Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 42
Gunnar Nelson er 21 árs gamall bardagaíþrótta-maður sem nýlega var valinn sá fjórði efnileg- asti í heiminum í blönduðum bar- dagalistum, MMA, sem er hans að- alsport. Í MMA hefur hann barist sex sinnum og er ósigraður. Hann hefur síðan í haust lagt MMA-feril- inn aðeins til hliðar og einbeitt sér að brasilísku jiu-jitsu, BJJ, og náð undraverðum árangri. Árangri sem er í raun hreint fáránlegur. Hann tók sig til eftir rétt ríflega hálfs árs æfingar og vann Pan Am-mótið sem er það stærsta á eftir heims- meistaramótinu hvert ár. Hann vann svo annað risamót, opna New York-mótið, áður en náði silfri á heimsmeistaramótinu. Stefnan er þó alltaf að ná hvað lengst í MMA en í millitíðinni keppir Gunnar á móti á Spáni þar sem hann get- ur verið krýndur besti glímukappi heims í sínum þyngdarflokki. Gat ekkert í fótbolta Gunnar er fæddur á Akureyri er fluttist þaðan á Hringbrautina og gekk í Vesturbæjarskólann til að byrja með. Hann fluttist þaðan snemma í Laugardalshverfið og gekk í Langholtsskóla þar til hann varð fimmtán ára gamall. Hann segist í dag vera Mjölnismaður, bardagaklúbburinn sem hann til- heyrir, en fyrstu íþróttakynni hans voru af Þrótti. „Ég spilaði fótbolta með Þrótti þegar ég var yngri. Ég held nú með þeim í boltanum þar sem einn af mínum bestu vinum spilar með Þrótti, Haukur Páll Sigurðsson. Ég æfði fótbolta þegar ég var lítill en síðan fór ég að æfa hokkí sem mér fannst mjög skemmtilegt og ég hélt alltaf að ég myndi fara alla leið þar. Ég var fínn í hokkí þótt ég hafi aldrei getað rassgat í fótbolta,“ seg- ir Gunnar og hlær. Mamma hrædd fyrst „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á bardagaíþróttum,“ segir Gunnar sem fór að æfa karate eftir hokkí- ið. „Ætli það hafi ekki verið vegna allra Bruce Lee-myndanna sem pabbi átti. Svo var pabbi líka í júdó og kikk-boxi og svona í gamla daga. Mig langaði alltaf í karate sem barn en pabbi leyfði mér það ekki strax,“ segir Gunnar og kemur blaða- manni mikið á óvart en faðir hans er í dag hans helsti bakhjarl og heldur úti ítarlegri bloggsíðu þar sem öll afrek drengsins og næstu mót eru vel skráð. „Ég veit ekki af hverju það var. Ætli hann hafi ekki verið hrædd- ur um að ég myndi bara gera ein- hverja bölvaða vitleysu við þetta,“ segir Gunnar og hlær við. „Pabbi hefur þó alltaf stutt við bakið á mér í öllu, eins þegar ég var í hokkíinu og öllu og það hefur mamma gert líka.“ En talandi um móður Gunn- ars, hvernig leist henni á þegar sonurinn fór að ganga inn í hringi með mönnum sem ætluðu sér ekkert annað en að berja soninn. „Mamma hafði smá áhyggjur til að byrja með. Henni fannst þetta svo- lítið hart. Nú er hún samt aðeins farin að átta sig á þessu sporti. Hún vill samt ekki horfa á bardaga með mér nema hún viti að ég vinni,“ segir Gunnar og brosir. Gerði Bruce Lee- æfingar sem barn Það er leit að mönnum í öðru eins formi og Gunnar Nelson er í. Dreng- 42 föstudagur 10. júlí 2009 sport Gunnar Nelson er langfærasti bardagaíþróttamaður Íslands. Hann hefur á síðustu mán- uðum náð ævintýralegum árangri í brasilísku jiu-jitsu sem hann byrjaði að æfa fyrir alvöru í haust. Hann vann tvö gull á risamótum í vor og varð svo annar á heimsmeistara- mótinu í júní, titill sem hann var með í hendi og hefði auðveldlega getað landað. Tómas Þór Þórðarson settist niður með Gunnari þar sem hann viðurkenndi meðal annars að hafa ekkert getað í knattspyrnu og talar um þegar hann slapp vel frá hópi manna sem veittust að honum í miðbæ Reykjavíkur og stungu hann bæði í bak og háls. gaf frá sér gullið á hm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.