Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2009, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 30. september 200918 suðurland
Fangaverðir á Litla-Hrauni gerðu sér ferð vestur í
Bjarkalund um síðustu mánaðamót til þess að virða
fyrir sér vettvanginn þar sem Georg Bjarnfreðarson
og félagar hans komu sér í slíkan vanda að þeir eru
nú í fangelsi. Heimsóknin í Bjarkalund var hluti af
ferð um Vestfirðina alla sem fangaverðirnir fóru í
ásamt meðlimum í Hrútavinafélaginu Örvari, sem
hefur gert sig gildandi í félagslífi á Suðurlandi síð-
ustu tíu árin.
„Við lokuðum Vestfjarðahringnum í Bjarkalundi.
Þar var okkur einstaklega vel tekið og við fengum að
skoða þarna allan vettvanginn, eldhúsið, herbergin
og svo búsáhöldin sem urðu svo afdrifarík í hönd-
unum á þeim félögum í Dagvaktinni,“ segir Björn
Ingi Bjarnason, fangavörður og forseti Hrútavinafé-
lagsins. „Hópurinn snæddi að lokum hátíðarkvöld-
verð í Bjarkalundi áður en haldið var heim á leið.“
Atriði í sjónvarpsþáttunum Fangavaktinni voru
tekin á Litla-Hrauni í sumar. Að megninu til tökur
í fangelsisgarðinum og á vinnustöðum fangelsisins.
„Allar tökur í fangaklefum voru svo gerðar í mynd-
veri í Reykjavík.“ Í síðustu viku var svo haldin sérstök
forsýning á fyrstu tveimur þáttum Fangavaktarinn-
ar á Hrauninu. „Þetta var mikið fjör og stemningin
bara eins og í þrjúbíói,“ segir Björn Ingi.
Vestfjarðaferðin var hluti af yfirstandandi dag-
skrá í tilefni af tíu ára afmæli Hrútavinafélagsins
Örvars, sem stofnað var haustið 1999. Hátíðahöld-
in hófust með Bryggjuhátíð á Stokkseyri sem Hrúta-
vinir hafa staðið fyrir ásamt heimamönnum. „Þetta
var í raun tvöfalt afmæli þar sem Bryggjuhátíðin
varð fimm ára. Við þetta tækifæri ákváðu Hrútavin-
ir að heiðra alls tuttugu einstaklinga sem hafa verið
áberandi og kraftmiklir að undanförnu. Þarna voru
tíu Stokkseyringar heiðraðir og svo tíu Hrútavinir.“
Á Bryggjuhátíðinni lék svo Hrútavinahljóm-
sveitin Granít frá Vík í Mýrdal fyrir dansi við mikinn
fögnuð viðstaddra.
sigtryggur@dv.is
Hrútavinir og fangaverðir á Litla-Hrauni skoða sig um á Vestfjörðum:
VettVangsrannsókn
Á slóðum Dagvaktarinnar Gunnar Marel Friðþjófs-
son, Ásmundur Sigurðsson, Bjarkar Snorrason, Friðrik
Sigurjónsson, Hafliði Magnússon, Jóhann Páll Helga-
son, Hlynur Gylfason, Einar Valur Oddsson og Einar
Loftur Högnason. mynDir Hrútavinir / Björn ingi Bjarnason
alræmd búsáhöld Einar Valur með
pönnuna frægu sem grandaði Guggu.
Einar Loftur með sigti til varnar.
Í rúminu hennar guggu Bjarkar
Snorrason, Friðrik Sigurjónsson og Jóhann
Páll Helgason. Þar var gott í kroppinn.
Í Bjarkalundi Georg Bjarnfreðar-
son og hyski hans í Bjarkalundi.
fangavarða í Bjarkalundi
stokkseyringar heiðraðir Kristrún Ósk Kalmannsdóttir,
Margrét S. Frímannsdóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Ragn-
hildur Jónsdóttir, Grétar Zóphaníasson, Kristján Friðbergs-
son, Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir, Helga Jónasdóttir,
Theodór Guðjónsson, og séra Úlfar Guðmundsson.
Hrútavinir heiðraðir Sigurður Sigurðarson, Kristinn Jó-
hann Níelsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Siggeir Ingólfsson,
Guðni Ágústsson, Björn Harðarson, Guðrún Jóna Borgars-
dóttir, Sævar Jóelsson, Bjarkar Snorrason og Árni Johnsen.
Forsetinn Björn Ingi
Bjarnason, forseti Hrútavina-
félagsins og fangavörður.
Hrútavinabandið granít Hrútavinafélagið
hefur ávallt haft sérstaka hrútavinahljómsveit
á mála hjá sér. Framan af var það hljómsveitin
Nilfisk. Hún hefur nú lagt upp laupana og
hljómsveitin Granít er tekin við.
Hrútavinir í sauðfjársetri Einar Loftur
Högnason, Friðrik Sigurjónsson, Hlynur
Gylfason, Ásmundur Sigurðsson, Jóhann Páll
Helgason, Hafliði Magnússon, Bjarkar Snorra-
son, Einar Valur Oddsson og Arnar S. Jónsson.
Almennar bíla- og vélaviðgerðir
Neyðarnúmer allan sólarhringinn 899 1764
●
Pú
st
- o
g
br
em
su
vi
ðg
er
ði
r●
●
T
öl
vu
le
st
ur
●
●
S
æ
kj
um
b
ilu
ð
tæ
ki
●
●
S
öl
us
ko
ðu
n
●