stærri banki en hann var í raun og veru. Hið svokallaða „eigið fé“ Kaupþings var að einhverju leyti lítið annað en lánveitingar til tengdra aðila sem ógerningur var fyrir bankann að fá aftur í kass- ann nema bankinn héldi áfram að stækka. Það merkilega við ofurkjör bankastarfsmannanna er að svo virðist sem þeim finnist enn að þeir hafi átt þessi kjör skilin og að ekkert hafi verið við þau að athuga, jafnvel þó að umræðan í landinu eftir hrunið sé farin að sýna fram á það á æ skýrari hátt að vöxtur ís- lensku bankanna var að stóru leyti blekking sem byggð var á óhóflegum lánveitingum til tengdra aðila og ránstólum eins og Icesave og peninga- markaðssjóðum. Tilkall þessa fólks til þessara gæða er ennþá óbreytt þrátt fyrir allt líkt og sést á viðhorfum starfsmanna Kaupþings, að kjör þeirra og lánafyrirgreiðsla til hlutabréfakaupa í bankanum hafi verið eðlileg á sín- um tíma. Fáir þeirra sjá neitt athugavert við þessi milljarðakjör í sjálfu sér; að það sé óeðlilegt og siðlaust í sjálfu sér að 20 manna hópur hljóti lána- fyrirgreiðslu til hlutabréfakaupa sem myndi nægja ríkinu til að reka alla mennta- og háskóla landsins í heilt ár. Tilkall þessa fólks til þessara gæða var því ekki ólíkt viðhorfum Hann-esar og Gekkos. Þegar fram líða stundir og rykið mun setjast í um-ræðunni um orsakir hrunsins er því ekki ólíklegt að skýringarnar á því muni færast frá stærstu lykilleikmönnum og neðar í goggun- arröðina, meðal annars til helstu starfsmanna bankanna. Slíkar breyt- ingar á áherslum á ábyrgð fyrir hörmungum heilla þjóða eru kunnar úr sagnfræðirannsóknum, til að mynda um hvar ábyrgðin liggi fyrir helför nasista. Á fyrstu 20 árunum eftir seinni heimsstyrjöldina var viðurkennda söguskýringin sú að Adolf Hitler og fámennur valdamikill hópur í kring- um hann bæru alla ábyrgð á glæpum Þriðja ríkisins. Um og eftir 1970 urðu söguskýringarnar hins vegar flóknari og sagnfræðingar fóru í aukn- um mæli að telja að fleiri hefðu borið ábyrgð á Helförinni, lægra settir meðlimir í þýska hernum og þeir óbreyttu hermenn sem frömdu þjóðar- morðið á Gyðingum. Ástæðan fyrir þessari viðhorfsbreytingu er sú að fyrst eftir að hörm-ungar ríða yfir samfélög er mikilvægt að finna þá sem mesta ábyrgðina bera á þeim svo hægt sé að draga þá til ábyrgðar. Eins er mikilvægt að ábyrgðin fyrir hörmungum sé bundin við tiltölulega fámennan hóp sem mesta ábyrgðina bera. Þetta er meðal annars mikilvægt svo hægt sé að endurreisa samfélagið eftir hrunið. Þeim mun lengri tími sem líður frá slíkum hörmungum, þeim mun líklegra er hins vegar að fleiri verði dregnir til ábyrgðar og fleiri, og jafnvel djúpstæðari, ástæður fundnar fyrir hörmungunum. Íslendingar eru núna á svipuðum stað að þessu leyti og Þjóðverjar voru á árunum eftir stríð: Það er rík krafa um að helstu lykilmennirnir í hruninu verði dregnir til ábyrgðar og beinist reiði fólks helst að auðmönnunum sem áttu bankana og helstu stórfyrirtækin og eignarhaldsfélögin. Ábyrgðin nær hins vegar sennilega miklu neðar og til þeirra sem nutu og njóta hvað mest góðs af íslensku olíg- örkunum, meðal annars að helstu starfsmönnum bankanna og öðrum sem tóku þátt í útrásargleðinni. Þar virðist peningagræðgin hafa ráðið för, líkt og hjá stórlöxunum. Stór ástæða fyrir hruninu er hversu þessi dans í kringum gullkálfinn var orðinn algengur. Þessi dans yfirgnæfði flest annað, þar með talið sið- ferði og réttsýni fólks oft á tíðum. „cash is kiNG“ ingi f. vilhjálmsson skrifar Þegar við vorum að velja hvaða nefndir sem myndu þjóna stefnumálum Borgara- hreyfingarinnar sem best vor- um við ekki komin með heild- stæða mynd um það hvernig þessi mál ganga fyrir sig. Ég tók til dæmis að mér að vera í utanríkismálanefnd sem hef- ur verið sú nefnd sem hefur fjallað um mögulega aðild að ESB. Þetta er víst ein af eftir- sóknarverðu nefndunum en um það hafði ég ekki hug- mynd fyrr en ég