Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 30. september 2009 fréttir
„beinar hótanir um ofbeldi“
Einar Þór Sverrisson, verjandi
Kompásmanna, var ábúðarfullur
á svip þegar hann rétti Ingimundi
Einarssyni héraðsdómara rifna
pappírstutlu með handskrifuðum
tölum. Á miðanum var símanúm-
er Ragnars Magnússonar, manns-
ins sem Benjamín Þór Þorgrímsson
barði fyrir framan myndatökuvélar
Kompáss á síðasta ári. Miðann rétti
Einar Þór fram við aðalmálflutn-
ing í skaðabótamáli Benjamíns
gegn Kompási, þegar kom að því að
Ragnar bæri vitni í gegnum síma.
„Það var sérstök ósk um að númer-
ið færi ekki á flakk,“ sagði lögmað-
urinn við dómarann.
Tíu milljóna krafa
Aðalmeðferð fór fram í gær í mál-
inu þar sem Benjamín krefst
bóta af fyrrverandi fréttamönn-
um Kompáss, þeim Jóhannesi Kr.
Kristjánssyni og Kristni Hrafns-
syni, 365 fjölmiðlafyrirtækinu og
Ara Edwald, forseta fyrirtækisins.
Ástæðan er myndbirtingin fræga af
samskiptum Benjamíns og Ragn-
ars við Hafnarvigtina í Hafnarfirði.
Benjamín telur brotið á rétti sínum
og gengið að persónuvernd sinni
en Kompásmenn segja þetta hafa
verið faglega umfjöllun um starf-
semi handrukkara. Skaðabótakrafa
Benjamíns hljómar upp á tíu millj-
ónir króna.
Auður stóll stefnanda
Stóll Benjamíns var auður þeg-
ar málið var tekið fyrir. Þrír fyrr-
verandi starfsmenn Kompáss og
Ragnar Magnússon voru því í að-
alhlutverkum við skýrslutöku og
vitnaleiðslur.
Kristinn Hrafnsson var fyrstur.
Ítarlega var farið í gegnum hvern-
ig unnið hefði verið að þættinum
og hversu lengi. Einar Þór spurði
Kristin meðal annars út í samskipt-
in við Benjamín og sagði fréttamað-
urinn að Benjamín hefði komið í
heimsókn á vinnustað Kompás-
manna í Skaftahlíð í Reykjavík. Þar
hefði hann lýst óánægju sinni með
upptökuna en ekki farið leynt með
starf sitt. „Að vísu komst hann svo
að orði að hann væri ekki hand-
rukkrari heldur andrukkari vegna
þess að persóna hans og nærvera
væri þess eðlis að fólk lyppaðist
niður.“ Kristinn sagði að Benjamín
hefði haft í alvarlegum hótunum
við Kompásmenn á þessum fyrsta
fundi þeirra. „Beinar hótanir um
ofbeldi. Hann ítrekaði það.“
Brotið á persónuvernd
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög-
maður Benjamíns Þórs, lagði öðru
fremur áherslu á tvennt í málflutn-
ingi sínum. Annars vegar að það
væri meginregla að ekki mætti
birta mynd af einstaklingi án hans
leyfis og vísaði þar meðal annars
til Karólínudómsins hjá Mannrétt-
indadómstól Evrópu þar sem þýska
ríkið var sakfellt fyrir að sjá ekki til
þess að einkalíf Karólínu prinsessu
af Mónakó nyti verndar.
Hitt atriðið var að samskipti
Benjamíns og Ragnars væru ekki
handrukkun, eins og þátturinn væri
þó sagður fjalla um, heldur deilur
tveggja manna. Hann sagði að það
hefðu verið mistök hjá Benjamín
að berja Ragnar og að hann sæi eft-
ir því. Enda hefði ekki verið ætlun
hans þegar hann fór til fundarins
að beita Ragnar ofbeldi.
