Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 34
34 föstudagur 10. júlí 2009 helgarblað Gáfuðustu menn Íslands eru konur Helgarblað DV leitaði til yfir 20 álitsgjafa víðs vegar að úr samfélaginu í leit að gáfaðasta Íslendingnum. Konur röðuðust í efstu sætin en það er frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, sem hlýtur titilinn gáfaðasti Íslendingurinn. Umsjón: Indíana Ása HreInsdóttIr ViGdÍs finnboGadóttir fyrrVerandi forseti Íslands „Minnist þess aldrei að hafa heyrt hana segja einhverja vitleysu. Legg alltaf við hlustir þegar hún talar og hún leggur ætíð eitthvað til málanna sem vekur mig til umhugsunar. Hún er djúpvitur, já, og svo mikil manneskja.“ „Hefur allar tegundir greindar á tæru: Tilfinningagreind, rýmisgreind, tungu- málagreind. Hún hefur þetta allt og fer vel með sínar gáfur og er öðrum fyrirmynd og hvatning.“ „Óaðfinnanlegur forseti.“ „Hefur löngum þótt gáfuð, réttvís og stálheiðarleg manneskja. Maður getur ekki annað en litið upp til þeirrar konu, háttvís og glæsileg og hefur ávallt verið stolt okkar Íslendinga.“ „Hefur orðið konum um allan heim hvatning til að sækja rétt sinn og sýna að konur eru jafnokar karla á öllum sviðum.“ „Tvímælalaust gáfaðasti núlifandi Íslendingurinn. Greind á mörgum sviðum, víðlesin, stálminnug og kann ótal tungumál og fáir fara jafnvel með íslenskuna og hún. Býr yfir mikilli tilfinningagreind, les rétt úr aðstæðum og viðbrögðum fólks. Öllum líkar vel við Vigdísi og eru stoltir af henni og verkum hennar.“ katrÍn Jakobsdóttir menntamálaráðherra „Fyrirmyndarnemandi, gáfuð um alla hluti milli himins og jarðar. Rúllaði upp stúdentsprófinu í MS með hæstu einkunn sem gefin hefur verið þar. Frábær manneskja og greind.“ „Ung og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Snobbar ekki fyrir neinum, kemst áfram á eigin verðleikum. Rökföst, skynsöm og það geislar af henni. Alveg augljóst þegar hún talar að þarna fer afar vel gefinn einstaklingur.“ „Katrín og bræður hennar eru gáfuðustu systkini landsins.“ „Frábær námsmaður með skapandi hugsun; ekkert talna- eða vísindavélmenni. Fjölhæf, sterk í rökhugsun, á auðvelt með setja sig inn í aðstæður, eins og vera hennar á ráðherrastóli hefur sannað. Sýnir gáfur sínar hvað best með því að vera róleg við erfiðar og þrúgandi aðstæður og þannig heldur hún virðingu sinni gagnvart andstæðingum sínum.“ sVafa Grönfeldt rektor „Gaman, hvetjandi og drífandi að heyra fyrirlestrana hennar. Hún er að mínu mati mjög greind, víðsýn og gáfuð, sama hvert málefnið er. Glæsileg fyrirmynd fyrir allar konur og karla.“ „Snilldarstjórnandi, gáfur hennar felast í því að hún raðar hæfu fólki í kringum sig og hræðist ekki jafningjasamskipti.“ „Eldklár og kraftmikil. Afar úrræðagóð. Drífur fólk með sér og kemur hlutum í verk.“ daVÍð oddsson fyrrVerandi seðlabankastJóri „Ótrúlegur.“ „Afburðagreindur, býr yfir snilligáfu sem fágæt er. Veit hvað hann syngur. Hugsjónamaður og hefur einstakt vald á íslenskri tungu. Þá er kímnigáfa hans og hnyttni einsdæmi. Betri ræðumenn eigum við ekki til.“ „Hefur gert mistök en þau eru veigaminni en af er látið þessi misserin. Hefur gert miklu meira fyrir íslenskt samfélag en flestir aðrir samtímamenn og var í raun sá eini sem þorði að mótmæla bruðli, ofurlaunum og óskynsamlegri útrás.“ marGrét Pála ólafsdóttir framkVæmdastJóri hJallastefnunnar „Frumkvöðull og brautryðjandi sem á fáa sína líka.“ „Gáfaðasta, klárasta, greindasta, duglegasta, eljusamasta og heiðarlegasta mannvera sem ég hef vitað um. Bjó til með berum höndum eina menntafyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi sem inniheldur 13 skóla. Rekur það með hagnaði. Á alltaf svör við því sem hún er spurð að og getur fært rök fyrir því öllu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.