Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Qupperneq 43
Sport 10. júlí 2009 föStudagur 43 urinn er í einu orði sagt hrikalegur og sterkur sem naut. Hann hefur þó aldrei stundað lyftingar af nein- um krafti. Hvert er leyndarmálið? „Sem barn gerði ég mjög mikið af Bruce Lee-æfingum,“ Bruce Lee- æfingar spyr blaðamaður. „Það eru til dæmis að standa á höndum upp við vegg að gera armbeygjur. Þetta var bara einhver metnaður sem datt í mig. Ég hef alltaf haft metn- að fyrir því sem ég er að gera og vil alltaf vera bestur. Þannig hugsa ég. En svo er þetta eflaust eitthvað genetískt líka,“ segir Gunnar. Stunginn í bakið og hálsinn Þrátt fyrir gífurlegan styrk Gunn- ars um ævina og hæfni í bardaga- íþróttum hefur hann aldrei beitt þeim til ills utan veggja að hans sögn. Hann var aldrei neinn slags- málahundur en þó skapstór. „Ég slóst nú voðalega lítið þegar ég var yngri nema við vini mína. Ég hef al- veg lent í slagsmálum eins og flest- ir. Ég er og var líka mjög skapstór þannig að ef maður æstist upp í ein- hverja vitleysu var erfitt fyrir mann að slaka á. En ég myndi aldrei kalla mig slagsmálahund, þvert á móti,“ segir Gunnar en eitt sinn komst Gunnar í hann krappann á Menn- ingarnótt fyrir þremur árum. „Við vorum þarna við Ingólfs- torg og ég var aðeins búinn að fá mér í glas. Það var einhver skæting- ur þarna í gangi og við fórum að ríf- ast við einhverja stráka. Síðan erum við að labba í burtu og þá heyri ég eitthvað svona ískur allt í einu. Þeg- ar ég strýk svo hendinni yfir hnakk- ann á mér finn ég bara glerbrot í hársverðinum. Þegar ég sneri mér svo við sá ég að gaur var búinn að brjóta flösku á hausnum á mér. Ég kýldi þennan mann sem braut flöskuna og upp frá því réðst að mér hópur og þar var ég stunginn í bakið og hálsinn. Ég slapp alveg mjög vel. Það var notað skrúfjárn til að stinga mig, örugglega bara mjög stutt. Það var aðallega stungan í hálsinn sem var hættuleg því hún var nálægt slagæð,“ segir Gunnar sem slapp þó mjög vel frá árásinni og þakkar það góðu líkamlegu formi á þeim tíma og hæfni í að geta varið sig. Hætti í skólanum til að verða atvinnumaður Þó Gunnar hafi unnið margt á sín- um atvinnumannsferli er hann mjög stuttur. Það var ekki fyrr en um haustið fyrir tveimur árum að hann tók skrefið út og fór að æfa eins og maður eins og hann orðar það. Hann hafði þá, nítján ára, tek- ið ákvörðun um að verða atvinnu- maður í blönduðum bardagalistum og ætlaði sér alla leið í íþróttinni. „Ég hætti í skólanum rétt fyr- ir prófin í þriðja bekk og gerði sko ekkert alla glaða með því. Þá fór ég beint að vinna og æfa og síðan stakk ég af út um haustið. Þá fór ég til Ír- lands fyrst og æfði með John Ka- vanagh. Þar æfði ég í mánuð og tók síðan fyrsta bardagann minn sem endaði með jafntefli. Margir vildu meina að ég hefði unnið þann bar- daga en ég hefði bara átt að klára manninn,“ segir Gunnar sem læt- ur ekkert á sig fá þó að ferill hans sé ekki fullkominn með þetta jafntefli í bókunum þrátt fyrir sigra í hinum fimm bardögunum. Þvert á móti var það þessi fyrsti bardagi sem opnaði augu hans endanlega fyrir framtíð sinni. „Mér er alveg sama hvern- ig þessi bardagi fór. Þetta var bara minn fyrsti bardagi. Eina sem ég veit er að hann var það skemmtilegur að ég ákvað að gera þetta til æviloka,“ segir Gunnar ánægður. Grundvallarmunur á keppni og ofbeldi Þegar talið berst að blönduðum