Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 5
fréttir 30. september 2009 miðvikudagur 5
Íris Guðnadóttir og Guðrún Guðna-
dóttir, yngri tvíburasystur Selmu
Guðnadóttur, sem á sunnudaginn
stakk fimm ára gamla stúlku í brjóst-
ið, segjast vera miður sín vegna árás-
arinnar. Þær vona að systir þeirra fái
þá hjálp sem hún þurfi en á sama
tíma eru þær reiðar kerfinu og segja
það hafa mátt stíga inn og grípa í
taumana miklu fyrr. Í gær lýsti Íris
líðan sinni á Facebook-síðu sinni
einfaldlega með orðunum: „Djöfull
er þetta sárt. Get ekki hætt að gráta.“
Selma, sem er 22 ára gömul, var
handtekin af lögreglu skömmu eftir
árásina. Litla stúlkan taldist heppin
að lifa hnífsstunguna af, enda lenti
hnífurinn skammt frá hjartastað.
Hafa áhyggjur af stúlkunni
„Við héldum að hún myndi fá hjálp
árið 2005 þegar hún henti öskubakk-
anum í félagsmálastjórann en það
var þá sem veikindi hennar voru far-
in að sýna sig,“ segja þær stöllur Íris
og Guðrún.
Þær hafa miklar áhyggjur af litlu
stelpunni sem varð fyrir árásinni en á
sama tíma hafa þau áhyggjur af sinni
eigin fjölskyldunni sem nú gengur í
gegnum erfiða tíma.
„Það eru allir sem þykjast vita allt
um málið, hvað hafi verið að henni
og þar fram eftir götunum. Það sær-
ir mig og fjölskyldu mína þegar fjöl-
margir á netinu telja sig vita allt bet-
ur en við sem stöndum henni næst,“
segir Íris.
Erfitt fyrir fjölskylduna
Fjölmargir hafa haft samband við
þær systur til að stappa í þær stálinu
en málið er á allra vörum suður með
sjó í Reykjanesbæ. Mesta umræðan
fer þó fram á netinu og þá aðallega
á Facebook þar sem hver aðilinn á
fætur öðrum fer niðrandi orðum um
fjölskylduna.
Íris og Guðrún vona að kjaftasög-
unum linni og að fjölskyldan fái tíma
til þess að átta sig á því sem hefur
gerst.
„Við erum enn í svo miklu sjokki
að við trúum þessu varla. Ekki nóg
með það þurfum við líka að takast
á við lífið okkar sem er ekki auðvelt
þessa dagana þar sem allir þekkja
okkur sem systur stelpunnar sem
stakk litla barnið.“
Íris og Guðrún vilja koma á fram-
færi baráttukveðjum til litlu stúlk-
unnar sem varð fyrir árásinni og
fjölskyldu hennar. Þá þrá þær ekk-
ert meira en að samfélagið gefi fjöl-
skyldu þeirra smá tíma og frið til að
vinna úr þessum hræðilega atburði.
„GET EKKI HÆTT AÐ GRÁTA“
Systur konunnar, sem stakk fimm ára stúlku í brjóstið í Keflavík á sunnudag, eru harmi slegnar vegna
árásarinnar. Þær telja að systirin hefði átt að fá hjálp strax fyrir fjórum árum þegar hún grýtti félags-
málastjóra með öskubakka.
Atli Már GylfAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Hrottaleg árás Fimm
ára stúlkan átti sér
einskis ills von þegar
hún kom til dyra og
var stungin.