Vilhjálmur sagði jafnframt að
fjölmiðlar mættu ekki velta sér upp
úr mistökum fólks og virtist þar
meðal annars vísa til líkamsárásar
Benjamíns á Ragnar. Hann sagði
að harkalega hefði verið gengið að
persónu Benjamíns í þættinum og
tiltók líka að áður en kom að þessu
máli hefði Benjamín verið með
hreint sakavottorð og að það væri
óumdeilt. Einar Þór Sverrisson,
verjandi Kompásmanna, andmælti
því ekki en benti á að Benjamín
hefði verið sakfelldur fyrir nauðgun
1993 og þá hefði komið fram í þeim
dómi að hann hefði áður verið sak-
felldur.
Hluti þjóðmálaumræðu
Einar Þór lagði áherslu á að þáttur-
inn þar sem Benjamín kom til sögu
hefði verið hluti af umfjöllun um
handrukkara. Sagði hann að þvert
á það sem Vilhjálmur hélt fram um
að ekki mætti birta mynd af fólki í
fjölmiðlum væri það svo að þegar
væri fjallað um málefni sem ættu
erindi í þjóðmálaumræðuna mætti
fjalla um fólk, birta af því myndir og
upptökur.
Einar benti meðal annars á að
í sakamáli gegn Benjamín vegna
árásarinnar á Ragnar hefði verið
kveðið upp úr um að sönnunar-
gagnanna, upptakanna af árásinni,
hefði ekki verið aflað með ólög-
mætum hætti. Þá vísaði hann því á
bug að um einkamál væri að ræða
en ekki handrukkun.
Bubbadómur dúkkar upp
Margfrægur Bubbadómur, dóm-
ur yfir ritstjóra tímaritsins Hér og
nú fyrir að birta myndir af Bubba
Morthens reykjandi í bíl sínum,
var tekinn sem hluti af röksemda-
færslu í aðalmeðferðinni í gær. Það
var þó ekki Vilhjálmur, lögmaður
Benjamíns stefnanda, sem vitnaði í
dóminn heldur Einar Þór, verjandi
þeirra stefndu.
Einar Þór sagði að Bubbadóm-
urinn sýndi fram á undir hvaða
kringumstæðum mætti ekki birta
myndir af fólki án þess leyfis eða
taka myndir úr launsátri, það væri
ef umfjöllunin hefði ekkert vægi í
þjóðmálaumræðu. Karólínudóm-
urinn sem Vilhjálmur vitnaði til
væri með sama hætti. Þetta ætti
hins vegar ekki við í þessu máli
vegna þess að fjallað var um hand-
rukkun í Kompásþættinum þar sem
myndirnar af Benjamíni að berja
Ragnar birtust.
Hversu margar upptökur?
Vilhjálmur spurði mikið út í tvo
þætti, annars vegar hvort fleiri nafn-
greindir handrukkarar en Benja-
mín Þór hefðu komið við sögu og
eins hversu oft Ragnar hefði geng-
ið með faldar myndatökuvélar á sér
eða hlerunarbúnað. Jóhannes og
Kristinn sögðu þetta hafa verið tvö
til þrjú skipti með faldar mynda-
„Að vísu komst hann
svo að orði að hann
væri ekki handrukkrari
heldur andrukkari“
Kristinn Hrafnsson fréttamaður segir Benjamín Þór Þorgrímsson hafa
hótað Kompásmönnum líkamlegu ofbeldi eftir að þeir tóku myndir af hon-
um að berja Ragnar Magnússon. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður
Benjamíns, segir að harkalega hafi verið gengið að persónu hans.
BRynjólfuR ÞóR GuðMundsson
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
stefnt af Benjamín Þór Kristinn Hrafnsson stend-
ur frammi fyrir dómara í aðalmeðferð meiðyrðamáls
Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, Benna Ólsara, gegn
honum og fleirum. Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur
Hans Vilhjálmsson, stendur við gluggann.
MyndIR HEIðA HElGAdóTTIR
Bíða síns tíma Jóhannes
og Ingi biðu í fyrstu utan
þingsalar en fengu síðan
að koma inn við upphaf
aðalmeðferðar.
Ekki kollegar Vilhjálmur spurði Kristin og félaga hvort þeir hefðu haft milli-
göngu um að „kollegar þeirra“ í þættinum Zúúber á FM957 tóku viðtal við Ragnar
þar sem hann sakaði Benjamín um að handrukka sig. Allir neituðu því en þó sýnu
meir að fólkið á Zúúber væri kollegar þeirra.