bardagalistum, MMA, kemur strax bros á varir Gunnars. Það fer ekk- ert á milli mála hversu mikið hann elskar þessa íþrótt. En hverju svar- ar hann því fólki sem vill meina að þetta séu bara slagsmál? „Í fyrsta lagi eru þetta tveir menn sem vilja mætast og takast á. Það er svona grundvallarmunurinn á keppni og ofbeldi,“ svarar Gunnar um hæl. „Báðir keppendur eru þrautþjálf- aðir og vita hvað þeir eru að gera. Síðan verður fólk að horfa á stað- reyndirnar. Slysatíðnin er ekkert hærri en í öðrum bardagaíþróttum. Meiðslatíðnin er vissulega mjög há í MMA, mar, sprungin vör og því um líkt en ekkert meira en geng- ur og gerist í öðum bardagaíþrótt- um,“ segir Gunnar en síðast þegar hann barðist í MMA rotaði hann þrautreyndan kappa að nafni Iran Mascheranas sem hafði aldrei ver- ið rotaður áður. „Ég fann líka fyrir því. Þau voru óteljandi skiptin sem ég kýldi manninn í hausinn af öllu afli en hann bara stóð fyrir framan mig áfram þangað til ég loks rotaði hann.“ Vissi ekki hvað var að gerast Gunnar hefur nú lagt MMA að- eins til hliðar á meðan hann ein- beitir sér að brasilísku jiu-jitsu, BJJ, sem mun einnig gera hann að mun betri MMA-keppnismanni. Árangur Gunnars í BJJ hefur verið með ólík- indum en eftir aðeins hálfs árs æf- ingar í gallanum, kallaður Gi, vann hann Pan Am-mótið, það stærsta í heiminum á eftir heimsmeistara- mótinu. Hann fór til æfinga hjá ein- um færasta þjálfara heims, Renzo Gracie, í október með gífurlega sterkum æfingahópi þar sem allt byrjaði. „Ég hef aldrei æft mikið í gall- anum. NoGi (enginn galli) er minn leikur. Þegar ég klæddi mig fyrst í tuskuna þarna úti vissi ég ekki hvað var að gerast. Ég stóð mig nú alltaf ágætlega gegn þeim en það var klár munur á mér og þessum strákum sem höfðu æft í gallanum síðan þeir voru fimm ára. Ég trúi því ekki að ég hefði náð þessum árangri nema fyr- ir þennan æfingahóp.“ Vann heimsmeistarann án þess að vita af því „Ég ætla mér að vinna allt sem ég keppi í. Margir eflaust trúðu ekki að ég myndi vinna Pan Ams en ég gerði það nú sjálfur og það hafðist. Ég held það sé bara þessi hugsunar- háttur sem ég hef tamið mér, að það snýst ekkert um hvort einhver annar hafi getað eitthvað, ég get gert það,“ segir Gunnar með fræðisvip. „Þegar ég labbaði af dýnunni, ný- búinn að kyrkja andstæðing minn í úrslitaglímunni á Pan Ams og hirða gullið sá ég einn æfingafélaga minn standa, halda um hausinn og gjör- samlega bara skilja ekki hvað hafði gerst þarna. Hann kom svo að mér, talaði mjög lágt og spurði mig hvort ég vissi hvað ég hefði verið að gera. Hann tjáði mér þá að ég hefði verið að vinna heimsmeistarann. Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var. Þeir gera oft grín að því strákarn- ir að ég mæti bara á mótin, svona nýbyrjaður að æfa en kunni samt allar reglurnar, hafi ekki hugmynd um hver neinn er en bara vinni allt,“ segir Gunnar og brosir. Fórnaði heimsmeistaratitlinum og myndi gera það aftur Þegar á HM var komið í júní tók Gunnar eftir að allir vissu hver hann var og athyglin orðin mun meiri. Hann ætlaði sér að ná þriðja gull- inu á stuttum tíma í röð en á milli Pan Ams og HM hafði hann unn- ið gífurlega sterkt mót í New York. Þrennunni hefði hann auðveldlega getað náð og var með heimsmeist- aratitilinn í hendi sér en gaf hann í raun frá sér til þess að vinna með stæl. „Á HM voru mennirnir rosalega góðir að spila á stigin en það finnst mér alveg