sá hverjir eru í henni. Utanríkismálanefnd hefur aðallega verið í því að taka á móti gestum varðandi EBS í sex vikur til að fá álit á þingsályktunartillögum meiri- og minnihlutans en það stóð til að spyrða þessar tillögur saman. Ég hef í raun og veru ekki lært neitt nýtt með því að hlusta á allt þetta ágæta fólk sem flokkast undir eitthvað sem kallað er hagsmunaaðilar og embættismenn. En það sem ég hef komist á snoðir um er hvernig svona nefndarstörf ganga fyrir sig og ég hef satt best að segja orðið fyrir miklum von- brigðum með það. Við sem sitjum í nefndinni gerum ein- mitt mikið af því: að sitja, við að hlusta á gesti, stundum eru fundarseturnar svo stífar að við borðum morgunmat, hádegismat og kvöldmat við hálfmánalagað fundarborðið. Mér finnst ótrúlega asnalegt og nánast dónalegt að borða á meðan það eru gestir en það er sýnu skárra en að fara af fundinum. Það er stundum mjög gaman að taka við svona miklu magni af upplýsingum en það sem mér finnst alveg furðu- legt er að það fara fram afar litlar samræður á meðal nefnd- armanna, það er tekið á móti gestum og síðan eru engar umræður eftir móttöku þeirra nema í algjörri mýflugu- mynd. Ég held að okkur myndi takast að ná sameiginleg- um niðurstöðum ef nefndarmenn myndu skiptast á skoðunum um alla efnis- þætti ólíkra mála sem við eigum eiginlega að álykta sam- an um. En það er víst ekki hefð fyrir því. Ekki benda á mig Ég held að það sé farið að slá saman í heilanum á mér vegna þess að ofan á EBS bættist við hið örlaga- þrungna klúðursmál sem kallað er ýmist Icesave eða Iceslave. Þetta mál er sí- fellt að vinda meira upp á sig og því meira sem mað- ur fær innsýn í málið verður það ljóst að við eigum ekki að skrifa upp á þennan óútfyllta tékka fyrir komandi kynslóðir að axla ábyrgð á, án þess að koma með róttækar tillögur að úrbótum. Ég hef enga sérstaka skoðun á því hver er sek- ur um hve illa til tókst að koma þessu skuldabréfi heim og saman, það skiptir ekki neinu máli, það sem skiptir máli er að við höfum allan rétt til að koma með tillögur að úrbót- um og eigum að nýta okkur það. Við höfum fram á haust að koma með heilsteypt plan B og ég er alveg viss um að þegar EBS er komið út úr nefndinni að við munum geta gefið okkur tíma til að vinna saman að úrlausn. Ég er jafn- framt að komast nær og nær þeirri skoðun að við verðum hreinlega að rífa okkur upp úr flokkspólitískum skotgröf- um, því landið brennur á meðan fólk er að þrasa og fjarg- viðrast og heimilin í landinu kalla eftir aðgerðum og til að það sé hægt að koma til móts við þetta ákall þurfum við þingmenn einfaldlega að vinna saman og til þess að það sé hægt þurfum við að setja saman neyðarstjórn eða þjóð- stjórn. p.s. Við fáum ekki borgað fyrir að vera í fastanefndum – það er hluti af þingstörfum :) Þegar við í Borgarahreyfingunni vorum að ákveða hver myndi fara í hvaða fasta- nefnd í upphafi þingsins held ég að ekk- ert okkar hafi gert sér almennilega grein fyrir því að við myndum vera í þessum nefndum í fjögur ár. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert sérstaklega vel að mér um hvernig þessi þingstörf ganga fyrir sig þegar ég fékk þessa vinnu, enda eins konar leyndardómur sem maður fær ekki almennilega innsýn í fyrr en fólk er komið innan veggja þingsins. 26 föStudagur 10. júlí 2009 umræða HELGARPISTILL Icesave Birgitta er ekki tilbúin til að láta Icesave-víxilinn falla á komandi kynslóð-ir án þess að reyna að finna plan B. Evrur Birgitta á bágt með að sjá tilganginn með endalausum fundarhöldum með hagsmunaaðil- um og sérfræðingum um Evrópusambandið. Í utanríkismálanefnd Birgitta gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri að taka sæti í einni eftirsóttustu þingnefndinni og þykir ekki mikið til koma þar sem nefndarfólk gerir mikið af því að sitja en lítið af því að tala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.