drepleiðinlegt. Mér finnst miklu skemmtilegra að fara alla leið og reyna og þá bara tapa með stæl. Ég var yfir á stigum þegar hálf mín- úta var eftir og ég reyndi að klára hann. Þá nær hann að snúa sér út úr því, kemur mér undir að spila vörn sem hann fær tvö stig fyrir og vinnur heimsmeistaratitilinn á því. Hefði ég bara verið þar sem ég var á þessum þrjátíu sekúndum sem eft- ir lifðu hefði ég auðveldlega getað unnið bardagann og orðið heims- meistari,“ segir Gunnar sem sér samt ekki eftir neinu. „Ég lagði titilinn meðvitandi undir til þess að vinna mótið með stæl. Á þessu lærði ég miklu meira heldur en að sitja bara á rassin- um og þjálfarinn minn var ánægð- ur með mig. Næst mun ég gera ná- kvæmlega það sama. Ég geri þetta bara betur þá og klára manninn,“ segir Gunnar og hlær. MMA áfram stefnan Gunnar er hér á landi þessa dag- ana og er að æfa NoGi, eða án galla. Honum var nefnilega boð- ið á ADCC, Abu Dabhi combat club-mótið, sem fram fer í Bar- celona seinna í sumar. Þar mæt- ast bestu glímukappar heims úr ýmsum greinum, júdó, grappling, BJJ og fjölbragðaglímu til dæmis. Þyngdarflokkur Gunnars var full- ur og þarf hann því að keppa gegn mönnum sem eru töluvert þyngri en hann, samt ekki það þungir að þeir séu ekki kvikir. Mótið verður því mun erfiðara fyrir vikið. „Ég ætla mér samt bara að vinna þetta,“ segir Gunnar ákveð- inn. „Sá sem vinnur þetta er bestur að glíma í heiminum og það er fínn titill að hafa.“ MMA er samt sportið hans Gunnars þó smá bið sé á því í bili. „Nú hef ég aðeins sett það á hold og er að æfa mig í BJJ til þess að bæta mig í MMA því það er stór partur af því. Ég vil og ég get náð heimsklassastandard í BJJ og það vil ég gera. Mér finnst mjög fínt að taka þetta á mínum hraða en reyna að verða eins góður og ég get eins fljótt og ég get,“ segir Gunnar. Þarf ekki að djamma „Að komast út er eitt það besta sem hefur komið fyrir mig. Bæði and- lega, varðandi vini mína, fjölskyldu og lífið sjálft,“ segir Gunnar um þennan tíma sem hann hefur ver- ið úti. „Það er náttúrlega helling- ur af strákum þarna úti sem ég er að fíflast með en þegar ég er heima er ég bara mikið inni í sjálfum mér. Ég er náttúrlega í New York og gæti verið á djamminu alla daga og öll kvöld ef ég vildi. En það er bara ekki ég. Ég vil ekki lifa því lífi. Ég fíla það bara ekki. Það eru aðrir hlutir sem gera mig hamingjusaman og ég kýs að einbeita mér að þeim,“ seg- ir Gunnar en dvölin úti hefur kennt honum að meta heimahagana bet- ur. „Áður en ég fór út var ég alveg kominn með ógeð á Íslandi eins og svo margir á mínum aldri. En þegar maður er búinn að vera svona lengi úti áttar maður sig á hversu æðis- legt Ísland er. Það eru kannski ekki bestu tímarnir hjá okkur núna en landið og fólkið hérna og allt við Ís- land er mjög yndislegt.“ tomas@dv.is gaf frá sér gullið á hm Verðlaunagripir síðustu mánaða Í hendinni heldur Gunnar á gullunum tveimur í BJJ og silfrinu frá HM. Um öxlina er svo Norður-Ameríkumeistaramótsbeltið í grappling sem hann fékk fyrir sigur þar. Allt þetta hefur hann unnið sér inn á aðeins fáeinum mánuðum. „Ég er náttúrlega í New York og gæti verið á djamminu alla daga og öll kvöld ef ég vildi. En það er bara ekki ég. Ég vil ekki lifa því lífi. Ég fíla það bara ekki. Það eru aðrir hlutir sem gera mig hamingju- saman og ég kýs að einbeita mér að þeim.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.